Ótrúlegur apríl hjá ljónum Guðmundar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2014 11:30 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Vísir/Getty „Svona er þetta bara þegar maður er með á öllum vígstöðum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, um það mikla leikjaálag sem er fram undan í mánuðinum. Í raun gæti stór hluti tímabilsins hjá Löwen ráðist á einni og sömu vikunni. Helgina 12.-13. apríl ráðast úrslitin í þýsku bikarkeppninni en næsta miðvikudag á eftir mætir Löwen liði Kiel í toppslag þýsku deildarinnar. Kiel hefur tveggja stiga forystu á Löwen en lærisveinar Guðmundar komast á toppinn með sigri þar sem liðið er með aðeins betra markahlutfall. Löwen drógst svo gegn Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og fer fyrri leikurinn fram í Mannheim líklega helgina 19.-20. apríl. „Við viljum auðvitað vinna bikarinn og munum vonandi spila úrslitaleikinn á sunnudeginum,“ sagði Guðmundur við Vísi í gær. „En það þýðir að við förum aftur frá Hamburg á mánudeginum og höfum þá aðeins einn dag til að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Kiel,“ segir Guðmundur en Löwen sló út Kiel í 16-liða úrslitum bikarsins fyrr í vetur. Það þýðir að Alfreð Gíslason fær talsvert meiri tíma til að undirbúa lið sitt fyrir leikinn gegn Löwen. „Barcelona hefur líka mikið forskot á okkur hvað sinn undirbúning varðar enda varla hægt að kalla þetta alvöru deild á Spáni,“ bætti Guðmundur við. Hann segir erfitt að forgangsraða keppnunum. „Við höfum alltaf reynt bara að taka næsta leik og í raun er ekkert annað hægt að gera. Næst eru það bikarúrslitin í Hamburg og við stefnum að því að verða bikarmeistarar.“ „Svo tekur næsti leikur við eftir það. Þannig er það einfaldlega þegar maður er með á öllum vígstöðum. En það er líka skemmtilegt.“Stærstu leikirnir í apríl: 12. apríl: Löwen - Flensburg (undanúrslit bikar) 13. apríl: Úrslitaleikur bikarkeppninnar 16. apríl: Löwen - Kiel (þýska úrvalsdeildin) 19./20. apríl: Löwen - Barcelona (Meistaradeild Evrópu) 26./27. apríl: Barcelona - Löwen (Meistaradeild Evrópu) Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur vildi verja heiður sinn og Ljónanna Guðmundur Guðmundsson stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu Rhein-Neckar Löwen gegn Kielce í Meistaradeild Evrópu á mánudagskvöld. 2. apríl 2014 06:00 Tók bekkjarsetunni af æðruleysi Stefán Rafn Sigurmannsson hefur komið frábærlega inn í lið Rhein-Neckar Löwen þegar Uwe Gensheimer hefur verið frá vegna meiðsla. 2. apríl 2014 08:00 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
„Svona er þetta bara þegar maður er með á öllum vígstöðum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, um það mikla leikjaálag sem er fram undan í mánuðinum. Í raun gæti stór hluti tímabilsins hjá Löwen ráðist á einni og sömu vikunni. Helgina 12.-13. apríl ráðast úrslitin í þýsku bikarkeppninni en næsta miðvikudag á eftir mætir Löwen liði Kiel í toppslag þýsku deildarinnar. Kiel hefur tveggja stiga forystu á Löwen en lærisveinar Guðmundar komast á toppinn með sigri þar sem liðið er með aðeins betra markahlutfall. Löwen drógst svo gegn Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og fer fyrri leikurinn fram í Mannheim líklega helgina 19.-20. apríl. „Við viljum auðvitað vinna bikarinn og munum vonandi spila úrslitaleikinn á sunnudeginum,“ sagði Guðmundur við Vísi í gær. „En það þýðir að við förum aftur frá Hamburg á mánudeginum og höfum þá aðeins einn dag til að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Kiel,“ segir Guðmundur en Löwen sló út Kiel í 16-liða úrslitum bikarsins fyrr í vetur. Það þýðir að Alfreð Gíslason fær talsvert meiri tíma til að undirbúa lið sitt fyrir leikinn gegn Löwen. „Barcelona hefur líka mikið forskot á okkur hvað sinn undirbúning varðar enda varla hægt að kalla þetta alvöru deild á Spáni,“ bætti Guðmundur við. Hann segir erfitt að forgangsraða keppnunum. „Við höfum alltaf reynt bara að taka næsta leik og í raun er ekkert annað hægt að gera. Næst eru það bikarúrslitin í Hamburg og við stefnum að því að verða bikarmeistarar.“ „Svo tekur næsti leikur við eftir það. Þannig er það einfaldlega þegar maður er með á öllum vígstöðum. En það er líka skemmtilegt.“Stærstu leikirnir í apríl: 12. apríl: Löwen - Flensburg (undanúrslit bikar) 13. apríl: Úrslitaleikur bikarkeppninnar 16. apríl: Löwen - Kiel (þýska úrvalsdeildin) 19./20. apríl: Löwen - Barcelona (Meistaradeild Evrópu) 26./27. apríl: Barcelona - Löwen (Meistaradeild Evrópu)
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur vildi verja heiður sinn og Ljónanna Guðmundur Guðmundsson stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu Rhein-Neckar Löwen gegn Kielce í Meistaradeild Evrópu á mánudagskvöld. 2. apríl 2014 06:00 Tók bekkjarsetunni af æðruleysi Stefán Rafn Sigurmannsson hefur komið frábærlega inn í lið Rhein-Neckar Löwen þegar Uwe Gensheimer hefur verið frá vegna meiðsla. 2. apríl 2014 08:00 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Guðmundur vildi verja heiður sinn og Ljónanna Guðmundur Guðmundsson stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu Rhein-Neckar Löwen gegn Kielce í Meistaradeild Evrópu á mánudagskvöld. 2. apríl 2014 06:00
Tók bekkjarsetunni af æðruleysi Stefán Rafn Sigurmannsson hefur komið frábærlega inn í lið Rhein-Neckar Löwen þegar Uwe Gensheimer hefur verið frá vegna meiðsla. 2. apríl 2014 08:00