Segir arðgreiðslur bankanna eðlilegar Haraldur Guðmundsson skrifar 14. apríl 2014 08:45 Landsbankinn, Arion Banki og Íslandsbanki, hafa samtals greitt 31,8 milljarða króna í arð til hluthafa á þessu ári. Vísir/Vilhelm „Þetta hefur verið gert af skynsemi,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um arðgreiðslur viðskiptabankanna þriggja sem nema þriðjungi af samanlögðum hagnaði þeirra árið 2013. „Það eru engin hættumerki núna enda eru bankarnir með mjög sterka eiginfjárstöðu og eins og sakir standa hafa þeir ekki stofnað þeirri stöðu í neina hættu með þessum arðgreiðslum,“ segir Unnur.Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir í nýju riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika að enn sé tilefni til að stilla arðgreiðslum bankanna í hóf. Staða bankanna sé ekki eins góð og virðist við fyrstu sýn. Ein ástæðan sé sú að erlend lausafjárstaða þeirra muni að óbreyttu versna verulega komi ekki til skilmálabreytinga á skuld nýja Landsbankans við þann gamla eða eðlilegur aðgangur nýja bankans að erlendu lánsfé hafi opnast áður. Hluti góðrar afkomu bankanna byggist á virðishækkun útlána og fleiri óreglulegum þáttum og hærri bankaskattar muni rýra afkomu bankanna. „Við höfum tekið undir að það þarf að fara varlega í þessar arðgreiðslur en það er einnig heilbrigðismerki að geta greitt út arð til eigenda sinna,“ segir Unnur. Stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Arion Banki og Íslandsbanki, hafa samtals greitt 31,8 milljarða króna í arð til hluthafa á þessu ári. Stór hluti þeirrar upphæðar rennur í ríkissjóð en ríkið á meðal annars 97,7 prósenta eignarhlut í Landsbankanum.Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), telur bankana hafa stigið varlega til jarðar þegar kemur að arðgreiðslum. „Sjónarmið seðlabankastjóra eru fullrar athygli verð. Eins og hann nefnir eru tímabundnir þættir eins og endurmat eigna sem hafa haft jákvæð áhrif á afkomu bankanna en þau áhrif eru ekki viðvarandi,“ segir Guðjón og bendir á að fyrir Alþingi liggi frumvarp þar sem eiginfjárkröfur til fjármálafyrirtækja eru hertar. „Ég held að þessar arðgreiðslur séu klárlega mjög hófstilltar enda mikið eigið fé bundið í þessum fyrirtækjum og verulegur meirihluti af þessari tölu fer í vasa ríkisins,“ segir Guðjón. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Þetta hefur verið gert af skynsemi,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um arðgreiðslur viðskiptabankanna þriggja sem nema þriðjungi af samanlögðum hagnaði þeirra árið 2013. „Það eru engin hættumerki núna enda eru bankarnir með mjög sterka eiginfjárstöðu og eins og sakir standa hafa þeir ekki stofnað þeirri stöðu í neina hættu með þessum arðgreiðslum,“ segir Unnur.Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir í nýju riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika að enn sé tilefni til að stilla arðgreiðslum bankanna í hóf. Staða bankanna sé ekki eins góð og virðist við fyrstu sýn. Ein ástæðan sé sú að erlend lausafjárstaða þeirra muni að óbreyttu versna verulega komi ekki til skilmálabreytinga á skuld nýja Landsbankans við þann gamla eða eðlilegur aðgangur nýja bankans að erlendu lánsfé hafi opnast áður. Hluti góðrar afkomu bankanna byggist á virðishækkun útlána og fleiri óreglulegum þáttum og hærri bankaskattar muni rýra afkomu bankanna. „Við höfum tekið undir að það þarf að fara varlega í þessar arðgreiðslur en það er einnig heilbrigðismerki að geta greitt út arð til eigenda sinna,“ segir Unnur. Stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Arion Banki og Íslandsbanki, hafa samtals greitt 31,8 milljarða króna í arð til hluthafa á þessu ári. Stór hluti þeirrar upphæðar rennur í ríkissjóð en ríkið á meðal annars 97,7 prósenta eignarhlut í Landsbankanum.Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), telur bankana hafa stigið varlega til jarðar þegar kemur að arðgreiðslum. „Sjónarmið seðlabankastjóra eru fullrar athygli verð. Eins og hann nefnir eru tímabundnir þættir eins og endurmat eigna sem hafa haft jákvæð áhrif á afkomu bankanna en þau áhrif eru ekki viðvarandi,“ segir Guðjón og bendir á að fyrir Alþingi liggi frumvarp þar sem eiginfjárkröfur til fjármálafyrirtækja eru hertar. „Ég held að þessar arðgreiðslur séu klárlega mjög hófstilltar enda mikið eigið fé bundið í þessum fyrirtækjum og verulegur meirihluti af þessari tölu fer í vasa ríkisins,“ segir Guðjón.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira