Ástandið í Úkraínu gæti haft neikvæð áhrif á sölu makríls Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júlí 2014 20:30 Ástandið í Úkraínu gæti haft neikvæð áhrif á sölu íslenskra fyrirtækja á makríl til landsins þótt þessi áhrif hafi ekki enn komið fram, að sögn sölustjóra Iceland Seafood. Tíu prósent heildarafla makríls sem er veiddur í efnahagslögsögunni eru flutt til Úkraínu. Aðeins þorskurinn skilar meiru Makríllinn er flökkustofn sem kom eins og happdrættisvinningur inn í íslenska efnahagslögsögu. Makrílveiðar Íslendinga á árinu 2011 skiluðu þjóðarbúinu meira en 25 milljörðum króna og 26 milljörðum króna árið 2012. Þegar útflutningsverðmæti einstakra fisktegunda er skoðað sést að síðastliðin ár hefur aðeins þorskurinn skilað þjóðarbúinu meiri tekjum. Það er því ljóst að miklir hagsmunir eru fyrir íslensk útgerðarfyrirtæki og þjóðarbúið í heild sinni að sala á makrílafurðum gangi áfallalaust fyrir sig. Úkraína er einn mikilvægasti markaður Íslendinga fyrir uppsjávarfisk eins og síld, loðnu og makríl. Frá því var greint í Morgunblaðinu í dag að óvissa sé í sölu á makrílafurðum vegna ástandsins í Úkraínu og tafa við útgáfu innflutningskvóta í Nígeríu. Innflutningskvótar voru gefnir út í Nígeríu um helgina svo það er ekki lengur í hindrun í innflutningi makríls þangað. Iceland Seafood er einn stærsti einstaki útflutningsaðili makríls hér á landi. Teitur Gylfason sölustjóri fyrirtækisins segir að enn sem komið er hafi ástandið í Úkraínu ekki haft bein áhrif á sölu makríls til landsins en tíu prósent af heildarafla makríls fara til Úkraínu. Fara varlega í að senda vörur sem ekki eru staðgreiddar „Óróinn í Úkraínu er fyrst og fremst bundinn við tvö austustu héruðin, Luhansk og Donetsk. Lífið annars staðar í Úkraínu gengur sinn vanagang og allar verslanir eru fullar af vörum o.s.frv. En því er ekki að neita að við förum varlega í að senda vöru, sem ekki er staðgreidd, inn á þennan markað meðan ástandið er eins og það er. Meðan ófriðurinn varir,“ segir Teitur. Teitur segir að Iceland Seafood muni hugsanlega fara fram á staðgreiðslu við sölu á makrílafurðum til úkraínskra fyrirtækja í einhverjum tilvikum til að verja hagsmuni sína. „Bæði munum við fara fram á staðgreiðslu og svo förum við mjög varlega í að lána mönnum þarna þó svo að þeir hafi að sjálfsögðu mikinn styrk frá Vesturlöndum eins og er.“ Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ástandið í Úkraínu gæti haft neikvæð áhrif á sölu íslenskra fyrirtækja á makríl til landsins þótt þessi áhrif hafi ekki enn komið fram, að sögn sölustjóra Iceland Seafood. Tíu prósent heildarafla makríls sem er veiddur í efnahagslögsögunni eru flutt til Úkraínu. Aðeins þorskurinn skilar meiru Makríllinn er flökkustofn sem kom eins og happdrættisvinningur inn í íslenska efnahagslögsögu. Makrílveiðar Íslendinga á árinu 2011 skiluðu þjóðarbúinu meira en 25 milljörðum króna og 26 milljörðum króna árið 2012. Þegar útflutningsverðmæti einstakra fisktegunda er skoðað sést að síðastliðin ár hefur aðeins þorskurinn skilað þjóðarbúinu meiri tekjum. Það er því ljóst að miklir hagsmunir eru fyrir íslensk útgerðarfyrirtæki og þjóðarbúið í heild sinni að sala á makrílafurðum gangi áfallalaust fyrir sig. Úkraína er einn mikilvægasti markaður Íslendinga fyrir uppsjávarfisk eins og síld, loðnu og makríl. Frá því var greint í Morgunblaðinu í dag að óvissa sé í sölu á makrílafurðum vegna ástandsins í Úkraínu og tafa við útgáfu innflutningskvóta í Nígeríu. Innflutningskvótar voru gefnir út í Nígeríu um helgina svo það er ekki lengur í hindrun í innflutningi makríls þangað. Iceland Seafood er einn stærsti einstaki útflutningsaðili makríls hér á landi. Teitur Gylfason sölustjóri fyrirtækisins segir að enn sem komið er hafi ástandið í Úkraínu ekki haft bein áhrif á sölu makríls til landsins en tíu prósent af heildarafla makríls fara til Úkraínu. Fara varlega í að senda vörur sem ekki eru staðgreiddar „Óróinn í Úkraínu er fyrst og fremst bundinn við tvö austustu héruðin, Luhansk og Donetsk. Lífið annars staðar í Úkraínu gengur sinn vanagang og allar verslanir eru fullar af vörum o.s.frv. En því er ekki að neita að við förum varlega í að senda vöru, sem ekki er staðgreidd, inn á þennan markað meðan ástandið er eins og það er. Meðan ófriðurinn varir,“ segir Teitur. Teitur segir að Iceland Seafood muni hugsanlega fara fram á staðgreiðslu við sölu á makrílafurðum til úkraínskra fyrirtækja í einhverjum tilvikum til að verja hagsmuni sína. „Bæði munum við fara fram á staðgreiðslu og svo förum við mjög varlega í að lána mönnum þarna þó svo að þeir hafi að sjálfsögðu mikinn styrk frá Vesturlöndum eins og er.“
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira