Innlent

Beinagrind af loðfíl á uppboð

Hrund Þórsdóttir skrifar
Búist er við að hátt verð fáist fyrir afar sjaldgæfa, heila beinagrind af loðfíl, sem boðin verður upp í nóvember næstkomandi.

Beinagrindin, sem er furðuheilleg og hefur ennþá skögultennur, verður boðin upp í Bretlandi og er búist við að þrjátíu til fimmtíu milljónir íslenskra króna fáist fyrir hana. Þetta magnaða dýr hefur verið þrír og hálfur metri á hæð og fimm og hálfur metri á lengd og gæti það hafa vegið allt að sex tonn.

Loðfílarnir líktust mjög fílunum sem nú lifa á jörðinni en höfðu síðan feld. Talið er að tegundin hafi dáið út undir lok ísaldar, fyrir um tíu þúsund árum.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þennan einstaka safngrip sem nú er falur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×