Ótrúlegur apríl hjá ljónum Guðmundar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2014 11:30 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Vísir/Getty „Svona er þetta bara þegar maður er með á öllum vígstöðum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, um það mikla leikjaálag sem er fram undan í mánuðinum. Í raun gæti stór hluti tímabilsins hjá Löwen ráðist á einni og sömu vikunni. Helgina 12.-13. apríl ráðast úrslitin í þýsku bikarkeppninni en næsta miðvikudag á eftir mætir Löwen liði Kiel í toppslag þýsku deildarinnar. Kiel hefur tveggja stiga forystu á Löwen en lærisveinar Guðmundar komast á toppinn með sigri þar sem liðið er með aðeins betra markahlutfall. Löwen drógst svo gegn Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og fer fyrri leikurinn fram í Mannheim líklega helgina 19.-20. apríl. „Við viljum auðvitað vinna bikarinn og munum vonandi spila úrslitaleikinn á sunnudeginum,“ sagði Guðmundur við Vísi í gær. „En það þýðir að við förum aftur frá Hamburg á mánudeginum og höfum þá aðeins einn dag til að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Kiel,“ segir Guðmundur en Löwen sló út Kiel í 16-liða úrslitum bikarsins fyrr í vetur. Það þýðir að Alfreð Gíslason fær talsvert meiri tíma til að undirbúa lið sitt fyrir leikinn gegn Löwen. „Barcelona hefur líka mikið forskot á okkur hvað sinn undirbúning varðar enda varla hægt að kalla þetta alvöru deild á Spáni,“ bætti Guðmundur við. Hann segir erfitt að forgangsraða keppnunum. „Við höfum alltaf reynt bara að taka næsta leik og í raun er ekkert annað hægt að gera. Næst eru það bikarúrslitin í Hamburg og við stefnum að því að verða bikarmeistarar.“ „Svo tekur næsti leikur við eftir það. Þannig er það einfaldlega þegar maður er með á öllum vígstöðum. En það er líka skemmtilegt.“Stærstu leikirnir í apríl: 12. apríl: Löwen - Flensburg (undanúrslit bikar) 13. apríl: Úrslitaleikur bikarkeppninnar 16. apríl: Löwen - Kiel (þýska úrvalsdeildin) 19./20. apríl: Löwen - Barcelona (Meistaradeild Evrópu) 26./27. apríl: Barcelona - Löwen (Meistaradeild Evrópu) Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur vildi verja heiður sinn og Ljónanna Guðmundur Guðmundsson stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu Rhein-Neckar Löwen gegn Kielce í Meistaradeild Evrópu á mánudagskvöld. 2. apríl 2014 06:00 Tók bekkjarsetunni af æðruleysi Stefán Rafn Sigurmannsson hefur komið frábærlega inn í lið Rhein-Neckar Löwen þegar Uwe Gensheimer hefur verið frá vegna meiðsla. 2. apríl 2014 08:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira
„Svona er þetta bara þegar maður er með á öllum vígstöðum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, um það mikla leikjaálag sem er fram undan í mánuðinum. Í raun gæti stór hluti tímabilsins hjá Löwen ráðist á einni og sömu vikunni. Helgina 12.-13. apríl ráðast úrslitin í þýsku bikarkeppninni en næsta miðvikudag á eftir mætir Löwen liði Kiel í toppslag þýsku deildarinnar. Kiel hefur tveggja stiga forystu á Löwen en lærisveinar Guðmundar komast á toppinn með sigri þar sem liðið er með aðeins betra markahlutfall. Löwen drógst svo gegn Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og fer fyrri leikurinn fram í Mannheim líklega helgina 19.-20. apríl. „Við viljum auðvitað vinna bikarinn og munum vonandi spila úrslitaleikinn á sunnudeginum,“ sagði Guðmundur við Vísi í gær. „En það þýðir að við förum aftur frá Hamburg á mánudeginum og höfum þá aðeins einn dag til að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Kiel,“ segir Guðmundur en Löwen sló út Kiel í 16-liða úrslitum bikarsins fyrr í vetur. Það þýðir að Alfreð Gíslason fær talsvert meiri tíma til að undirbúa lið sitt fyrir leikinn gegn Löwen. „Barcelona hefur líka mikið forskot á okkur hvað sinn undirbúning varðar enda varla hægt að kalla þetta alvöru deild á Spáni,“ bætti Guðmundur við. Hann segir erfitt að forgangsraða keppnunum. „Við höfum alltaf reynt bara að taka næsta leik og í raun er ekkert annað hægt að gera. Næst eru það bikarúrslitin í Hamburg og við stefnum að því að verða bikarmeistarar.“ „Svo tekur næsti leikur við eftir það. Þannig er það einfaldlega þegar maður er með á öllum vígstöðum. En það er líka skemmtilegt.“Stærstu leikirnir í apríl: 12. apríl: Löwen - Flensburg (undanúrslit bikar) 13. apríl: Úrslitaleikur bikarkeppninnar 16. apríl: Löwen - Kiel (þýska úrvalsdeildin) 19./20. apríl: Löwen - Barcelona (Meistaradeild Evrópu) 26./27. apríl: Barcelona - Löwen (Meistaradeild Evrópu)
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur vildi verja heiður sinn og Ljónanna Guðmundur Guðmundsson stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu Rhein-Neckar Löwen gegn Kielce í Meistaradeild Evrópu á mánudagskvöld. 2. apríl 2014 06:00 Tók bekkjarsetunni af æðruleysi Stefán Rafn Sigurmannsson hefur komið frábærlega inn í lið Rhein-Neckar Löwen þegar Uwe Gensheimer hefur verið frá vegna meiðsla. 2. apríl 2014 08:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira
Guðmundur vildi verja heiður sinn og Ljónanna Guðmundur Guðmundsson stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu Rhein-Neckar Löwen gegn Kielce í Meistaradeild Evrópu á mánudagskvöld. 2. apríl 2014 06:00
Tók bekkjarsetunni af æðruleysi Stefán Rafn Sigurmannsson hefur komið frábærlega inn í lið Rhein-Neckar Löwen þegar Uwe Gensheimer hefur verið frá vegna meiðsla. 2. apríl 2014 08:00