Innlent

Stjórnendur leikskóla vísa kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/DANÍEL
Félag stjórnenda leikskóla vísaði kjaradeilu sinni við Samband íslenskra sveitarfélaga til embættis ríkissáttasemjara nú rétt í þessu.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær fyrsti fundur deiluaðila mun fara fram.

Hafa því öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands vísað kjaradeilum sínum til sáttasemjara það sem af er ári.

Grunn- og leikskólakennarar vísuðu sínum málum við sveitarfélögin til embættisins og framhaldsskólakennarar gerðu slíkt hið sama í kjaradeilum sínum við ríkið og einkaskóla.

Kjaradeilur allra félagana hafa verið leystar ef frá er talin deila tónlistarskólakennara sem vísað var til embættis ríkissáttasemjara þann 12. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×