Innlent

Auglýsingatökumenn fá óvænta lögregluheimsókn

Gissur Sigurðsson skrifar
Land Rover-jepparnir hafa lengi þjónað landsmönnum og verður svo enn um sinn.
Land Rover-jepparnir hafa lengi þjónað landsmönnum og verður svo enn um sinn.
Lögreglunni á Selfossi var í gærkvöldi tilkynnt um utanvegaakstur við Nesjavallaveg og fór þegar á vettvang.

Þá varð uppi fótur og fit meðal erlendra kvikmyndagerðarmanna á vettvangi, sem voru að mynda nýtt útlit á Land Rover-jeppa, sem mikil leynd hvílir yfir og voru þeir á nálum yfir því að lögreglumenn sæu leyndarmálið. Svo fór þó ekki þar sem þeir reyndust hafa tilskilin leyfi til upptökunnar á þessu svæði og voru ekki að valda landspjöllum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×