Villiköttunum tókst ekki að skáka hinum fimm fræknu Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2014 08:43 Connecticut Huskies fagna sigrinum í nótt. Vísir/Getty Einn stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna hvert ár fór fram í nótt þegar Connecticut-háskólinn og Kentucky-háskólinn áttust við í úrslitaleiknum um NCAA-meistaratitil karla í körfubolta. Leikurinn fór fram á hinum magnaða AT&T-velli í Arlington í Texas sem er heimavöllur NFL-liðsins Dallas Cowboys. Rétt tæplega 80.000 áhorfendur fylgdust með leiknum sem er met í háskólakörfunni en til gamans má geta að risaskjárinn á vellinum er á stærð við tvo körfuboltavelli og rúmlega það. Bæði lið voru komin nokkuð óvænt í úrslitaleikinn en varla nokkur maður þorði að spá þeim svo langt. Connecticut vann leikinn, 60-54, og varð um leið fyrsti skólinn í sögunni til að vinna mótið eftir að vera styrkleikaraðað númer sjö í sínum landshluta. Lokamótið í háskólakörfunni ber heitið Mars-geðveikin (e. March Madness) og fer þannig fram að 64 skólar taka þátt í úrslitakeppni. Allir sem komast í lokamótið eru því sex sigrum frá því að vinna en titlarnir í Bandaríkjunum gerast ekki mikið stærri, þó svo um sé að ræða háskólaíþrótt. Byrjunarlið Kentucky í ár og í gegnum allt lokamótið var einungis skipað nýliðum en þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem skóli sem byrjar með fimm nýliða kemst alla leið í úrslitaleikinn. Síðast var það hið sögufræga Michigan-lið með Chris Webber og JalenRose innanborðs sem komst í úrslit með fimm nýliða í byrjunarliðinu árið 1992 en eins og Kentucky tapaði það úrslitaleiknum. Það lið var kallað „Fab Five“ eða hinir fimm fræknu. Hvuttarnir frá Connecticut höfðu yfirhöndina meira og minna í gær þó Villikettirnir frá Kentucky hafi búið til mikla spennu í seinni hálfleik. Undir lokin má segja að lítil reynsla nýliðanna hafi orðið þeim að falli.Shabazz Napier var stigahæstur Connecticut-liðsins með 22 stig en JamesYoung skoraði 20 stig fyrir Kentucky. Þesi nýja útgáfa af „Fab Five“ fær ekki tækifæri til að skáka gömlu útgáfunni á næsta ári og vinna mótið saman því enn sem komið er þurfa háskólaíþróttamenn aðeins að ljúka einu ári í skóla áður en þeir mega skrá sig í nýliðavalið. James Young og samherji hans, JuliusRandle, ætla báðir rakleiðis í NBA-deildina og eru taldir fara meðal fyrstu tíu í nýliðavalinu.Kevin Ollie er þjálfari Huskies.Vísir/GettyVísir/Getty Körfubolti Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Einn stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna hvert ár fór fram í nótt þegar Connecticut-háskólinn og Kentucky-háskólinn áttust við í úrslitaleiknum um NCAA-meistaratitil karla í körfubolta. Leikurinn fór fram á hinum magnaða AT&T-velli í Arlington í Texas sem er heimavöllur NFL-liðsins Dallas Cowboys. Rétt tæplega 80.000 áhorfendur fylgdust með leiknum sem er met í háskólakörfunni en til gamans má geta að risaskjárinn á vellinum er á stærð við tvo körfuboltavelli og rúmlega það. Bæði lið voru komin nokkuð óvænt í úrslitaleikinn en varla nokkur maður þorði að spá þeim svo langt. Connecticut vann leikinn, 60-54, og varð um leið fyrsti skólinn í sögunni til að vinna mótið eftir að vera styrkleikaraðað númer sjö í sínum landshluta. Lokamótið í háskólakörfunni ber heitið Mars-geðveikin (e. March Madness) og fer þannig fram að 64 skólar taka þátt í úrslitakeppni. Allir sem komast í lokamótið eru því sex sigrum frá því að vinna en titlarnir í Bandaríkjunum gerast ekki mikið stærri, þó svo um sé að ræða háskólaíþrótt. Byrjunarlið Kentucky í ár og í gegnum allt lokamótið var einungis skipað nýliðum en þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem skóli sem byrjar með fimm nýliða kemst alla leið í úrslitaleikinn. Síðast var það hið sögufræga Michigan-lið með Chris Webber og JalenRose innanborðs sem komst í úrslit með fimm nýliða í byrjunarliðinu árið 1992 en eins og Kentucky tapaði það úrslitaleiknum. Það lið var kallað „Fab Five“ eða hinir fimm fræknu. Hvuttarnir frá Connecticut höfðu yfirhöndina meira og minna í gær þó Villikettirnir frá Kentucky hafi búið til mikla spennu í seinni hálfleik. Undir lokin má segja að lítil reynsla nýliðanna hafi orðið þeim að falli.Shabazz Napier var stigahæstur Connecticut-liðsins með 22 stig en JamesYoung skoraði 20 stig fyrir Kentucky. Þesi nýja útgáfa af „Fab Five“ fær ekki tækifæri til að skáka gömlu útgáfunni á næsta ári og vinna mótið saman því enn sem komið er þurfa háskólaíþróttamenn aðeins að ljúka einu ári í skóla áður en þeir mega skrá sig í nýliðavalið. James Young og samherji hans, JuliusRandle, ætla báðir rakleiðis í NBA-deildina og eru taldir fara meðal fyrstu tíu í nýliðavalinu.Kevin Ollie er þjálfari Huskies.Vísir/GettyVísir/Getty
Körfubolti Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira