Ný útlán Íslandsbanka á árinu námu 100 milljörðum króna Stefán Árni Pálsson skrifar 2. apríl 2014 15:27 Aðalfundur Íslandsbanka var haldinn í dag. Aðalfundur Íslandsbanka var haldinn í dag og flutti Friðrik Sophusson, stjórnarformaður, skýrslu stjórnar og Birna Einarsdóttir, bankastjóri, fór yfir uppgjör bankans og helstu þætti í starfsemi hans á árinu 2013 en frá þessu er greint í tilkynningu frá bankanum. Friðrik fór yfir starfsemina á árinu 2013 og sagði frá því að Íslandsbanki hafi greitt samtals 12,4 milljarða króna í skatta og gjöld til hins opinbera að meðtöldum eftirlitsgjöldum. Þar af nemi bankaskatturinn 2,3 milljörðum króna. Friðrik sagði mikilvægt að ríkisstjórnin standi við orð sín því að þessi mikla skattlagning á tekjustofna eins og skuldir og laun dragi stórlega úr hagræði í bankakerfinu og dragi einnig úr áhrifum þeirra fjölmörgu aðgerða sem Íslandsbanki hefur gripið til á undanförnum árum til þess að lækka kostnað og hagræða í rekstri. Friðrik sagði einnig ljóst að þeir sem færu með eignarhaldi bankans í dag væru ekki framtíðareigendur bankans. Markmið þeirra væri að selja bankann strax og aðstæður leyfa. „Ég vil sérstaklega taka fram að núverandi eigendur bankans hafa aldrei reynt að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnar bankans í því skyni að draga taum eigenda á annarra kostnað. Slitastjórn Glitnis, sem á, í gegnum tvö dótturfélög, 95% hlut í bankanum, hefur lýst áhuga sínum á að skrá bankann á markað,“ sagði Friðrik í dag. Birna Einarsdóttir sagði árið 2013 einkennast af góðum árangri og samþættingu í rekstri. Allar viðskiptaeiningar hefðu sýnt góða afkomu sem hefði skilað sér í heildarafkomu bankans. Að auki væru allar viðskiptaeiningar með góða markaðshlutdeild og eru í fararbroddi hvað þjónustu og fagmennsku varðar. Á árinu 2013 voru augljóst merki um að hjól atvinnulífsins væru farin að snúast að nýju en ný útlán Íslandsbanka á árinu námu 100 milljörðum króna. Um 60 milljarðar eru ný útlán frá viðskiptabankasviði og 40 milljarðar frá fyrirtækjasviði. Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Aðalfundur Íslandsbanka var haldinn í dag og flutti Friðrik Sophusson, stjórnarformaður, skýrslu stjórnar og Birna Einarsdóttir, bankastjóri, fór yfir uppgjör bankans og helstu þætti í starfsemi hans á árinu 2013 en frá þessu er greint í tilkynningu frá bankanum. Friðrik fór yfir starfsemina á árinu 2013 og sagði frá því að Íslandsbanki hafi greitt samtals 12,4 milljarða króna í skatta og gjöld til hins opinbera að meðtöldum eftirlitsgjöldum. Þar af nemi bankaskatturinn 2,3 milljörðum króna. Friðrik sagði mikilvægt að ríkisstjórnin standi við orð sín því að þessi mikla skattlagning á tekjustofna eins og skuldir og laun dragi stórlega úr hagræði í bankakerfinu og dragi einnig úr áhrifum þeirra fjölmörgu aðgerða sem Íslandsbanki hefur gripið til á undanförnum árum til þess að lækka kostnað og hagræða í rekstri. Friðrik sagði einnig ljóst að þeir sem færu með eignarhaldi bankans í dag væru ekki framtíðareigendur bankans. Markmið þeirra væri að selja bankann strax og aðstæður leyfa. „Ég vil sérstaklega taka fram að núverandi eigendur bankans hafa aldrei reynt að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnar bankans í því skyni að draga taum eigenda á annarra kostnað. Slitastjórn Glitnis, sem á, í gegnum tvö dótturfélög, 95% hlut í bankanum, hefur lýst áhuga sínum á að skrá bankann á markað,“ sagði Friðrik í dag. Birna Einarsdóttir sagði árið 2013 einkennast af góðum árangri og samþættingu í rekstri. Allar viðskiptaeiningar hefðu sýnt góða afkomu sem hefði skilað sér í heildarafkomu bankans. Að auki væru allar viðskiptaeiningar með góða markaðshlutdeild og eru í fararbroddi hvað þjónustu og fagmennsku varðar. Á árinu 2013 voru augljóst merki um að hjól atvinnulífsins væru farin að snúast að nýju en ný útlán Íslandsbanka á árinu námu 100 milljörðum króna. Um 60 milljarðar eru ný útlán frá viðskiptabankasviði og 40 milljarðar frá fyrirtækjasviði.
Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira