Viðskipti innlent

Gæti opnað í Kringlunni fyrir helgi

Haraldur Guðmundsson skrifar
Nýi veitingastaðurinn er á svipuðum slóðum og Hard Rock Café var á sínum tíma.
Nýi veitingastaðurinn er á svipuðum slóðum og Hard Rock Café var á sínum tíma. Vísir/Stefán
„Við erum núna í prófunarferli og erum í rauninni að keyra í gegnum veitingastaðinn ákveðið magn af fólki í hádeginu og á kvöldin og við munum gera það alveg fram að opnun,“ segir Snorri Marteinsson, framkvæmdastjóri Hamborgarafabrikkunnar.

Nýr veitingastaður fyrirtækisins í Kringlunni, sá þriðji í röðinni, mun að öllum líkindum verða opnaður á föstudag. Iðnaðarmenn hafa nú lokið við að breyta húsnæðinu í nýjustu viðbyggingu verslunarmiðstöðvarinnar þar sem veitingastaðurinn Portið var áður starfræktur.

„Við náttúrulega opnum ekki fyrr en við erum tilbúnir en það er stefnt að opnun á föstudaginn eða í kringum helgina,“ segir Snorri.

„Það eina sem er eftir er að stilla saman strengi, eldhús og sal, og koma rútínu á alla ferla og það gerist bara með æfingu. Síðan opnum við með látum þegar við opnum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×