13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. september 2014 11:33 Úr héraðsdómi í morgun. Vísir/GVA Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. Þau eru ákærð fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna. Sigurjón og Elín hafa bæði lýst yfir sakleysi sínu í málinu og ítrekuðu það í skýrslutökum í dag. Verjendur þeirra sögðu að um misskilning væri að ræða af hálfu ákæruvaldsins og sögðu sönnunargögnum og rannsókn ábótavant. Ekki er langt síðan Sigurjón og Sigríður voru sýknuð af ákæru vegna meintrar markaðsmisnotkunar í Imon-málinu svokallaða. Sigurjóni og Elínu er gefið að sök að hafa samþykkt og undirritað sjálfskuldarábyrgðir fyrir hönd Landsbankans fyrir lánum Kaupþings til tveggja félaga í skráðra á Panama árin 2006 og 2007 og þar með stefnt fé bankans í verulega hættu. Á þeim tíma var Sigurjón bankastjóri og Elín framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og bæði áttu þau sæti í lánanefnd Landsbankans. Einu eignir Panama félaganna voru hlutabréf í Landsbankanum og fólst starfsemi þeirra í því að félögin keyptu hlutabréf í Landsbankanum og skuldbundu sig til að selja bankanum þau aftur á ákveðnu tímabili á fyrirfram ákveðnu gengi. Samkvæmt stofngögnum átti hlutafé félaganna að vera tíu þúsund Bandaríkadalir en báru bankareikningar félaganna það ekki með sér að hafa skilað sér til félaganna.Umboðssvik upp á 13,6 milljarða Fyrra brotið á að hafa átt sér stað hinn 4.júlí 2006 þegar þau heimiluðu fyrir hönd Landsbankans sjálfskuldarábyrðir bankans á lánssamninga Kaupþings vegna tveggja félaga í eigu Panama, Empennage Inc og Zimham Corp, upp á samtals 6,8 milljarða króna. Í ákærunni segir að ákvörðunarblöð um veitingu lánanna hafi verið staðfest eftir veitingu þeirra og að ábyrgðirnar hafi verið veittar án utanaðkomandi trygginga. Seinna brotið á að hafa átt sér stað um það bil ári síðar eða 29.júní 2007. Þá samþykktu þau og undirrituðu fyrir hönd Landbankans að bankinn gengi aftur í ábyrgð fyrir Empennage Inc, fyrir 6,8 milljarða króna láni. Í ákærunni kemur fram að Sigurjón og Elín hafi bundið Landsbankann við sjálfskuldarábyrgðina án þess að veiting hennar væri lögð fyrir lánanefnd Landsbankans og án þess að fyllt væri út og staðfest ákvörðunarblað um veitingu ábyrgðarinnar. Veiting sjálfskuldarábyrgðanna eru sagðar brjóta í bága við lánareglur Landsbankans og hafa verið veittar í algjörri andstæði við ákvæði laga og innri regla bankans. Fjártjónshættan við veitingu ábyrgðanna hafi verið mun meiri en almennt þykir ásættanlegt í rekstri fjármálafyrirtækis. Tengdar fréttir Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. Þau eru ákærð fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna. Sigurjón og Elín hafa bæði lýst yfir sakleysi sínu í málinu og ítrekuðu það í skýrslutökum í dag. Verjendur þeirra sögðu að um misskilning væri að ræða af hálfu ákæruvaldsins og sögðu sönnunargögnum og rannsókn ábótavant. Ekki er langt síðan Sigurjón og Sigríður voru sýknuð af ákæru vegna meintrar markaðsmisnotkunar í Imon-málinu svokallaða. Sigurjóni og Elínu er gefið að sök að hafa samþykkt og undirritað sjálfskuldarábyrgðir fyrir hönd Landsbankans fyrir lánum Kaupþings til tveggja félaga í skráðra á Panama árin 2006 og 2007 og þar með stefnt fé bankans í verulega hættu. Á þeim tíma var Sigurjón bankastjóri og Elín framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og bæði áttu þau sæti í lánanefnd Landsbankans. Einu eignir Panama félaganna voru hlutabréf í Landsbankanum og fólst starfsemi þeirra í því að félögin keyptu hlutabréf í Landsbankanum og skuldbundu sig til að selja bankanum þau aftur á ákveðnu tímabili á fyrirfram ákveðnu gengi. Samkvæmt stofngögnum átti hlutafé félaganna að vera tíu þúsund Bandaríkadalir en báru bankareikningar félaganna það ekki með sér að hafa skilað sér til félaganna.Umboðssvik upp á 13,6 milljarða Fyrra brotið á að hafa átt sér stað hinn 4.júlí 2006 þegar þau heimiluðu fyrir hönd Landsbankans sjálfskuldarábyrðir bankans á lánssamninga Kaupþings vegna tveggja félaga í eigu Panama, Empennage Inc og Zimham Corp, upp á samtals 6,8 milljarða króna. Í ákærunni segir að ákvörðunarblöð um veitingu lánanna hafi verið staðfest eftir veitingu þeirra og að ábyrgðirnar hafi verið veittar án utanaðkomandi trygginga. Seinna brotið á að hafa átt sér stað um það bil ári síðar eða 29.júní 2007. Þá samþykktu þau og undirrituðu fyrir hönd Landbankans að bankinn gengi aftur í ábyrgð fyrir Empennage Inc, fyrir 6,8 milljarða króna láni. Í ákærunni kemur fram að Sigurjón og Elín hafi bundið Landsbankann við sjálfskuldarábyrgðina án þess að veiting hennar væri lögð fyrir lánanefnd Landsbankans og án þess að fyllt væri út og staðfest ákvörðunarblað um veitingu ábyrgðarinnar. Veiting sjálfskuldarábyrgðanna eru sagðar brjóta í bága við lánareglur Landsbankans og hafa verið veittar í algjörri andstæði við ákvæði laga og innri regla bankans. Fjártjónshættan við veitingu ábyrgðanna hafi verið mun meiri en almennt þykir ásættanlegt í rekstri fjármálafyrirtækis.
Tengdar fréttir Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15