Lífið

„Gutti er kominn heim“

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/fésbókarsíða Páls.
Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur leitað að ketti sínum Gutta í eina viku og loks komst hann í leitirnar í dag.

Gutti hvarf frá heimili sínu að Sörlaskjóli en Páll Óskar birtir mynd af þeim tveim saman á ný á Fésbókarsíðu sinni í dag.

„Besta selfie í heimi. Gutti er kominn heim. Hann fannst í skúr við Nesveg, ská á móti fiskbúðinni Vör. Gutti er alveg búinn á því, en tók hraustlega til matar síns, fór í sturtu (ekki djók, hann elskar það) og rotaðist svo í sófanum,“ skrifar Páll.

Hann vill koma þökkum til allra þeirra sem komu að leitinni og risaþakkir til Margrétar Rán Rúnarsdóttur, sem fann Gutta í skúrnum.

„Ég vona að öll týnd gæludýr komi í leitirnar sem fyrst, því ekkert dýr á skilið að vera á flækingi eða heimilislaust. Kattholt er yfirfullt af kisum sem eru enn að leita að góðu heimili. Pælið í því. Þetta er góð byrjun á góðu sumri. Gleðilegt sumar, Palli og Gutti.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.