„Dómurinn er mikil vonbrigði“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. apríl 2014 21:57 Dómur féll í máli Stapa lífeyrissjóðs og Glitnis í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Dómsmálið var höfðað vegna átján samninga sem ekki höfðu verið gerðir upp, og gerði Glitnir þá kröfu að allir þeir yrðu greiddir. Glitnir byggir á því að samningar hafi verið gerðir af skrifstofustjóra Stapa og voru lagðar fram hljóðupptökur því til staðfestingar. Stapi var því dæmdur til að greiða Glitni rúmlega 3,6 milljarða að frádregnum 750 milljón króna innborgunum auk dráttarvaxta. „Dómurinn er mikil vonbrigði og kemur okkur nokkuð á óvart, bæði dómsorðið og röksemdafærsla dómarans“ segir Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs, í tilkynningu á vefsíðu Stapa. Kári segir áhyggjuefni hversu ólíkir dómar falli í afleiðusamningsmálum sem þessum og segir hann niðurstöðuna á þveröfugan veg miðað við þennan dóm. „Það sorglega við dómsniðurstöðuna er að dómarinn virðist ekki skilja eðli þessara viðskipta og ruglar m.a. saman stundarviðskiptum með gjaldmiðla og framvirkum gjaldmiðlaviðskiptum, sem er sitt hvað, svo dæmi sé tekið. Hann byggir dóminn nær alfarið á markaðsskilmálum Glitnis og er engu líkara en að það hafi verið nær einu gögnin sem dómarinn kynnti sér, þótt hann virðist ekki fyllilega skilja sum ákvæði skilmálanna.“ Hann segir dómarann tiltaka ný rök fyrir Glitni sem ekki séu hluti af þeirra málsástæðum. Þá segir hann áhættu fólgna í því að fara með mál af þessu tagi fyrir dómstóla þar sem þau séu flókin og reyni á sérþekkingu. „Dómarinn í þessu máli virðist þannig alls ekki skilja hvers eðlis viðskipti af þessu tagi eru. Það eru líka vonbrigði að hann skautar mjög létt fram hjá öllum okkar málsástæðum eða fjallar alls ekki um þær.“ Þá segir hann að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Ekki er ástæða til að örvænta, ekki síst vegna þess hve dómurinn er illa rökstuddur og byggir að minnsta kosti að hluta á misskilningi. Þetta er í það minnsta mat okkar lögmanna.“ Hann segir að þó Hæstiréttur myndi staðfesta þennan dóm þá sé ekki víst að það hafi nein teljandi áhrif á afkomu Stapa. „Stapi lífeyrissjóður á um 6 milljarða kröfur á Glitni, sem hafa verið færðar niður. Þær munu væntanlega nýtast til skuldajöfnunar á móti þessum kröfum. Um það er þó ekki hægt að fullyrða fyrr en hæstaréttardómur er genginn og á skuldajöfnun verður látið reyna. Við munum hins vegar sækja það fast að fá málinu snúið við í Hæstarétti,“ segir Kári Arnór að lokum. Tengdar fréttir Stapi greiði Glitni 3,6 milljarða Stapi lífeyrissjóður hefur verið dæmdur til að greiða Glitni hf.rúmlega 3,6 milljarða króna vegna ógreiddra afleiðusamninga. 4. apríl 2014 17:21 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Dómur féll í máli Stapa lífeyrissjóðs og Glitnis í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Dómsmálið var höfðað vegna átján samninga sem ekki höfðu verið gerðir upp, og gerði Glitnir þá kröfu að allir þeir yrðu greiddir. Glitnir byggir á því að samningar hafi verið gerðir af skrifstofustjóra Stapa og voru lagðar fram hljóðupptökur því til staðfestingar. Stapi var því dæmdur til að greiða Glitni rúmlega 3,6 milljarða að frádregnum 750 milljón króna innborgunum auk dráttarvaxta. „Dómurinn er mikil vonbrigði og kemur okkur nokkuð á óvart, bæði dómsorðið og röksemdafærsla dómarans“ segir Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs, í tilkynningu á vefsíðu Stapa. Kári segir áhyggjuefni hversu ólíkir dómar falli í afleiðusamningsmálum sem þessum og segir hann niðurstöðuna á þveröfugan veg miðað við þennan dóm. „Það sorglega við dómsniðurstöðuna er að dómarinn virðist ekki skilja eðli þessara viðskipta og ruglar m.a. saman stundarviðskiptum með gjaldmiðla og framvirkum gjaldmiðlaviðskiptum, sem er sitt hvað, svo dæmi sé tekið. Hann byggir dóminn nær alfarið á markaðsskilmálum Glitnis og er engu líkara en að það hafi verið nær einu gögnin sem dómarinn kynnti sér, þótt hann virðist ekki fyllilega skilja sum ákvæði skilmálanna.“ Hann segir dómarann tiltaka ný rök fyrir Glitni sem ekki séu hluti af þeirra málsástæðum. Þá segir hann áhættu fólgna í því að fara með mál af þessu tagi fyrir dómstóla þar sem þau séu flókin og reyni á sérþekkingu. „Dómarinn í þessu máli virðist þannig alls ekki skilja hvers eðlis viðskipti af þessu tagi eru. Það eru líka vonbrigði að hann skautar mjög létt fram hjá öllum okkar málsástæðum eða fjallar alls ekki um þær.“ Þá segir hann að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Ekki er ástæða til að örvænta, ekki síst vegna þess hve dómurinn er illa rökstuddur og byggir að minnsta kosti að hluta á misskilningi. Þetta er í það minnsta mat okkar lögmanna.“ Hann segir að þó Hæstiréttur myndi staðfesta þennan dóm þá sé ekki víst að það hafi nein teljandi áhrif á afkomu Stapa. „Stapi lífeyrissjóður á um 6 milljarða kröfur á Glitni, sem hafa verið færðar niður. Þær munu væntanlega nýtast til skuldajöfnunar á móti þessum kröfum. Um það er þó ekki hægt að fullyrða fyrr en hæstaréttardómur er genginn og á skuldajöfnun verður látið reyna. Við munum hins vegar sækja það fast að fá málinu snúið við í Hæstarétti,“ segir Kári Arnór að lokum.
Tengdar fréttir Stapi greiði Glitni 3,6 milljarða Stapi lífeyrissjóður hefur verið dæmdur til að greiða Glitni hf.rúmlega 3,6 milljarða króna vegna ógreiddra afleiðusamninga. 4. apríl 2014 17:21 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Stapi greiði Glitni 3,6 milljarða Stapi lífeyrissjóður hefur verið dæmdur til að greiða Glitni hf.rúmlega 3,6 milljarða króna vegna ógreiddra afleiðusamninga. 4. apríl 2014 17:21