Ný útlán Íslandsbanka á árinu námu 100 milljörðum króna Stefán Árni Pálsson skrifar 2. apríl 2014 15:27 Aðalfundur Íslandsbanka var haldinn í dag. Aðalfundur Íslandsbanka var haldinn í dag og flutti Friðrik Sophusson, stjórnarformaður, skýrslu stjórnar og Birna Einarsdóttir, bankastjóri, fór yfir uppgjör bankans og helstu þætti í starfsemi hans á árinu 2013 en frá þessu er greint í tilkynningu frá bankanum. Friðrik fór yfir starfsemina á árinu 2013 og sagði frá því að Íslandsbanki hafi greitt samtals 12,4 milljarða króna í skatta og gjöld til hins opinbera að meðtöldum eftirlitsgjöldum. Þar af nemi bankaskatturinn 2,3 milljörðum króna. Friðrik sagði mikilvægt að ríkisstjórnin standi við orð sín því að þessi mikla skattlagning á tekjustofna eins og skuldir og laun dragi stórlega úr hagræði í bankakerfinu og dragi einnig úr áhrifum þeirra fjölmörgu aðgerða sem Íslandsbanki hefur gripið til á undanförnum árum til þess að lækka kostnað og hagræða í rekstri. Friðrik sagði einnig ljóst að þeir sem færu með eignarhaldi bankans í dag væru ekki framtíðareigendur bankans. Markmið þeirra væri að selja bankann strax og aðstæður leyfa. „Ég vil sérstaklega taka fram að núverandi eigendur bankans hafa aldrei reynt að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnar bankans í því skyni að draga taum eigenda á annarra kostnað. Slitastjórn Glitnis, sem á, í gegnum tvö dótturfélög, 95% hlut í bankanum, hefur lýst áhuga sínum á að skrá bankann á markað,“ sagði Friðrik í dag. Birna Einarsdóttir sagði árið 2013 einkennast af góðum árangri og samþættingu í rekstri. Allar viðskiptaeiningar hefðu sýnt góða afkomu sem hefði skilað sér í heildarafkomu bankans. Að auki væru allar viðskiptaeiningar með góða markaðshlutdeild og eru í fararbroddi hvað þjónustu og fagmennsku varðar. Á árinu 2013 voru augljóst merki um að hjól atvinnulífsins væru farin að snúast að nýju en ný útlán Íslandsbanka á árinu námu 100 milljörðum króna. Um 60 milljarðar eru ný útlán frá viðskiptabankasviði og 40 milljarðar frá fyrirtækjasviði. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Aðalfundur Íslandsbanka var haldinn í dag og flutti Friðrik Sophusson, stjórnarformaður, skýrslu stjórnar og Birna Einarsdóttir, bankastjóri, fór yfir uppgjör bankans og helstu þætti í starfsemi hans á árinu 2013 en frá þessu er greint í tilkynningu frá bankanum. Friðrik fór yfir starfsemina á árinu 2013 og sagði frá því að Íslandsbanki hafi greitt samtals 12,4 milljarða króna í skatta og gjöld til hins opinbera að meðtöldum eftirlitsgjöldum. Þar af nemi bankaskatturinn 2,3 milljörðum króna. Friðrik sagði mikilvægt að ríkisstjórnin standi við orð sín því að þessi mikla skattlagning á tekjustofna eins og skuldir og laun dragi stórlega úr hagræði í bankakerfinu og dragi einnig úr áhrifum þeirra fjölmörgu aðgerða sem Íslandsbanki hefur gripið til á undanförnum árum til þess að lækka kostnað og hagræða í rekstri. Friðrik sagði einnig ljóst að þeir sem færu með eignarhaldi bankans í dag væru ekki framtíðareigendur bankans. Markmið þeirra væri að selja bankann strax og aðstæður leyfa. „Ég vil sérstaklega taka fram að núverandi eigendur bankans hafa aldrei reynt að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnar bankans í því skyni að draga taum eigenda á annarra kostnað. Slitastjórn Glitnis, sem á, í gegnum tvö dótturfélög, 95% hlut í bankanum, hefur lýst áhuga sínum á að skrá bankann á markað,“ sagði Friðrik í dag. Birna Einarsdóttir sagði árið 2013 einkennast af góðum árangri og samþættingu í rekstri. Allar viðskiptaeiningar hefðu sýnt góða afkomu sem hefði skilað sér í heildarafkomu bankans. Að auki væru allar viðskiptaeiningar með góða markaðshlutdeild og eru í fararbroddi hvað þjónustu og fagmennsku varðar. Á árinu 2013 voru augljóst merki um að hjól atvinnulífsins væru farin að snúast að nýju en ný útlán Íslandsbanka á árinu námu 100 milljörðum króna. Um 60 milljarðar eru ný útlán frá viðskiptabankasviði og 40 milljarðar frá fyrirtækjasviði.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira