Viðskipti innlent

Kortavelta ferðamanna eykst

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/valli
Metfjölgun erlendra ferðamanna varð á fyrstu fimm mánuðum ársins eða 31,4% aukning frá fyrra ári. Þessi aukning kemur einnig fram í aukinni erlendri greiðslukortaveltu, sem jókst um 28% fyrstu fimm mánuði ársins var næstum 34 milljarðar kr. á þessu ári en 26 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Kortavelta erlendra ferðamanna í júní nam tæpum 14 milljörðum króna og hefur aldrei verið meiri. Veltan jókst um 25 prósent miðað við sama mánuð í fyrra en mest var aukningin í skipulögðum pakkaferðum. Meðalvelta á hvert kort var 126 þúsund krónur og jókst um 1,5 prósent milli ára. Svisslendingar eyddu mest en þar á eftir koma Rússar og Spánverjar. Pólverjar og Kínverjar eyddu hins vegar minnst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×