Viðskipti innlent

ELKO hyggst svara lækkun vöruverðs hjá Ormsson

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Framkvæmdastjóri ELKO segir fyrirtækið taka þátt í allri verðsamkeppni.
Framkvæmdastjóri ELKO segir fyrirtækið taka þátt í allri verðsamkeppni. vísir/vilhelm

Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri ELKO, segir að fyrirtækið muni svara allri verðsamkeppni og bregðast þannig við verðlækkun Ormssons og Samsungsetrins sem tekur gildi í dag.

„Það liggur auðvitað ekki fyrir hvort og þá hvenær breytingar á skattkerfinu og afnám vörugjalda munu taka gildi, hvort það verður um áramót eða eitthvað síðar,“ segir Gestur. „ELKO tekur hins vegar þátt í allri verðsamkeppni og við munum lækka verð, það er alveg klárt.“

Eyjólfur Baldursson, framkvæmdastjóri Eirvíkur, telur ólíklegt að fyrirtækið muni lækka verð á þeim vörum sem bera vörugjöld áður en það sé ljóst hvort afnám vörugjalda verði að veruleika. Hann segir kaupmenn ekki geta verið vissa um hvort að  breytingarnar nái fram að ganga en vonar svo sannarlega að af því verði.

„Afnám vörugjalda er mjög gott fyrir íslenska neytendur og við fögnum þessu að sjálfsögðu. Þetta skiptir verulegu máli og getur haft mikil áhrif til dæmis á vísitölu neysluverðs,“ segir Eyjólfur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
2,75
23
450.310
REGINN
2,19
14
342.698
ICEAIR
2,1
26
150.345
HAGA
2,02
5
64.712
SKEL
1,62
5
101.370

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-0,83
5
1.252.011
ARION
-0,66
11
179.834
KVIKA
-0,48
2
4.035
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.