Innlent

Beinagrind af loðfíl á uppboð

Hrund Þórsdóttir skrifar

Búist er við að hátt verð fáist fyrir afar sjaldgæfa, heila beinagrind af loðfíl, sem boðin verður upp í nóvember næstkomandi.

Beinagrindin, sem er furðuheilleg og hefur ennþá skögultennur, verður boðin upp í Bretlandi og er búist við að þrjátíu til fimmtíu milljónir íslenskra króna fáist fyrir hana. Þetta magnaða dýr hefur verið þrír og hálfur metri á hæð og fimm og hálfur metri á lengd og gæti það hafa vegið allt að sex tonn.

Loðfílarnir líktust mjög fílunum sem nú lifa á jörðinni en höfðu síðan feld. Talið er að tegundin hafi dáið út undir lok ísaldar, fyrir um tíu þúsund árum.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þennan einstaka safngrip sem nú er falur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.