Deilt um réttarfarssekt lögmanna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. maí 2014 12:32 Lögmennirnir Gestur Jónsson og Ragnar Hall. Vísir/Pjetur Málflutningur fór fram í Hæstarétti í morgun máli ákæruvaldsins gegn lögmönnunum Gesti Jónssyni og Ragnari Hall sem dæmdir voru til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá Al-Thani málinu í apríl í fyrra af tilefnislausu. Þeir voru fengu eina milljón króna í réttarfarssekt frá Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að misbjóða virðingu dómsins en báðir áfrýjuðu þeir refsingum sínum til Hæstaréttar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um þetta sagði: „Ákvörðun þeirra um að segja sig frá vörn ákærðu olli óþörfum drætti á málinu og gekk þannig gegn hagsmunum ákærðu. Þá var sú háttsemi verjendanna að mæta ekki á dómþing við aðalmeðferð máls, þegar dómari hafði synjað þeim um að vera leystir undan verjendastörfum, til þess fallin að misbjóða virðingu dómsins.“Mbl.is hefur eftir Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að það sé með öllu óásættanlegt og andstætt lögum um meðferð sakamála ef verjendur gætu komist upp með það að gefa dómstólum langt nef og mæta ekki í fyrirfram ákveðið þinghald telji þeir það eiga að vera á öðrum tíma en ákveðið hafi verið af dómara. Það væri óásættanleg og afleit niðurstaða. Í samtali við Vísi í desember sagði Gestur Jónsson að honum þætti þessi orð óskiljanleg. „Ég held að það standist enga skoðun að það sé hægt að gera mönnum refsingu eins og þetta klárlega er án þess að viðkomandi einstaklingur sem fyrir refsingunni verður komi fyrir þann sem dæmir í málinu og geri honum grein fyrir sínum sjónarmiðum,“ sagði Gestur. Ragnar Hall sagðist á sínum tíma vera mjög óhress með réttarfarssektina. Í skriflegu svari til fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis gagnrýnir Ragnar niðurstöðuna. „Í röksemdum dómsins kemur fram að tími fyrir aðalmeðferð hafi verið ákveðinn löngu áður og að við höfum samþykkt það. Þetta síðastnefnda er rangt. Ég hafði strax samband við dómarann og lét vita að ég teldi að ótímabært væri að ákveða tíma fyrir aðalmeðferðina löngu áður en gagnaöflun væri lokið í málinu. Við vorum aldrei í verjendahlutverkum í þessu máli eftir að þeir dómarar tóku við meðferð þess sem kváðu upp þennan dóm. Sá dómari sem hafði málið til meðferðar þegar við eigum að hafa sýnt dóminum vanvirðingu taldi ekki ástæðu til beitingar réttarfarssektar og kvað þess vegna ekki upp úrskurð þar að lútandi. Okkur var aldrei gert viðvart um að til álita gæti komið að beita okkur réttarfarssekt. Við vorum heldur ekki boðaðir til að hlýða á uppsögu dómsins,“ sagði Ragnar. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Málflutningur fór fram í Hæstarétti í morgun máli ákæruvaldsins gegn lögmönnunum Gesti Jónssyni og Ragnari Hall sem dæmdir voru til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá Al-Thani málinu í apríl í fyrra af tilefnislausu. Þeir voru fengu eina milljón króna í réttarfarssekt frá Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að misbjóða virðingu dómsins en báðir áfrýjuðu þeir refsingum sínum til Hæstaréttar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um þetta sagði: „Ákvörðun þeirra um að segja sig frá vörn ákærðu olli óþörfum drætti á málinu og gekk þannig gegn hagsmunum ákærðu. Þá var sú háttsemi verjendanna að mæta ekki á dómþing við aðalmeðferð máls, þegar dómari hafði synjað þeim um að vera leystir undan verjendastörfum, til þess fallin að misbjóða virðingu dómsins.“Mbl.is hefur eftir Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að það sé með öllu óásættanlegt og andstætt lögum um meðferð sakamála ef verjendur gætu komist upp með það að gefa dómstólum langt nef og mæta ekki í fyrirfram ákveðið þinghald telji þeir það eiga að vera á öðrum tíma en ákveðið hafi verið af dómara. Það væri óásættanleg og afleit niðurstaða. Í samtali við Vísi í desember sagði Gestur Jónsson að honum þætti þessi orð óskiljanleg. „Ég held að það standist enga skoðun að það sé hægt að gera mönnum refsingu eins og þetta klárlega er án þess að viðkomandi einstaklingur sem fyrir refsingunni verður komi fyrir þann sem dæmir í málinu og geri honum grein fyrir sínum sjónarmiðum,“ sagði Gestur. Ragnar Hall sagðist á sínum tíma vera mjög óhress með réttarfarssektina. Í skriflegu svari til fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis gagnrýnir Ragnar niðurstöðuna. „Í röksemdum dómsins kemur fram að tími fyrir aðalmeðferð hafi verið ákveðinn löngu áður og að við höfum samþykkt það. Þetta síðastnefnda er rangt. Ég hafði strax samband við dómarann og lét vita að ég teldi að ótímabært væri að ákveða tíma fyrir aðalmeðferðina löngu áður en gagnaöflun væri lokið í málinu. Við vorum aldrei í verjendahlutverkum í þessu máli eftir að þeir dómarar tóku við meðferð þess sem kváðu upp þennan dóm. Sá dómari sem hafði málið til meðferðar þegar við eigum að hafa sýnt dóminum vanvirðingu taldi ekki ástæðu til beitingar réttarfarssektar og kvað þess vegna ekki upp úrskurð þar að lútandi. Okkur var aldrei gert viðvart um að til álita gæti komið að beita okkur réttarfarssekt. Við vorum heldur ekki boðaðir til að hlýða á uppsögu dómsins,“ sagði Ragnar.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira