Snorri markahæstur í tapi Sélestat Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. október 2014 20:18 Snorri Steinn skorar og skorar fyrir Sélestat. Vísir/Getty Fjórir Íslendingar voru í eldlínunni í franska handboltanum í kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson heldur áfram að raða inn mörkunum fyrir Sélestat, en leikstjórnandinn skoraði tólf mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar lið hans tapaði með tveimur mörkum, 29-31, fyrir Chambéry á heimavelli. Staðan í hálfleik var 13-14, Chambéry í vil. Snorri hefur nú skorað 45 mörk í fimm leikjum í frönsku deildinni, eða níu mörk að meðaltali í leik. Það hefur þó dugað skammt því Sélestat er aðeins með tvö stig eftir leikina fimm.Arnór Atlason skoraði tvö mörk þegar Saint Raphael gerði 35-35 jafntefli gegn Créteil á útivelli. Staðan í hálfleik var 19-12, Créteil í vil, en Arnór og félagar áttu frábæran endasprett og tryggðu sér annað stigið.Raphaël Caucheteux var langmarkahæstur í liði Saint Raphael með 15 mörk, en Hugo Descat skoraði mest fyrir Créteil, eða tíu mörk.Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Ísrael og Svartfjallalandi um næstu mánaðarmót, skoraði tvö mörk þegar Nimes vann átta marka sigur, 27-35, á Istres á útivelli. Þá vann Paris SG öruggan níu marka sigur, 35-26, á Tremblay á heimavelli.Jeffrey M'Tima var markahæstur í liði Paris með níu mörk, en þeir Gabor Csaszar og Igor Vori komu næstir með fjögur mörk hvor. Róbert Gunnarsson komst ekki á blað hjá Paris. Handbolti Tengdar fréttir Aron búinn að velja landsliðshópinn | Björgvin fær tækifæri Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 18 manna hóp fyrir leikina gegn Ísrael og Svartfjallalandi í undankeppni EM 2016. 7. október 2014 16:47 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Fjórir Íslendingar voru í eldlínunni í franska handboltanum í kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson heldur áfram að raða inn mörkunum fyrir Sélestat, en leikstjórnandinn skoraði tólf mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar lið hans tapaði með tveimur mörkum, 29-31, fyrir Chambéry á heimavelli. Staðan í hálfleik var 13-14, Chambéry í vil. Snorri hefur nú skorað 45 mörk í fimm leikjum í frönsku deildinni, eða níu mörk að meðaltali í leik. Það hefur þó dugað skammt því Sélestat er aðeins með tvö stig eftir leikina fimm.Arnór Atlason skoraði tvö mörk þegar Saint Raphael gerði 35-35 jafntefli gegn Créteil á útivelli. Staðan í hálfleik var 19-12, Créteil í vil, en Arnór og félagar áttu frábæran endasprett og tryggðu sér annað stigið.Raphaël Caucheteux var langmarkahæstur í liði Saint Raphael með 15 mörk, en Hugo Descat skoraði mest fyrir Créteil, eða tíu mörk.Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Ísrael og Svartfjallalandi um næstu mánaðarmót, skoraði tvö mörk þegar Nimes vann átta marka sigur, 27-35, á Istres á útivelli. Þá vann Paris SG öruggan níu marka sigur, 35-26, á Tremblay á heimavelli.Jeffrey M'Tima var markahæstur í liði Paris með níu mörk, en þeir Gabor Csaszar og Igor Vori komu næstir með fjögur mörk hvor. Róbert Gunnarsson komst ekki á blað hjá Paris.
Handbolti Tengdar fréttir Aron búinn að velja landsliðshópinn | Björgvin fær tækifæri Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 18 manna hóp fyrir leikina gegn Ísrael og Svartfjallalandi í undankeppni EM 2016. 7. október 2014 16:47 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Aron búinn að velja landsliðshópinn | Björgvin fær tækifæri Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 18 manna hóp fyrir leikina gegn Ísrael og Svartfjallalandi í undankeppni EM 2016. 7. október 2014 16:47
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni