NBA: Hawks og Mavericks í úrslitakeppnina Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. apríl 2014 11:00 Blake Griffin og DeMarcus Cousins Vísir/AP Images Atlanta Hawks tryggði sæti sitt í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA deildinni í gærkvöldi með sigri á Miami Heat. Atlanta tekur því þátt í úrslitakeppninni sjöunda árið í röð og ljóst er að leikmenn New York Knicks geta farið að skipuleggja sumarfrí. Fáir áttu von að því að leikmenn Atlanta næðu að stríða ríkjandi meistarum í Miami Heat sem eru í harðri keppni við Indiana Pacers upp á heimavallarétt í úrslitakeppninni. Góð vörn heimamanna í Atlanta hélt hinsvegar sóknarleik Miami í skefjum og fengu Miami aðeins átta stig af varamannabekknum í leiknum. Fyrir vikið er Indiana Pacers komið aftur í bílstjórasætið í baráttunni um heimavallarétt í úrslitakeppninni en Indiana þarf að vinna síðustu tvo leiki sína til þess að tryggja heimavallarétt út úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Einnig er ljóst að New York Knicks á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir tímabilið. Þetta verður í fyrsta sinn sem Carmelo Anthony tekur ekki þátt í úrslitakeppninni frá því að hann byrjaði að spila í deildinni. Með sigri í gærkvöld náðu leikmenn Los Angeles Clippers að jafna félagsmet yfir flesta sigra á einu tímabili þegar félagið á tvo leiki eftir. Metið var sett á síðasta ári með sigri á Sacramento Kings í lokaleik tímabilsins og jöfnuðu leikmenn Clippers þann árangur gegn Sacramento í gær. Blake Griffin fór fyrir liði Clippers með 27 stig en Chris Paul átti einnig stórfínan leik með 17 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar.James Harden var atkvæðamestur í liði Houston Rockets í tæpum sigri á New Orleans Pelicans í Houston. Gestirnir úr New Orleans voru átta stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum en leikmenn Houston sneru taflinu við og enduðu leikinn á 15-0 kafla sem tryggði sigurinn. Phoenix Suns virðist ætla að missa af sæti í úrslitakeppninni eftir naumt tap gegn Dallas Mavericks í nótt. Með sigrinum tryggði Dallas sæti sitt í úrslitakeppninni en ljóst er að Phoenix þarf að treysta á að Memphis Grizzlies tapi tveimur af þremur lokaleikjum sínum til þess að Phoenix eigi möguleika á sæti í úrslitakeppninni.Úrslit: Los Angeles Clippers 117-101 Sacramento Kings Charlotte Bobcats 111-105 Philadelphia 76ers Washington Wizards 104-91 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 98-85 Miami Heat Cleveland Cavaliers 99-111 Boston Celtics Houston Rockets 111-104 New Orleans Pelicans Dallas Mavericks 101-98 Phoenix Suns Denver Nuggets 101-94 Utah Jazz NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Atlanta Hawks tryggði sæti sitt í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA deildinni í gærkvöldi með sigri á Miami Heat. Atlanta tekur því þátt í úrslitakeppninni sjöunda árið í röð og ljóst er að leikmenn New York Knicks geta farið að skipuleggja sumarfrí. Fáir áttu von að því að leikmenn Atlanta næðu að stríða ríkjandi meistarum í Miami Heat sem eru í harðri keppni við Indiana Pacers upp á heimavallarétt í úrslitakeppninni. Góð vörn heimamanna í Atlanta hélt hinsvegar sóknarleik Miami í skefjum og fengu Miami aðeins átta stig af varamannabekknum í leiknum. Fyrir vikið er Indiana Pacers komið aftur í bílstjórasætið í baráttunni um heimavallarétt í úrslitakeppninni en Indiana þarf að vinna síðustu tvo leiki sína til þess að tryggja heimavallarétt út úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Einnig er ljóst að New York Knicks á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir tímabilið. Þetta verður í fyrsta sinn sem Carmelo Anthony tekur ekki þátt í úrslitakeppninni frá því að hann byrjaði að spila í deildinni. Með sigri í gærkvöld náðu leikmenn Los Angeles Clippers að jafna félagsmet yfir flesta sigra á einu tímabili þegar félagið á tvo leiki eftir. Metið var sett á síðasta ári með sigri á Sacramento Kings í lokaleik tímabilsins og jöfnuðu leikmenn Clippers þann árangur gegn Sacramento í gær. Blake Griffin fór fyrir liði Clippers með 27 stig en Chris Paul átti einnig stórfínan leik með 17 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar.James Harden var atkvæðamestur í liði Houston Rockets í tæpum sigri á New Orleans Pelicans í Houston. Gestirnir úr New Orleans voru átta stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum en leikmenn Houston sneru taflinu við og enduðu leikinn á 15-0 kafla sem tryggði sigurinn. Phoenix Suns virðist ætla að missa af sæti í úrslitakeppninni eftir naumt tap gegn Dallas Mavericks í nótt. Með sigrinum tryggði Dallas sæti sitt í úrslitakeppninni en ljóst er að Phoenix þarf að treysta á að Memphis Grizzlies tapi tveimur af þremur lokaleikjum sínum til þess að Phoenix eigi möguleika á sæti í úrslitakeppninni.Úrslit: Los Angeles Clippers 117-101 Sacramento Kings Charlotte Bobcats 111-105 Philadelphia 76ers Washington Wizards 104-91 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 98-85 Miami Heat Cleveland Cavaliers 99-111 Boston Celtics Houston Rockets 111-104 New Orleans Pelicans Dallas Mavericks 101-98 Phoenix Suns Denver Nuggets 101-94 Utah Jazz
NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira