Viðskipti innlent

Undirrituðu fjárfestingarsamning um kísilver Thorsil

Haraldur Guðmundsson skrifar
Skrifað var undir samninginn í atvinnuvegaráðuneytinu í morgun.
Skrifað var undir samninginn í atvinnuvegaráðuneytinu í morgun. Mynd/Atvinnuvegaráðuneytið

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í dag fjárfestingarsamning við Thorsil ehf. vegna fyrirhugaðrar kísilverksmiðju félagsins í Helguvík á Reykjanesi.

Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis og Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).

Áætlað er að framkvæmdir við verksmiðju Thorsil hefjist á þessu ári og miðað er við að verksmiðjan verði komin í fullan rekstur í byrjun árs 2017. Áætluð ársframleiðslugeta verður 54.000 tonn af kísilmálmi og orkuþörfin er um 87 megavött. Áformað er að framleiðslan verði seld á erlendum mörkuðum sem og þær aukaafurðir sem myndast við framleiðsluna.

Heildarfjárfesting verkefnisins er um 252 milljónir USD, eða um 38 milljarðar króna. Félagið er í eigu tveggja íslenskra félaga, Northsil ehf (69%) og Strokkur Energy ehf. (31%).

Gert er ráð fyrir að yfir 100 manns starfi við uppbyggingu á verksmiðjunni og að 150 starfsmenn verði ráðnir til starfa við framleiðsluna þegar rekstur er hafinn.

Verkefnið á sér langan aðdraganda og má nefna að í lok árs 2010 var gerður fjárfestingarsamningur við sama félag vegna sams konar verkefnis í Þorlákshöfn, en sá samningur kom aldrei til framkvæmda.

Fyrr í vikunni undirrituðu Thorsil ehf. og Hunter Douglas Metals í Bandaríkjunum samning um sölu og dreifingu á 24.000 tonnum af kísilmálmi á ári í átta ár. Thorsil mun hefja afhendingu á málminum árið 2017. Verðmæti viðskiptanna, sem samningurinn nær til, er um 67 milljarðar króna. Thorsil er með í undirbúningi langtímasamninga við fleiri erlenda stórnotendur á kísilmálmi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
4,07
9
303.378
SYN
2,64
5
27.100
SKEL
2,23
11
194.125
TM
2,09
5
37.017
VIS
2,08
9
112.993

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-0,72
3
4.135
ORIGO
-0,56
2
2.001
KVIKA
0
5
43.093
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.