Logi: Forréttindi fyrir mig Anton Ingi Leifsson skrifar 10. ágúst 2014 09:00 Logi í treyju númer 14. Vísir/kkí Logi Gunnarsson, landsliðsmaður, er klár í slaginn gegn Bretlandi í kvöld. Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins og hefst hann klukkan 19:00 í Laugardalshöll. „Það er mikill missir af Jóni Arnóri. Hann er okkar besti leikmaður, en svona getur gerst. Maður vissi að það gæti gerst þótt maður hefur ekkert talað um það í fjölmiðlum. Hann var búinn með sinn samning og þetta er möguleiki," sagði Logi Gunarsson í samtali við Vísi og sagðist skilja félaga sinn í landsliðinu til marga ára, Jón Arnór Stefánsson, mjög vel, en Jón Arnór gaf ekki kost á sér í verkefnið. „Þetta er mjög erfið aðstaða og við skiljum hann allir. Við vitum núna að það er ákveðinn ábyrgð sem færist á aðra og við erum í stakkbúnir til þess." „Maður nálgast leikina alltaf eins og er alltaf tilbúinn þegar kallið kemur. Það er mjög eðlilegt að á leikmenn sem spila hans stöðu, eins og ég til dæmis, muni fá meiri ábyrgð. Við erum margir með margra ára reynslu í landsliðinu og erum búnir að spila margar stöður og marga stórleiki. Við vitum hvað við erum að fara út í," sagði Logi. „Bretarnir eru virkilega sterkir. Við erum alltaf að spila á móti sterkum þjóðum hérna heima. Maður veit að þetta er alltaf hægt. Við erum búnir að stríða Serbíu og Svartfjallalandi sem höfðu ekki tapað leik síðast þegar þeir voru hérna. Við eigum alltaf séns og sérstaklega núna þegar það eru bara tvær þjóðir með okkur í riðli, þá vitum við að við erum í ágætis færi," sagði Logi um möguleikana á því að komast á EM. Hvað þarf íslenska liðið að gera til þess að vinna Bretana í Höllinni í kvöld? „Það er margt sem þarf að hugsa um þegar kemur að svona. Við ætlum að koma þeir á óvart. Það eru ekkert allir sem koma hérna til Íslands og halda að við séum með eitthvað lið, því við erum með kraftin og áræðnina og komumst langt á henni. Við erum með kraftmikla leikmenn, en einnig mjög góða þótt við séum frá litla Íslandi," sagði Logi. Logi spilaði á dögunum sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd og segir hann að það sé mikill heiður. „Það er bara gaman, en þetta er alltaf mikill heiður að spila fyrir Ísland. Það eru forrétti fyrir mig að vera ennþá í þessu eftir 14 ár og að vera að spila á háum standard í Evrópu því þetta eru hörkulið sem við erum að mæta," sagði Logi. „Ég hef spilað með pabba nokkura þessa leikmanna eins og Martin og Elvar. Þetta er sérstakt fyrir mig og ekki bara fá að vera með heldur vera mikill partur af liðinu og jafnvel byrjunarliðsmaður. Það fær mig líka til að gefa mér ákveðið búst að halda mér í þessu formi sem ég er í," og segist hann ekki vera að hugsa sig um að hætta." „Ef líkaminn leyfir og ef ég er heppinn áfram þá er ekkert sem er að stoppa mig," sem hlakkar til samstarfsins með Friðriki Inga Rúnarssyni og Teiti Örlygssyni sem tóku við Njarðvíkurliðinu í sumar. „Friðrik byrjaði með mig í meistaraflokki þegar 16 ára, 1997 og svo með landsliðinu til 2003. Það er gott samband á milli okkar og við erum mjög nánir. Ég tók mín fyrstu skref með Teit, hetjunni minni, og það verður mjög spennandi í vetur að fá að vera aftur með þessum snillingum," sagði Logi við Vísi að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Logi Gunnarsson, landsliðsmaður, er klár í slaginn gegn Bretlandi í kvöld. Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins og hefst hann klukkan 19:00 í Laugardalshöll. „Það er mikill missir af Jóni Arnóri. Hann er okkar besti leikmaður, en svona getur gerst. Maður vissi að það gæti gerst þótt maður hefur ekkert talað um það í fjölmiðlum. Hann var búinn með sinn samning og þetta er möguleiki," sagði Logi Gunarsson í samtali við Vísi og sagðist skilja félaga sinn í landsliðinu til marga ára, Jón Arnór Stefánsson, mjög vel, en Jón Arnór gaf ekki kost á sér í verkefnið. „Þetta er mjög erfið aðstaða og við skiljum hann allir. Við vitum núna að það er ákveðinn ábyrgð sem færist á aðra og við erum í stakkbúnir til þess." „Maður nálgast leikina alltaf eins og er alltaf tilbúinn þegar kallið kemur. Það er mjög eðlilegt að á leikmenn sem spila hans stöðu, eins og ég til dæmis, muni fá meiri ábyrgð. Við erum margir með margra ára reynslu í landsliðinu og erum búnir að spila margar stöður og marga stórleiki. Við vitum hvað við erum að fara út í," sagði Logi. „Bretarnir eru virkilega sterkir. Við erum alltaf að spila á móti sterkum þjóðum hérna heima. Maður veit að þetta er alltaf hægt. Við erum búnir að stríða Serbíu og Svartfjallalandi sem höfðu ekki tapað leik síðast þegar þeir voru hérna. Við eigum alltaf séns og sérstaklega núna þegar það eru bara tvær þjóðir með okkur í riðli, þá vitum við að við erum í ágætis færi," sagði Logi um möguleikana á því að komast á EM. Hvað þarf íslenska liðið að gera til þess að vinna Bretana í Höllinni í kvöld? „Það er margt sem þarf að hugsa um þegar kemur að svona. Við ætlum að koma þeir á óvart. Það eru ekkert allir sem koma hérna til Íslands og halda að við séum með eitthvað lið, því við erum með kraftin og áræðnina og komumst langt á henni. Við erum með kraftmikla leikmenn, en einnig mjög góða þótt við séum frá litla Íslandi," sagði Logi. Logi spilaði á dögunum sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd og segir hann að það sé mikill heiður. „Það er bara gaman, en þetta er alltaf mikill heiður að spila fyrir Ísland. Það eru forrétti fyrir mig að vera ennþá í þessu eftir 14 ár og að vera að spila á háum standard í Evrópu því þetta eru hörkulið sem við erum að mæta," sagði Logi. „Ég hef spilað með pabba nokkura þessa leikmanna eins og Martin og Elvar. Þetta er sérstakt fyrir mig og ekki bara fá að vera með heldur vera mikill partur af liðinu og jafnvel byrjunarliðsmaður. Það fær mig líka til að gefa mér ákveðið búst að halda mér í þessu formi sem ég er í," og segist hann ekki vera að hugsa sig um að hætta." „Ef líkaminn leyfir og ef ég er heppinn áfram þá er ekkert sem er að stoppa mig," sem hlakkar til samstarfsins með Friðriki Inga Rúnarssyni og Teiti Örlygssyni sem tóku við Njarðvíkurliðinu í sumar. „Friðrik byrjaði með mig í meistaraflokki þegar 16 ára, 1997 og svo með landsliðinu til 2003. Það er gott samband á milli okkar og við erum mjög nánir. Ég tók mín fyrstu skref með Teit, hetjunni minni, og það verður mjög spennandi í vetur að fá að vera aftur með þessum snillingum," sagði Logi við Vísi að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira