Svipmynd Markaðarins: Sérfræðingur í fiskeldi og Íslandsmeistari í Crossfit Haraldur Guðmundsson skrifar 23. júní 2014 10:05 Benedikt er Íslandsmeistari öldunga í Crossfit í aldursflokknum 45-50 ára. Vísir/Daníel „Ég er búinn að vera hjá þessu fyrirtæki í tuttugu ár. Ég var fimmti starfsmaðurinn en við erum nú 27 hér á Íslandi, þrettán í Síle og tveir í Noregi,“ segir Benedikt Hálfdánarson, nýr framkvæmdastjóri Vaka fiskeldiskerfa. Benedikt var áður markaðsstjóri Vaka en fyrirtækið var stofnað árið 1986. „Við höfum einbeitt okkur að rafeindabúnaði fyrir fiskeldi. Við erum leiðandi fyrirtæki í ákveðnum lausnum sem snúa að talningu og stærðarmælingum á eldisfiski. Í seiðastöðvum erum við kannski að telja tvö til þrjú hundruð þúsund seiði á klukkutíma.“ Búnaður Vaka er seldur til 50 landa. Noregur, Skotland, Síle, Kanada og Færeyjar eru helstu markaðir fyrirtækisins. „Laxeldið er gríðarstór markaður og annar stærsti útflutningsatvinnuvegur Norðmanna á eftir olíu og gasi. Í fyrra voru framleidd um þrettán hundruð þúsund tonn af laxi í Noregi en það samsvarar sexföldum þorskkvóta Íslendinga og útflutningsverðmæti vörunnar var rúmlega 800 milljarðar króna á síðasta ári,“ segir Benedikt. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1985. Þaðan lá leiðin til Samvinnutrygginga, síðar VÍS, þar sem Benedikt vann við sölu á tryggingum og í fyrirtækjaþjónustu. Síðar fór hann í mastersnám í markaðs- og viðskiptafræði við Háskólann í Ósló. Þar vann Benedikt lokaverkefni þar sem hann skoðaði tækifæri í markaðssetningu á vörum Vaka í Noregi. „Það var birt lítil klausa í fréttablaði Útflutningsráðs um að ég væri nemandi í Noregi sem vildi gera lokaverkefni um íslenskt fyrirtæki í útflutningi. Á baksíðu blaðsins var grein um Vaka og ég las hana og sá að þetta var fyrirtæki sem var að selja vörur fyrir fiskeldi. Ég hafði unnið við fiskeldi og hringdi strax í Hermann Kristjánsson, aðaleiganda og stofnanda fyrirtækisins. Þá hafði hann séð þetta blað og séð klausuna um mig og hafði þá áður ákveðið að hafa samband.“ Benedikt er giftur Önnu Maríu Helgadóttur, ráðgjafa á fyrirtækjasviði Arion banka. Þau hafa verið saman í 28 ár og eiga tvö börn; tvítugan son og tólf ára dóttur. Benedikt fer mikið á skíði og í göngur á fjöll og nefnir einnig stang- og skotveiði sem áhugamál. Eitt virðist þó standa upp úr. „Ég er búinn að vera í crossfit í mörg ár, æfi margsinnis í viku og þykist vera í ægilega fínu formi. Ég hef keppt reglulega í mörg ár og er Íslandsmeistari öldunga í aldursflokknum 45-50 ára. Svo er ég að sprikla í mótorkrossi með stráknum mínum og hef mikinn áhuga á ljósmyndun,“ segir Benedikt.Þóra ÁsgeirsdóttirÞóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu„Benni er einn af þessum mönnum sem vita ekki hvað „þetta er ekki hægt“ þýðir. Við kynntumst í MBA-náminu og okkur varð strax vel til vina og gerðum fjölmörg verkefni saman. Hann er dugnaðarforkur með góða yfirsýn, þrautseigju og alltaf tilbúinn að tileinka sér nýja hluti og kafa dýpra. Hann er frábær vinur og það er eiginlega alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur, hvort um er að ræða eldamennsku, veislustjórn, fararstjórn á fjöll eða að syngja Megas, hann getur þetta allt. Ég er sannfærð um að hann mun stýra því flotta fyrirtæki sem Vaki er af framsækni, öryggi og húmor.“Leifur Geir HafsteinssonLeifur Geir Hafsteinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Hagvangs „Nú er ég í einhverju veseni“ flaug í gegnum hugann þegar nauðasköllóttur og töluvert ógnvekjandi náungi með stingandi augu, líkamsvöxt veðhlaupahests og hreinræktað no-nonsense viðmót vatt sér rösklega að mér í æfingasal CrossFit Sport hér um árið. Sem betur fer, og eins og svo oft vill verða, voru þessi fyrstu hughrif mín kolröng. Benni var svo sannarlega enginn handrukkari heldur reyndist hann vera óvenjulega einbeittur og þrautseigur öðlingur, gæddur auðmýkt og visku þess sem leitar stöðugt að tækifærum til að vaxa, dafna og þroskast. Framkvæmdastjórastaðan er verðskulduð áskorun sem hann mun án efa standast með glæsibrag.“ Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Ég er búinn að vera hjá þessu fyrirtæki í tuttugu ár. Ég var fimmti starfsmaðurinn en við erum nú 27 hér á Íslandi, þrettán í Síle og tveir í Noregi,“ segir Benedikt Hálfdánarson, nýr framkvæmdastjóri Vaka fiskeldiskerfa. Benedikt var áður markaðsstjóri Vaka en fyrirtækið var stofnað árið 1986. „Við höfum einbeitt okkur að rafeindabúnaði fyrir fiskeldi. Við erum leiðandi fyrirtæki í ákveðnum lausnum sem snúa að talningu og stærðarmælingum á eldisfiski. Í seiðastöðvum erum við kannski að telja tvö til þrjú hundruð þúsund seiði á klukkutíma.“ Búnaður Vaka er seldur til 50 landa. Noregur, Skotland, Síle, Kanada og Færeyjar eru helstu markaðir fyrirtækisins. „Laxeldið er gríðarstór markaður og annar stærsti útflutningsatvinnuvegur Norðmanna á eftir olíu og gasi. Í fyrra voru framleidd um þrettán hundruð þúsund tonn af laxi í Noregi en það samsvarar sexföldum þorskkvóta Íslendinga og útflutningsverðmæti vörunnar var rúmlega 800 milljarðar króna á síðasta ári,“ segir Benedikt. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1985. Þaðan lá leiðin til Samvinnutrygginga, síðar VÍS, þar sem Benedikt vann við sölu á tryggingum og í fyrirtækjaþjónustu. Síðar fór hann í mastersnám í markaðs- og viðskiptafræði við Háskólann í Ósló. Þar vann Benedikt lokaverkefni þar sem hann skoðaði tækifæri í markaðssetningu á vörum Vaka í Noregi. „Það var birt lítil klausa í fréttablaði Útflutningsráðs um að ég væri nemandi í Noregi sem vildi gera lokaverkefni um íslenskt fyrirtæki í útflutningi. Á baksíðu blaðsins var grein um Vaka og ég las hana og sá að þetta var fyrirtæki sem var að selja vörur fyrir fiskeldi. Ég hafði unnið við fiskeldi og hringdi strax í Hermann Kristjánsson, aðaleiganda og stofnanda fyrirtækisins. Þá hafði hann séð þetta blað og séð klausuna um mig og hafði þá áður ákveðið að hafa samband.“ Benedikt er giftur Önnu Maríu Helgadóttur, ráðgjafa á fyrirtækjasviði Arion banka. Þau hafa verið saman í 28 ár og eiga tvö börn; tvítugan son og tólf ára dóttur. Benedikt fer mikið á skíði og í göngur á fjöll og nefnir einnig stang- og skotveiði sem áhugamál. Eitt virðist þó standa upp úr. „Ég er búinn að vera í crossfit í mörg ár, æfi margsinnis í viku og þykist vera í ægilega fínu formi. Ég hef keppt reglulega í mörg ár og er Íslandsmeistari öldunga í aldursflokknum 45-50 ára. Svo er ég að sprikla í mótorkrossi með stráknum mínum og hef mikinn áhuga á ljósmyndun,“ segir Benedikt.Þóra ÁsgeirsdóttirÞóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu„Benni er einn af þessum mönnum sem vita ekki hvað „þetta er ekki hægt“ þýðir. Við kynntumst í MBA-náminu og okkur varð strax vel til vina og gerðum fjölmörg verkefni saman. Hann er dugnaðarforkur með góða yfirsýn, þrautseigju og alltaf tilbúinn að tileinka sér nýja hluti og kafa dýpra. Hann er frábær vinur og það er eiginlega alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur, hvort um er að ræða eldamennsku, veislustjórn, fararstjórn á fjöll eða að syngja Megas, hann getur þetta allt. Ég er sannfærð um að hann mun stýra því flotta fyrirtæki sem Vaki er af framsækni, öryggi og húmor.“Leifur Geir HafsteinssonLeifur Geir Hafsteinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Hagvangs „Nú er ég í einhverju veseni“ flaug í gegnum hugann þegar nauðasköllóttur og töluvert ógnvekjandi náungi með stingandi augu, líkamsvöxt veðhlaupahests og hreinræktað no-nonsense viðmót vatt sér rösklega að mér í æfingasal CrossFit Sport hér um árið. Sem betur fer, og eins og svo oft vill verða, voru þessi fyrstu hughrif mín kolröng. Benni var svo sannarlega enginn handrukkari heldur reyndist hann vera óvenjulega einbeittur og þrautseigur öðlingur, gæddur auðmýkt og visku þess sem leitar stöðugt að tækifærum til að vaxa, dafna og þroskast. Framkvæmdastjórastaðan er verðskulduð áskorun sem hann mun án efa standast með glæsibrag.“
Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira