Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 19-21 | Eyjakonur komnar áfram Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 8. apríl 2014 13:09 Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/Valli ÍBV tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Olís deildar kvenna eftir sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur urðu 19-21, ÍBV í vil. Hann var ekki alltaf áferðarfallegur handboltinn sem lið FH og ÍBV buðu upp á í kvöld. Bæði liðin voru dugleg að tapa boltanum á klaufalegan hátt og ákvarðanataka leikmanna var oft á tíðum í skrítnara lagi. Sóknarleikur Eyjakvenna var þó markvissari og beittari en sóknarleikur heimakvenna. Hann var lengst af ráðleysislegur og tilviljanakenndur með afbrigðum, þá sérstaklega seinni hluta fyrri hálfleiks, þar sem FH skoraði aðeins eitt mark á ellefu mínútna kafla. Á meðan skoraði lið ÍBV fimm og fór inn í hálfleikinn með þriggja marka forystu. FH-konur komu hins vegar sterkar til leiks í seinni hálfleik. Guðrún Ósk Maríasdóttir, sem byrjaði leikinn mjög vel, fór aftur að verja af krafti og hægt og bítandi náðu heimakonur betri tökum á leiknum. Þeim tókst að jafna leikinn í 13-13, lentu svo aftur þremur mörkum undir, en tókst að jafna á ný í 16-16 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. En þá seig á ógæfuhliða, líkt og í lok fyrri hálfleiks. Hvort sem það tók svona mikla orku frá leikmönnum FH að koma sér aftur inn í leikinn eða hvað, þá hrökk sóknarleikurinn aftur í baklás, vörnin hélt ekki jafn vel og hún hafði gert og Eyjakonur sigu framúr.Vera Lopes og Telma Silva Amado voru öflugar á lokakaflanum og framlag þeirra réði ansi miklu um útkomu leiksins eins og Magnús Sigmundsson, annar þjálfara FH, benti á í viðtali að leik loknum. Eyjakonur breyttu stöðunni á lokakaflanum úr 16-16 í 17-21 og unnu að lokum tveggja marka sigur, 19-21 og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum Olís deildarinnar. Lopes og Amado voru sem áður sagði öflugar í liði ÍBV og skoruðu 14 af 21 marki liðsins. Þá átti Dröfn Haraldsdóttir afbragðs góðan leik í marki Eyjakvenna og varði 19 skot, eða rúmlega helming þeirra skota sem hún fékk á sig í leiknum. Stalla hennar í marki FH, Guðrún Ósk, stóð upp úr í liði heimakvenna, en hún varði 16 skot í leiknum. Aníta MjöllÆgisdóttir og Heiðdís Rún Guðmundsdóttir áttu einnig fína spretti, en heilt yfir var það sóknarleikurinn sem varð FH að falli í einvíginu.Magnús Sigmundsson: Það er búið að ganga á ýmsu í vetur "Við erum bara dottnar út, við erum komnar í sumarfrí," sagði Magnús Sigmundsson, annar þjálfara FH, að leik loknum, en hans lið er fallið úr leik eftir tvo tapleiki gegn ÍBV. "Ef þú skoðar þennan leik og svo síðasta deildarleik, þá sést að það er ekki mikill munur á liðunum. Þær eru með tvo atvinnumenn sem skipta sköpum. Þær drógu vagninn fyrir ÍBV í kvöld." "Við erum búnar að lenda í talsverðum meiðslum, sérstaklega axlarmeiðslum. Ég ætla ekki að nota það sem afsökun, en í þessu einvígi vantaði okkur t.a.m. tvo hornamenn. Það er búið að ganga á ýmsu í vetur og stelpurnar vita það best sjálfar," sagði Magnús að lokum.Dröfn Haraldsdóttir: Vorum öruggari í vörninni "Þetta var hörkuleikur eins og við áttum von á. FH er með gott lið, þannig að við þurftum að hafa fyrir þessum sigri," sagði Dröfn Haraldsdóttir að leik loknum, en hún átti frábæran leik í marki ÍBV í kvöld. ÍBV átti góðan endasprett í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum með þremur mörkum. "Mér fannst við öruggari í vörninni þá, og það kom kafli þar sem við náðum að stinga þær af. Svo höldum við bara áfram í seinni hálfleik." FH-konur byrjuðu seinni hálfleikinn vel, en Eyjakonur sigu að lokum framúr. "Það var bara eins og við áttum von á - þær voru ekkert að fara að gefast upp. Að sjálfsögðu kom smá aukið stress, en við náðum samt að komast strax aftur yfir." Olís-deild kvenna Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira
ÍBV tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Olís deildar kvenna eftir sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur urðu 19-21, ÍBV í vil. Hann var ekki alltaf áferðarfallegur handboltinn sem lið FH og ÍBV buðu upp á í kvöld. Bæði liðin voru dugleg að tapa boltanum á klaufalegan hátt og ákvarðanataka leikmanna var oft á tíðum í skrítnara lagi. Sóknarleikur Eyjakvenna var þó markvissari og beittari en sóknarleikur heimakvenna. Hann var lengst af ráðleysislegur og tilviljanakenndur með afbrigðum, þá sérstaklega seinni hluta fyrri hálfleiks, þar sem FH skoraði aðeins eitt mark á ellefu mínútna kafla. Á meðan skoraði lið ÍBV fimm og fór inn í hálfleikinn með þriggja marka forystu. FH-konur komu hins vegar sterkar til leiks í seinni hálfleik. Guðrún Ósk Maríasdóttir, sem byrjaði leikinn mjög vel, fór aftur að verja af krafti og hægt og bítandi náðu heimakonur betri tökum á leiknum. Þeim tókst að jafna leikinn í 13-13, lentu svo aftur þremur mörkum undir, en tókst að jafna á ný í 16-16 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. En þá seig á ógæfuhliða, líkt og í lok fyrri hálfleiks. Hvort sem það tók svona mikla orku frá leikmönnum FH að koma sér aftur inn í leikinn eða hvað, þá hrökk sóknarleikurinn aftur í baklás, vörnin hélt ekki jafn vel og hún hafði gert og Eyjakonur sigu framúr.Vera Lopes og Telma Silva Amado voru öflugar á lokakaflanum og framlag þeirra réði ansi miklu um útkomu leiksins eins og Magnús Sigmundsson, annar þjálfara FH, benti á í viðtali að leik loknum. Eyjakonur breyttu stöðunni á lokakaflanum úr 16-16 í 17-21 og unnu að lokum tveggja marka sigur, 19-21 og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum Olís deildarinnar. Lopes og Amado voru sem áður sagði öflugar í liði ÍBV og skoruðu 14 af 21 marki liðsins. Þá átti Dröfn Haraldsdóttir afbragðs góðan leik í marki Eyjakvenna og varði 19 skot, eða rúmlega helming þeirra skota sem hún fékk á sig í leiknum. Stalla hennar í marki FH, Guðrún Ósk, stóð upp úr í liði heimakvenna, en hún varði 16 skot í leiknum. Aníta MjöllÆgisdóttir og Heiðdís Rún Guðmundsdóttir áttu einnig fína spretti, en heilt yfir var það sóknarleikurinn sem varð FH að falli í einvíginu.Magnús Sigmundsson: Það er búið að ganga á ýmsu í vetur "Við erum bara dottnar út, við erum komnar í sumarfrí," sagði Magnús Sigmundsson, annar þjálfara FH, að leik loknum, en hans lið er fallið úr leik eftir tvo tapleiki gegn ÍBV. "Ef þú skoðar þennan leik og svo síðasta deildarleik, þá sést að það er ekki mikill munur á liðunum. Þær eru með tvo atvinnumenn sem skipta sköpum. Þær drógu vagninn fyrir ÍBV í kvöld." "Við erum búnar að lenda í talsverðum meiðslum, sérstaklega axlarmeiðslum. Ég ætla ekki að nota það sem afsökun, en í þessu einvígi vantaði okkur t.a.m. tvo hornamenn. Það er búið að ganga á ýmsu í vetur og stelpurnar vita það best sjálfar," sagði Magnús að lokum.Dröfn Haraldsdóttir: Vorum öruggari í vörninni "Þetta var hörkuleikur eins og við áttum von á. FH er með gott lið, þannig að við þurftum að hafa fyrir þessum sigri," sagði Dröfn Haraldsdóttir að leik loknum, en hún átti frábæran leik í marki ÍBV í kvöld. ÍBV átti góðan endasprett í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum með þremur mörkum. "Mér fannst við öruggari í vörninni þá, og það kom kafli þar sem við náðum að stinga þær af. Svo höldum við bara áfram í seinni hálfleik." FH-konur byrjuðu seinni hálfleikinn vel, en Eyjakonur sigu að lokum framúr. "Það var bara eins og við áttum von á - þær voru ekkert að fara að gefast upp. Að sjálfsögðu kom smá aukið stress, en við náðum samt að komast strax aftur yfir."
Olís-deild kvenna Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira