Svipmynd Markaðarins: Sérfræðingur í fiskeldi og Íslandsmeistari í Crossfit Haraldur Guðmundsson skrifar 23. júní 2014 10:05 Benedikt er Íslandsmeistari öldunga í Crossfit í aldursflokknum 45-50 ára. Vísir/Daníel „Ég er búinn að vera hjá þessu fyrirtæki í tuttugu ár. Ég var fimmti starfsmaðurinn en við erum nú 27 hér á Íslandi, þrettán í Síle og tveir í Noregi,“ segir Benedikt Hálfdánarson, nýr framkvæmdastjóri Vaka fiskeldiskerfa. Benedikt var áður markaðsstjóri Vaka en fyrirtækið var stofnað árið 1986. „Við höfum einbeitt okkur að rafeindabúnaði fyrir fiskeldi. Við erum leiðandi fyrirtæki í ákveðnum lausnum sem snúa að talningu og stærðarmælingum á eldisfiski. Í seiðastöðvum erum við kannski að telja tvö til þrjú hundruð þúsund seiði á klukkutíma.“ Búnaður Vaka er seldur til 50 landa. Noregur, Skotland, Síle, Kanada og Færeyjar eru helstu markaðir fyrirtækisins. „Laxeldið er gríðarstór markaður og annar stærsti útflutningsatvinnuvegur Norðmanna á eftir olíu og gasi. Í fyrra voru framleidd um þrettán hundruð þúsund tonn af laxi í Noregi en það samsvarar sexföldum þorskkvóta Íslendinga og útflutningsverðmæti vörunnar var rúmlega 800 milljarðar króna á síðasta ári,“ segir Benedikt. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1985. Þaðan lá leiðin til Samvinnutrygginga, síðar VÍS, þar sem Benedikt vann við sölu á tryggingum og í fyrirtækjaþjónustu. Síðar fór hann í mastersnám í markaðs- og viðskiptafræði við Háskólann í Ósló. Þar vann Benedikt lokaverkefni þar sem hann skoðaði tækifæri í markaðssetningu á vörum Vaka í Noregi. „Það var birt lítil klausa í fréttablaði Útflutningsráðs um að ég væri nemandi í Noregi sem vildi gera lokaverkefni um íslenskt fyrirtæki í útflutningi. Á baksíðu blaðsins var grein um Vaka og ég las hana og sá að þetta var fyrirtæki sem var að selja vörur fyrir fiskeldi. Ég hafði unnið við fiskeldi og hringdi strax í Hermann Kristjánsson, aðaleiganda og stofnanda fyrirtækisins. Þá hafði hann séð þetta blað og séð klausuna um mig og hafði þá áður ákveðið að hafa samband.“ Benedikt er giftur Önnu Maríu Helgadóttur, ráðgjafa á fyrirtækjasviði Arion banka. Þau hafa verið saman í 28 ár og eiga tvö börn; tvítugan son og tólf ára dóttur. Benedikt fer mikið á skíði og í göngur á fjöll og nefnir einnig stang- og skotveiði sem áhugamál. Eitt virðist þó standa upp úr. „Ég er búinn að vera í crossfit í mörg ár, æfi margsinnis í viku og þykist vera í ægilega fínu formi. Ég hef keppt reglulega í mörg ár og er Íslandsmeistari öldunga í aldursflokknum 45-50 ára. Svo er ég að sprikla í mótorkrossi með stráknum mínum og hef mikinn áhuga á ljósmyndun,“ segir Benedikt.Þóra ÁsgeirsdóttirÞóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu„Benni er einn af þessum mönnum sem vita ekki hvað „þetta er ekki hægt“ þýðir. Við kynntumst í MBA-náminu og okkur varð strax vel til vina og gerðum fjölmörg verkefni saman. Hann er dugnaðarforkur með góða yfirsýn, þrautseigju og alltaf tilbúinn að tileinka sér nýja hluti og kafa dýpra. Hann er frábær vinur og það er eiginlega alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur, hvort um er að ræða eldamennsku, veislustjórn, fararstjórn á fjöll eða að syngja Megas, hann getur þetta allt. Ég er sannfærð um að hann mun stýra því flotta fyrirtæki sem Vaki er af framsækni, öryggi og húmor.“Leifur Geir HafsteinssonLeifur Geir Hafsteinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Hagvangs „Nú er ég í einhverju veseni“ flaug í gegnum hugann þegar nauðasköllóttur og töluvert ógnvekjandi náungi með stingandi augu, líkamsvöxt veðhlaupahests og hreinræktað no-nonsense viðmót vatt sér rösklega að mér í æfingasal CrossFit Sport hér um árið. Sem betur fer, og eins og svo oft vill verða, voru þessi fyrstu hughrif mín kolröng. Benni var svo sannarlega enginn handrukkari heldur reyndist hann vera óvenjulega einbeittur og þrautseigur öðlingur, gæddur auðmýkt og visku þess sem leitar stöðugt að tækifærum til að vaxa, dafna og þroskast. Framkvæmdastjórastaðan er verðskulduð áskorun sem hann mun án efa standast með glæsibrag.“ Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Sjá meira
„Ég er búinn að vera hjá þessu fyrirtæki í tuttugu ár. Ég var fimmti starfsmaðurinn en við erum nú 27 hér á Íslandi, þrettán í Síle og tveir í Noregi,“ segir Benedikt Hálfdánarson, nýr framkvæmdastjóri Vaka fiskeldiskerfa. Benedikt var áður markaðsstjóri Vaka en fyrirtækið var stofnað árið 1986. „Við höfum einbeitt okkur að rafeindabúnaði fyrir fiskeldi. Við erum leiðandi fyrirtæki í ákveðnum lausnum sem snúa að talningu og stærðarmælingum á eldisfiski. Í seiðastöðvum erum við kannski að telja tvö til þrjú hundruð þúsund seiði á klukkutíma.“ Búnaður Vaka er seldur til 50 landa. Noregur, Skotland, Síle, Kanada og Færeyjar eru helstu markaðir fyrirtækisins. „Laxeldið er gríðarstór markaður og annar stærsti útflutningsatvinnuvegur Norðmanna á eftir olíu og gasi. Í fyrra voru framleidd um þrettán hundruð þúsund tonn af laxi í Noregi en það samsvarar sexföldum þorskkvóta Íslendinga og útflutningsverðmæti vörunnar var rúmlega 800 milljarðar króna á síðasta ári,“ segir Benedikt. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1985. Þaðan lá leiðin til Samvinnutrygginga, síðar VÍS, þar sem Benedikt vann við sölu á tryggingum og í fyrirtækjaþjónustu. Síðar fór hann í mastersnám í markaðs- og viðskiptafræði við Háskólann í Ósló. Þar vann Benedikt lokaverkefni þar sem hann skoðaði tækifæri í markaðssetningu á vörum Vaka í Noregi. „Það var birt lítil klausa í fréttablaði Útflutningsráðs um að ég væri nemandi í Noregi sem vildi gera lokaverkefni um íslenskt fyrirtæki í útflutningi. Á baksíðu blaðsins var grein um Vaka og ég las hana og sá að þetta var fyrirtæki sem var að selja vörur fyrir fiskeldi. Ég hafði unnið við fiskeldi og hringdi strax í Hermann Kristjánsson, aðaleiganda og stofnanda fyrirtækisins. Þá hafði hann séð þetta blað og séð klausuna um mig og hafði þá áður ákveðið að hafa samband.“ Benedikt er giftur Önnu Maríu Helgadóttur, ráðgjafa á fyrirtækjasviði Arion banka. Þau hafa verið saman í 28 ár og eiga tvö börn; tvítugan son og tólf ára dóttur. Benedikt fer mikið á skíði og í göngur á fjöll og nefnir einnig stang- og skotveiði sem áhugamál. Eitt virðist þó standa upp úr. „Ég er búinn að vera í crossfit í mörg ár, æfi margsinnis í viku og þykist vera í ægilega fínu formi. Ég hef keppt reglulega í mörg ár og er Íslandsmeistari öldunga í aldursflokknum 45-50 ára. Svo er ég að sprikla í mótorkrossi með stráknum mínum og hef mikinn áhuga á ljósmyndun,“ segir Benedikt.Þóra ÁsgeirsdóttirÞóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu„Benni er einn af þessum mönnum sem vita ekki hvað „þetta er ekki hægt“ þýðir. Við kynntumst í MBA-náminu og okkur varð strax vel til vina og gerðum fjölmörg verkefni saman. Hann er dugnaðarforkur með góða yfirsýn, þrautseigju og alltaf tilbúinn að tileinka sér nýja hluti og kafa dýpra. Hann er frábær vinur og það er eiginlega alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur, hvort um er að ræða eldamennsku, veislustjórn, fararstjórn á fjöll eða að syngja Megas, hann getur þetta allt. Ég er sannfærð um að hann mun stýra því flotta fyrirtæki sem Vaki er af framsækni, öryggi og húmor.“Leifur Geir HafsteinssonLeifur Geir Hafsteinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Hagvangs „Nú er ég í einhverju veseni“ flaug í gegnum hugann þegar nauðasköllóttur og töluvert ógnvekjandi náungi með stingandi augu, líkamsvöxt veðhlaupahests og hreinræktað no-nonsense viðmót vatt sér rösklega að mér í æfingasal CrossFit Sport hér um árið. Sem betur fer, og eins og svo oft vill verða, voru þessi fyrstu hughrif mín kolröng. Benni var svo sannarlega enginn handrukkari heldur reyndist hann vera óvenjulega einbeittur og þrautseigur öðlingur, gæddur auðmýkt og visku þess sem leitar stöðugt að tækifærum til að vaxa, dafna og þroskast. Framkvæmdastjórastaðan er verðskulduð áskorun sem hann mun án efa standast með glæsibrag.“
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Sjá meira