Í málinu eru þrír fyrrverandi stjórnendur Landsbankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun vegna lánveitinga til félagsins Imon ehf. til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum í miðju bankahruni eða þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna.
Málið er höfðað af embætti sérstaks saksóknara þar sem þau Sigurjón, Elín, og Steinþór voru ákærð í tengslum við sölu bankans á bréfum í sjálfum sér með 5 milljarða króna láni til félagsins Imon ehf. sem var í eigu Magnúsar Ármann.
Sakarkostnaður Sigurjóns og Elínar mun greiðast úr ríkissjóði en helmingur sakarkostnaðar Steinþórs verður einnig greiddur af ríkissjóði. Samtals greiðir ríkið því tæplega 30 milljónir í sakarkostnað í málinu
Steinþór er ákærður fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, en ákæruvaldið telur að aðeins hafi verið um sýndarviðskipti að ræða.

„Við höfum haldið því fram frá upphafi að hann sé saklaus og því kemur þetta ekki á óvart,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi.