Í spilaranum hér að ofan má sjá tíu flottustu tilþrif vikunnar í NBA-deildinni í körfubolta en deildarkeppnin líður nú senn undir lok.
Í þessari viku kemur LeBron James tvisvar sinnum fyrir, við sjáum fallega sókn Golden State Warriors og þá setur PaulPierce niður fallegt skot.
Liðin eiga 1-2 leiki eftir og er mesta spennan um toppsætið í austurdeildinni sem ræðst á lokasprettinum en þar berjast Indiana og Miami.

