Spurs valtaði yfir Miami Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. júní 2014 08:00 Tim Duncan í leiknum í nótt. Vísir/Getty San Antonio Spurs er komið 2-1 yfir gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur í þriðja leiknum á heimavelli Miami í nótt, 111-92. Góður fyrsti leikhluti grundvallaði sigur Spurs en gestirnir settu alls 41 stig í fyrsta leikhluta og voru komnir með 16 stiga forskot strax í upphafi leiks. Leikmönnum Heat gekk illa að stöðva Kawhi Leonard í fyrsta leikhluta en hann hitti úr öllum fimm skotum sínum sem skilaði alls 16 stigum. Leonard átti góðan leik heilt yfir eftir að hafa lítið sést í fyrstu tveimur leikjum seríunnar. Spurs var yfir 71-50 eftir tvo leikhluta en liðið hitti úr 76% skota sinna í fyrri hálfleik leiksins sem er met í úrslitum NBA-deildarinnar. Miami náði loksins að stilla varnarleikinn af í þriðja leikhluta en holan var ansi djúp sem þeir þurftu að vinna sig úr. Miami náði að minnka muninn í sjö stig um tíma í þriðja leikhluta en þá settu leikmenn Spurs aftur í gírinn. Gestirnir frá San Antonio náðu öruggu forskoti aftur í fjórða leikhluta og sigldu að lokum sigrinum örugglega heim. Sterkur sigur sem tryggir Spurs liðinu heimaleikjaréttinn á ný eftir að hafa misst hann í síðasta leik. Leonard var atkvæðamestur í liði Spurs með 29 stig sem er hæsta stigaskor hans á ferlinum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þá voru bakverðirnir Tony Parker og Danny Green öflugir með 15 stig hvor og Tim Duncan bætti við öðrum 14. Í liði Miami voru það LeBron James og Dwyane Wade sem fóru fyrir liðinu að vanda með 22 stig en liðið þarf meira frá öðrum leikmönnum. Eftir frábæra frammistöðu í síðasta leik sást lítið til Chris Bosh í leiknum og Mario Chalmers hefur einfaldlega verið út á túni í þessari úrslitaseríu.Næsti leikur liðanna fer fram á fimmtudaginn og hefst klukkan 01.00 á íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Kawhi Leonard treður yfir fuglamanninn.Vísir/Getty NBA Tengdar fréttir San Antonio vann fyrsta leikinn Spurs komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu gegn Miami Heat. 6. júní 2014 07:23 Wade sektaður fyrir leikaraskap Dwyane Wade fékk sekt fyrir leikaraskap í leik tvö í úrslitum NBA-deildarinnar á sunnudaginn. 10. júní 2014 09:30 Miami jafnaði metin LeBron James skoraði 35 stig og tók tíu fráköst þegar Miami Heat jafnaði metin í úrslitum NBA-deildarinnar með tveggja stiga sigri, 98-96, á San Antonio Spurs á útivelli. 9. júní 2014 10:35 Duncan jafnaði við Magic Tim Duncan náði merkum áfanga í nótt þegar hann jafnaði met Magic Johnson yfir flestar tvöfaldar tvennur (þ.e. þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í tveimur tölfræðiþáttum) í úrslitakeppni NBA deildarinnar. 9. júní 2014 12:13 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira
San Antonio Spurs er komið 2-1 yfir gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur í þriðja leiknum á heimavelli Miami í nótt, 111-92. Góður fyrsti leikhluti grundvallaði sigur Spurs en gestirnir settu alls 41 stig í fyrsta leikhluta og voru komnir með 16 stiga forskot strax í upphafi leiks. Leikmönnum Heat gekk illa að stöðva Kawhi Leonard í fyrsta leikhluta en hann hitti úr öllum fimm skotum sínum sem skilaði alls 16 stigum. Leonard átti góðan leik heilt yfir eftir að hafa lítið sést í fyrstu tveimur leikjum seríunnar. Spurs var yfir 71-50 eftir tvo leikhluta en liðið hitti úr 76% skota sinna í fyrri hálfleik leiksins sem er met í úrslitum NBA-deildarinnar. Miami náði loksins að stilla varnarleikinn af í þriðja leikhluta en holan var ansi djúp sem þeir þurftu að vinna sig úr. Miami náði að minnka muninn í sjö stig um tíma í þriðja leikhluta en þá settu leikmenn Spurs aftur í gírinn. Gestirnir frá San Antonio náðu öruggu forskoti aftur í fjórða leikhluta og sigldu að lokum sigrinum örugglega heim. Sterkur sigur sem tryggir Spurs liðinu heimaleikjaréttinn á ný eftir að hafa misst hann í síðasta leik. Leonard var atkvæðamestur í liði Spurs með 29 stig sem er hæsta stigaskor hans á ferlinum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þá voru bakverðirnir Tony Parker og Danny Green öflugir með 15 stig hvor og Tim Duncan bætti við öðrum 14. Í liði Miami voru það LeBron James og Dwyane Wade sem fóru fyrir liðinu að vanda með 22 stig en liðið þarf meira frá öðrum leikmönnum. Eftir frábæra frammistöðu í síðasta leik sást lítið til Chris Bosh í leiknum og Mario Chalmers hefur einfaldlega verið út á túni í þessari úrslitaseríu.Næsti leikur liðanna fer fram á fimmtudaginn og hefst klukkan 01.00 á íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Kawhi Leonard treður yfir fuglamanninn.Vísir/Getty
NBA Tengdar fréttir San Antonio vann fyrsta leikinn Spurs komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu gegn Miami Heat. 6. júní 2014 07:23 Wade sektaður fyrir leikaraskap Dwyane Wade fékk sekt fyrir leikaraskap í leik tvö í úrslitum NBA-deildarinnar á sunnudaginn. 10. júní 2014 09:30 Miami jafnaði metin LeBron James skoraði 35 stig og tók tíu fráköst þegar Miami Heat jafnaði metin í úrslitum NBA-deildarinnar með tveggja stiga sigri, 98-96, á San Antonio Spurs á útivelli. 9. júní 2014 10:35 Duncan jafnaði við Magic Tim Duncan náði merkum áfanga í nótt þegar hann jafnaði met Magic Johnson yfir flestar tvöfaldar tvennur (þ.e. þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í tveimur tölfræðiþáttum) í úrslitakeppni NBA deildarinnar. 9. júní 2014 12:13 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira
San Antonio vann fyrsta leikinn Spurs komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu gegn Miami Heat. 6. júní 2014 07:23
Wade sektaður fyrir leikaraskap Dwyane Wade fékk sekt fyrir leikaraskap í leik tvö í úrslitum NBA-deildarinnar á sunnudaginn. 10. júní 2014 09:30
Miami jafnaði metin LeBron James skoraði 35 stig og tók tíu fráköst þegar Miami Heat jafnaði metin í úrslitum NBA-deildarinnar með tveggja stiga sigri, 98-96, á San Antonio Spurs á útivelli. 9. júní 2014 10:35
Duncan jafnaði við Magic Tim Duncan náði merkum áfanga í nótt þegar hann jafnaði met Magic Johnson yfir flestar tvöfaldar tvennur (þ.e. þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í tveimur tölfræðiþáttum) í úrslitakeppni NBA deildarinnar. 9. júní 2014 12:13