Gunnar Einarsson tekur fram skóna og spilar með Keflavík

Damon Johnson er ekki eini reynsluboltinn sem tekur slaginn með Keflavík í Dominos-deild karla í körfubolta næsta vetur.
Gunnar Einarsson hefur einnig dregið fram skóna, en þessi mikli harðjaxl hætti að spila fyrir þremur árum síðan. Þetta hefur Vísir fengið staðfest hjá Keflvíkingum.
Hann er margfaldur Íslandsmeistari með Keflavík og langaði mikið til að spila aftur með Damon Johnson eftir að Keflavík tilkynnti um endurkomu hans.
Gunnar, sem er 37 ára gamall, kemur til leiks í betra formi en þegar hann hætti. Hann starfar sem einkaþjálfari og eins og sjá má á myndinni hér að neðan ætti hann að ráða við álagið í deildinni næsta vetur.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.