Guðmundur í Brimi ætlar að stefna Elliða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2014 11:41 Elliði Vignisson og Guðmundur Kristjánsson. Vísir/Pjetur/Stefán „Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum verður stefnt fyrir rógburð og tilraun til að sverta mannorð,“ segir Guðmundur Kristjánsson oft kenndur við Brim í tilkynningu til fréttastofu. Tilefni tilkynningar Guðmundar eru fréttir í fjölmiðlum undanfarna daga vegna deilna hluthafa í DV. Reynir Traustason greindi frá því að Guðmundur hefði lánað sér fjármuni til að kaupa hlutabréf í DV þegar félagið glímdi við hreina neyð. Guðmundur segist ætla að stefna Elliða fyrir rógburð og tilraun til að sverta mannorð sitt. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum velti því upp hvort Guðmundur hefði afhent Reyni 15 milljónir í þeim tilgangi að kaupa sér óvægna og skaðlega umfjöllun um meðeigendur sína í Vinnslustöð Vestmannaeyja (VSV). Guðmundur viðurkennir að honum finnist stefna og gjörðir meirihluta hluthafa í VSV hafa skaðað félagið sem í dag sé illa rekið sjávarútvegsfyrirtæki. „Þessa skoðun hef ég sagt á aðalfundum félagsins og í öllum samtölum þegar málefni VSV eru rædd. Ég er ekki í neinum persónulegum deilum við framkvæmdarstjóra VSV, starfsfólk VSV eða samfélagið í Vestmannaeyjum, heldur við meirihluta hluthafa VSV. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum er að reyna að slá sig til riddara og nýta sér deilur annara til að vekja athygli á sjálfum sér.“Yfirlýsing Guðmundar í heild sinniÍ tilefni frétta í fjölmiðlum síðustu daga vegna deilna hluthafa í DV er rétt að geta þess að undirritaður hefur stundað viðskipti í langa tíð. Ég hef í gegnum mín félög styrkt og lánað fjármuni til ýmissa verka, einstaklinga og félaga. Ég hef ekki verið að auglýsa það né tilkynna það opinberlega nema þar sem það á við. Hvort sem það er lán eða styrkir til einstaklinga (eins og lánið til Reynis Traustasonar), líknarfélaga, íþróttafélaga, íþróttamanna, námsmanna, vísindastarfs, listastarfs eða hvað sem er. En þar sem ég er borinn svo alvarlegum ásökunum af bæjarstjóra Vestmannaeyja þá ætla ég að svara þessu og taka til varnar. Þegar Reynir Traustason kom til mín á síðasta ári og spurði hvort ég vildi verða hluthafi í DV sagði ég strax nei. En þegar hann sagði að það væru komnir fleiri fjárfestar að blaðinu þá sagði ég við hann að ég gæti alveg lánað honum en ég vildi ekki fara í blaðarekstur og það væri ekki mitt fag og ég væri oft ekki sammála skrifum DV. Ég hef heldur ekki verið sammála stefnu og skrifum Morgunblaðsins síðustu áratugi og þegar leitað var til mín fyrir nokkrum árum um hlutafé í það blað sagði ég nei.Það má segja um mín viðskipti á síðustu árum að þau hafi bæði verið viturleg og óviturleg en að segja að ég hafi stjórnað ritstjórnarstefnu DV er rangt og fjarri öllum raunveruleika. Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum verður stefnt fyrir rógburð og tilraun til að sverta mannorð. Sem hluthafi í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hef ég verið í deilum við meirihluta hluthafa. Ég hef talið að stefna og gjörðir meirihluta hluthafa Vinnslustöðvarinnar (VSV) í Vestmannaeyjum hafi skaðað VSV og í dag sé félagið illa rekið sjávarútvegsfyrirtæki vegna stefnu meirihluta hluthafa og meirihluta stjórnar VSV.Þessa skoðun hef ég sagt á aðalfundum félagsins og í öllum samtölum þegar málefni VSV eru rædd. Ég er ekki í neinum persónulegum deilum við framkvæmdarstjóra VSV, starfsfólk VSV eða samfélagið í Vestmannaeyjum, heldur við meirihluta hluthafa VSV. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum er að reyna að slá sig til riddara og nýta sér deilur annara til að vekja athygli á sjálfum sér. Tengdar fréttir Ekki hægt að vera ritstjóri þar sem er ágreiningur og ólga Reynir Traustason reiknar með að vera ritstjóri áfram eftiraðalfundur hlutafélags DV, sem nú stendur yfir. 29. ágúst 2014 15:28 Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Þöggunartilraunir lýsa vanþekkingu og skilningsleysi Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir yfir furðu sinni á að fjársterkir einstaklingar reyni að hafa áhrif á eignarhald á fjölmiðlum. 29. ágúst 2014 14:16 Slagnum um eignarhald DV frestað um eina viku Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir deilur innan eigendahóps DV ehf. hljóta að enda með ósköpum. Hann sakar stjórnarformann félagsins um lögbrot. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður gefur lítið fyrir ásakanirnar og segir Reyni hafa stundað bolabrögð á aðalfundi félagsins í gær. 30. ágúst 2014 08:00 Björn Leifsson farinn af fundinum: Vantar undirskrift Björn Leifsson, eigandi World Class og nýr hluthafi í DV, yfirgaf hluthafafund DV á Hótel Natura um klukkustund eftir að hann hófst þegar það kom í ljós að undirskrift eins eigenda félagsins Catalina ehf., sem Björn keypti á þriðjudag, vantar á kaupsamninginn. 29. ágúst 2014 16:25 Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason vera "óheiðarlegan með afbrigðum“. 30. ágúst 2014 10:03 Reynir viðurkennir að hafa fengið lán frá Guðmundi „Það er rétt að félag í eigu Guðmundar lánaði mér til kaupa á hlutafé rétt eins og Gísli Guðmundsson, kenndur við B&L, veitti slíkt lán sem síðan fór inn í einkahlutafélagið Ólafstún,‟ segir Reynir á fésbókarsíðu sinni. 31. ágúst 2014 10:52 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Sjá meira
„Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum verður stefnt fyrir rógburð og tilraun til að sverta mannorð,“ segir Guðmundur Kristjánsson oft kenndur við Brim í tilkynningu til fréttastofu. Tilefni tilkynningar Guðmundar eru fréttir í fjölmiðlum undanfarna daga vegna deilna hluthafa í DV. Reynir Traustason greindi frá því að Guðmundur hefði lánað sér fjármuni til að kaupa hlutabréf í DV þegar félagið glímdi við hreina neyð. Guðmundur segist ætla að stefna Elliða fyrir rógburð og tilraun til að sverta mannorð sitt. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum velti því upp hvort Guðmundur hefði afhent Reyni 15 milljónir í þeim tilgangi að kaupa sér óvægna og skaðlega umfjöllun um meðeigendur sína í Vinnslustöð Vestmannaeyja (VSV). Guðmundur viðurkennir að honum finnist stefna og gjörðir meirihluta hluthafa í VSV hafa skaðað félagið sem í dag sé illa rekið sjávarútvegsfyrirtæki. „Þessa skoðun hef ég sagt á aðalfundum félagsins og í öllum samtölum þegar málefni VSV eru rædd. Ég er ekki í neinum persónulegum deilum við framkvæmdarstjóra VSV, starfsfólk VSV eða samfélagið í Vestmannaeyjum, heldur við meirihluta hluthafa VSV. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum er að reyna að slá sig til riddara og nýta sér deilur annara til að vekja athygli á sjálfum sér.“Yfirlýsing Guðmundar í heild sinniÍ tilefni frétta í fjölmiðlum síðustu daga vegna deilna hluthafa í DV er rétt að geta þess að undirritaður hefur stundað viðskipti í langa tíð. Ég hef í gegnum mín félög styrkt og lánað fjármuni til ýmissa verka, einstaklinga og félaga. Ég hef ekki verið að auglýsa það né tilkynna það opinberlega nema þar sem það á við. Hvort sem það er lán eða styrkir til einstaklinga (eins og lánið til Reynis Traustasonar), líknarfélaga, íþróttafélaga, íþróttamanna, námsmanna, vísindastarfs, listastarfs eða hvað sem er. En þar sem ég er borinn svo alvarlegum ásökunum af bæjarstjóra Vestmannaeyja þá ætla ég að svara þessu og taka til varnar. Þegar Reynir Traustason kom til mín á síðasta ári og spurði hvort ég vildi verða hluthafi í DV sagði ég strax nei. En þegar hann sagði að það væru komnir fleiri fjárfestar að blaðinu þá sagði ég við hann að ég gæti alveg lánað honum en ég vildi ekki fara í blaðarekstur og það væri ekki mitt fag og ég væri oft ekki sammála skrifum DV. Ég hef heldur ekki verið sammála stefnu og skrifum Morgunblaðsins síðustu áratugi og þegar leitað var til mín fyrir nokkrum árum um hlutafé í það blað sagði ég nei.Það má segja um mín viðskipti á síðustu árum að þau hafi bæði verið viturleg og óviturleg en að segja að ég hafi stjórnað ritstjórnarstefnu DV er rangt og fjarri öllum raunveruleika. Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum verður stefnt fyrir rógburð og tilraun til að sverta mannorð. Sem hluthafi í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hef ég verið í deilum við meirihluta hluthafa. Ég hef talið að stefna og gjörðir meirihluta hluthafa Vinnslustöðvarinnar (VSV) í Vestmannaeyjum hafi skaðað VSV og í dag sé félagið illa rekið sjávarútvegsfyrirtæki vegna stefnu meirihluta hluthafa og meirihluta stjórnar VSV.Þessa skoðun hef ég sagt á aðalfundum félagsins og í öllum samtölum þegar málefni VSV eru rædd. Ég er ekki í neinum persónulegum deilum við framkvæmdarstjóra VSV, starfsfólk VSV eða samfélagið í Vestmannaeyjum, heldur við meirihluta hluthafa VSV. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum er að reyna að slá sig til riddara og nýta sér deilur annara til að vekja athygli á sjálfum sér.
Tengdar fréttir Ekki hægt að vera ritstjóri þar sem er ágreiningur og ólga Reynir Traustason reiknar með að vera ritstjóri áfram eftiraðalfundur hlutafélags DV, sem nú stendur yfir. 29. ágúst 2014 15:28 Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Þöggunartilraunir lýsa vanþekkingu og skilningsleysi Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir yfir furðu sinni á að fjársterkir einstaklingar reyni að hafa áhrif á eignarhald á fjölmiðlum. 29. ágúst 2014 14:16 Slagnum um eignarhald DV frestað um eina viku Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir deilur innan eigendahóps DV ehf. hljóta að enda með ósköpum. Hann sakar stjórnarformann félagsins um lögbrot. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður gefur lítið fyrir ásakanirnar og segir Reyni hafa stundað bolabrögð á aðalfundi félagsins í gær. 30. ágúst 2014 08:00 Björn Leifsson farinn af fundinum: Vantar undirskrift Björn Leifsson, eigandi World Class og nýr hluthafi í DV, yfirgaf hluthafafund DV á Hótel Natura um klukkustund eftir að hann hófst þegar það kom í ljós að undirskrift eins eigenda félagsins Catalina ehf., sem Björn keypti á þriðjudag, vantar á kaupsamninginn. 29. ágúst 2014 16:25 Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason vera "óheiðarlegan með afbrigðum“. 30. ágúst 2014 10:03 Reynir viðurkennir að hafa fengið lán frá Guðmundi „Það er rétt að félag í eigu Guðmundar lánaði mér til kaupa á hlutafé rétt eins og Gísli Guðmundsson, kenndur við B&L, veitti slíkt lán sem síðan fór inn í einkahlutafélagið Ólafstún,‟ segir Reynir á fésbókarsíðu sinni. 31. ágúst 2014 10:52 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Sjá meira
Ekki hægt að vera ritstjóri þar sem er ágreiningur og ólga Reynir Traustason reiknar með að vera ritstjóri áfram eftiraðalfundur hlutafélags DV, sem nú stendur yfir. 29. ágúst 2014 15:28
Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56
Þöggunartilraunir lýsa vanþekkingu og skilningsleysi Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir yfir furðu sinni á að fjársterkir einstaklingar reyni að hafa áhrif á eignarhald á fjölmiðlum. 29. ágúst 2014 14:16
Slagnum um eignarhald DV frestað um eina viku Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir deilur innan eigendahóps DV ehf. hljóta að enda með ósköpum. Hann sakar stjórnarformann félagsins um lögbrot. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður gefur lítið fyrir ásakanirnar og segir Reyni hafa stundað bolabrögð á aðalfundi félagsins í gær. 30. ágúst 2014 08:00
Björn Leifsson farinn af fundinum: Vantar undirskrift Björn Leifsson, eigandi World Class og nýr hluthafi í DV, yfirgaf hluthafafund DV á Hótel Natura um klukkustund eftir að hann hófst þegar það kom í ljós að undirskrift eins eigenda félagsins Catalina ehf., sem Björn keypti á þriðjudag, vantar á kaupsamninginn. 29. ágúst 2014 16:25
Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason vera "óheiðarlegan með afbrigðum“. 30. ágúst 2014 10:03
Reynir viðurkennir að hafa fengið lán frá Guðmundi „Það er rétt að félag í eigu Guðmundar lánaði mér til kaupa á hlutafé rétt eins og Gísli Guðmundsson, kenndur við B&L, veitti slíkt lán sem síðan fór inn í einkahlutafélagið Ólafstún,‟ segir Reynir á fésbókarsíðu sinni. 31. ágúst 2014 10:52