Körfubolti

George missir af HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Bandaríkjanna voru slegnir eftir fótbrot George.
Leikmenn Bandaríkjanna voru slegnir eftir fótbrot George. Vísir/Getty
Ljóst er að Paul George, leikmaður Indiana Pacers, verður ekki með bandaríska körfuboltalandsliðinu á HM á Spáni sem hefst í lok ágúst.

George lenti illa þegar hann reyndi að stöðva hraðaupphlaup í leik milli leikmanna bandaríska landsliðsins í Las Vegas í gær, en liðið hefur dvalið þar í æfingabúðum að undanförnu.

Eftir nokkra reikistefnu kom í ljós að bein í hægri fæti George er brotið. Leik var hætt eftir að George hafði verið borinn af velli.

Leikmenn bandaríska liðsins voru margir hverjir í miklu áfalli eftir atvikið og leikstjórnandinn Kyrie Irving sást m.a. fella tár í örmum föður síns.

Nánari upplýsingar um meiðslin liggja ekki fyrir en ljóst er að George verður frá í nokkra mánuði vegna þeirra.


NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×