Spurs valtaði yfir Miami Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. júní 2014 08:00 Tim Duncan í leiknum í nótt. Vísir/Getty San Antonio Spurs er komið 2-1 yfir gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur í þriðja leiknum á heimavelli Miami í nótt, 111-92. Góður fyrsti leikhluti grundvallaði sigur Spurs en gestirnir settu alls 41 stig í fyrsta leikhluta og voru komnir með 16 stiga forskot strax í upphafi leiks. Leikmönnum Heat gekk illa að stöðva Kawhi Leonard í fyrsta leikhluta en hann hitti úr öllum fimm skotum sínum sem skilaði alls 16 stigum. Leonard átti góðan leik heilt yfir eftir að hafa lítið sést í fyrstu tveimur leikjum seríunnar. Spurs var yfir 71-50 eftir tvo leikhluta en liðið hitti úr 76% skota sinna í fyrri hálfleik leiksins sem er met í úrslitum NBA-deildarinnar. Miami náði loksins að stilla varnarleikinn af í þriðja leikhluta en holan var ansi djúp sem þeir þurftu að vinna sig úr. Miami náði að minnka muninn í sjö stig um tíma í þriðja leikhluta en þá settu leikmenn Spurs aftur í gírinn. Gestirnir frá San Antonio náðu öruggu forskoti aftur í fjórða leikhluta og sigldu að lokum sigrinum örugglega heim. Sterkur sigur sem tryggir Spurs liðinu heimaleikjaréttinn á ný eftir að hafa misst hann í síðasta leik. Leonard var atkvæðamestur í liði Spurs með 29 stig sem er hæsta stigaskor hans á ferlinum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þá voru bakverðirnir Tony Parker og Danny Green öflugir með 15 stig hvor og Tim Duncan bætti við öðrum 14. Í liði Miami voru það LeBron James og Dwyane Wade sem fóru fyrir liðinu að vanda með 22 stig en liðið þarf meira frá öðrum leikmönnum. Eftir frábæra frammistöðu í síðasta leik sást lítið til Chris Bosh í leiknum og Mario Chalmers hefur einfaldlega verið út á túni í þessari úrslitaseríu.Næsti leikur liðanna fer fram á fimmtudaginn og hefst klukkan 01.00 á íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Kawhi Leonard treður yfir fuglamanninn.Vísir/Getty NBA Tengdar fréttir San Antonio vann fyrsta leikinn Spurs komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu gegn Miami Heat. 6. júní 2014 07:23 Wade sektaður fyrir leikaraskap Dwyane Wade fékk sekt fyrir leikaraskap í leik tvö í úrslitum NBA-deildarinnar á sunnudaginn. 10. júní 2014 09:30 Miami jafnaði metin LeBron James skoraði 35 stig og tók tíu fráköst þegar Miami Heat jafnaði metin í úrslitum NBA-deildarinnar með tveggja stiga sigri, 98-96, á San Antonio Spurs á útivelli. 9. júní 2014 10:35 Duncan jafnaði við Magic Tim Duncan náði merkum áfanga í nótt þegar hann jafnaði met Magic Johnson yfir flestar tvöfaldar tvennur (þ.e. þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í tveimur tölfræðiþáttum) í úrslitakeppni NBA deildarinnar. 9. júní 2014 12:13 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
San Antonio Spurs er komið 2-1 yfir gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur í þriðja leiknum á heimavelli Miami í nótt, 111-92. Góður fyrsti leikhluti grundvallaði sigur Spurs en gestirnir settu alls 41 stig í fyrsta leikhluta og voru komnir með 16 stiga forskot strax í upphafi leiks. Leikmönnum Heat gekk illa að stöðva Kawhi Leonard í fyrsta leikhluta en hann hitti úr öllum fimm skotum sínum sem skilaði alls 16 stigum. Leonard átti góðan leik heilt yfir eftir að hafa lítið sést í fyrstu tveimur leikjum seríunnar. Spurs var yfir 71-50 eftir tvo leikhluta en liðið hitti úr 76% skota sinna í fyrri hálfleik leiksins sem er met í úrslitum NBA-deildarinnar. Miami náði loksins að stilla varnarleikinn af í þriðja leikhluta en holan var ansi djúp sem þeir þurftu að vinna sig úr. Miami náði að minnka muninn í sjö stig um tíma í þriðja leikhluta en þá settu leikmenn Spurs aftur í gírinn. Gestirnir frá San Antonio náðu öruggu forskoti aftur í fjórða leikhluta og sigldu að lokum sigrinum örugglega heim. Sterkur sigur sem tryggir Spurs liðinu heimaleikjaréttinn á ný eftir að hafa misst hann í síðasta leik. Leonard var atkvæðamestur í liði Spurs með 29 stig sem er hæsta stigaskor hans á ferlinum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þá voru bakverðirnir Tony Parker og Danny Green öflugir með 15 stig hvor og Tim Duncan bætti við öðrum 14. Í liði Miami voru það LeBron James og Dwyane Wade sem fóru fyrir liðinu að vanda með 22 stig en liðið þarf meira frá öðrum leikmönnum. Eftir frábæra frammistöðu í síðasta leik sást lítið til Chris Bosh í leiknum og Mario Chalmers hefur einfaldlega verið út á túni í þessari úrslitaseríu.Næsti leikur liðanna fer fram á fimmtudaginn og hefst klukkan 01.00 á íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Kawhi Leonard treður yfir fuglamanninn.Vísir/Getty
NBA Tengdar fréttir San Antonio vann fyrsta leikinn Spurs komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu gegn Miami Heat. 6. júní 2014 07:23 Wade sektaður fyrir leikaraskap Dwyane Wade fékk sekt fyrir leikaraskap í leik tvö í úrslitum NBA-deildarinnar á sunnudaginn. 10. júní 2014 09:30 Miami jafnaði metin LeBron James skoraði 35 stig og tók tíu fráköst þegar Miami Heat jafnaði metin í úrslitum NBA-deildarinnar með tveggja stiga sigri, 98-96, á San Antonio Spurs á útivelli. 9. júní 2014 10:35 Duncan jafnaði við Magic Tim Duncan náði merkum áfanga í nótt þegar hann jafnaði met Magic Johnson yfir flestar tvöfaldar tvennur (þ.e. þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í tveimur tölfræðiþáttum) í úrslitakeppni NBA deildarinnar. 9. júní 2014 12:13 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
San Antonio vann fyrsta leikinn Spurs komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu gegn Miami Heat. 6. júní 2014 07:23
Wade sektaður fyrir leikaraskap Dwyane Wade fékk sekt fyrir leikaraskap í leik tvö í úrslitum NBA-deildarinnar á sunnudaginn. 10. júní 2014 09:30
Miami jafnaði metin LeBron James skoraði 35 stig og tók tíu fráköst þegar Miami Heat jafnaði metin í úrslitum NBA-deildarinnar með tveggja stiga sigri, 98-96, á San Antonio Spurs á útivelli. 9. júní 2014 10:35
Duncan jafnaði við Magic Tim Duncan náði merkum áfanga í nótt þegar hann jafnaði met Magic Johnson yfir flestar tvöfaldar tvennur (þ.e. þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í tveimur tölfræðiþáttum) í úrslitakeppni NBA deildarinnar. 9. júní 2014 12:13