NBA í nótt: Einu tapi frá versta árangri sögunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2014 09:09 San Antonio Spurs heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni en liðið vann í nótt sinn fjórtánda sigur í röð. San Antonio, sem er með bestan árangur allra liða í deildinni, vann Philadelphia, 113-91, sem tapaði þar með sínum 25. leik í röð. Ef Philadelphia tapar fyrir Houston á fimmtudaginn jafnar liðið NBA-met Cleveland Cavaliers fyrir lengstu taphrinuna. Philadelphia er þó ekki með versta árangur allra liða en Milwaukee hefur unnið fæstu leikina til þessa á tímabilinu.Austin Daye var með 22 stig fyrir San Antonio í nótt og Tim Duncan nítján. San Antonio gat þar að auki leyft sér að hvíla Tony Parker, Tiago Splitter og Danny Green. San Antonio er í efsta sæti vesturdeildarinnar með 54 sigra í 70 leikjum. Oklahoma City kemur svo næst með 52 sigra en liðið vann Denver í nótt, 117-96. Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Thunder.LA Clippers er svo í þriðja sætinu en liðið vann áðurnefnt Milwaukee, 106-98, í nótt. Blake Griffin var með 27 stig og fjórtán fráköst fyrir Clippers. Það dró svo til tíðinda í toppbaráttu austurdeildarinnar. Meistarar Miami Heat færðu sér tap Indiana gegn Chicago í nyt með því að vinna Portland, 93-91,LeBron James var með 32 stig, þar af sigurkörfuna þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir. Chris Bosh varði svo skot frá Damien Lillard á lokasekúndunum og tryggði þar með sigurinn endanlega. Bosh, sem var með fimmtán stig, hélt upp á 30 ára afmælið sitt í gær. Lillard var stigahæstur í liði Portland með nítján stig en nýtti aðeins þrjú af fimmtán skotum sínum í leiknum. Mo Williams var með sautján stig.Indiana tapaði fyrir Chicago, 89-77, þar sem Taj Gibson fór fyrir Bulls-mönnum með 23 stig. Chicago kom með sigrinum í veg fyrir að Indiana næði að tryggja sér sigurinn í sínum riðli. Indiana er þó enn í efsta sæti austurdeildarinnar, þremur sigurleikjum á undan Miami en þessi tvö lið eru með afgerandi forystu á önnur lið í deildinni. Toronto og Chicago koma svo næst.Memphis og Phoenix unnu svo mikilvæga sigra í sínum leikjum í nótt og eru í 7. og 8. sæti vesturdeildarinnar. Dallas fylgir þó fast á hæla þeirra og er útlit fyrir spennandi baráttu þeirra um síðustu sætin í úrslitakeppninni á lokaspretti tímabilsins.Úrslit næturinnar: Charlotte - Houston 89-100 Atlanta - Phoenix 95-102 Miami - Portland 93-91 Chicago - Indiana 89-77 Memphis - Minnesota 109-92 New Orleans - Brooklyn 109-104 Oklahoma City - Denver 117-96 San Antonio - Philadelphia 113-91 Utah - Detroit 94-114 LA Clippers - Milwaukee 106-98 NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
San Antonio Spurs heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni en liðið vann í nótt sinn fjórtánda sigur í röð. San Antonio, sem er með bestan árangur allra liða í deildinni, vann Philadelphia, 113-91, sem tapaði þar með sínum 25. leik í röð. Ef Philadelphia tapar fyrir Houston á fimmtudaginn jafnar liðið NBA-met Cleveland Cavaliers fyrir lengstu taphrinuna. Philadelphia er þó ekki með versta árangur allra liða en Milwaukee hefur unnið fæstu leikina til þessa á tímabilinu.Austin Daye var með 22 stig fyrir San Antonio í nótt og Tim Duncan nítján. San Antonio gat þar að auki leyft sér að hvíla Tony Parker, Tiago Splitter og Danny Green. San Antonio er í efsta sæti vesturdeildarinnar með 54 sigra í 70 leikjum. Oklahoma City kemur svo næst með 52 sigra en liðið vann Denver í nótt, 117-96. Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Thunder.LA Clippers er svo í þriðja sætinu en liðið vann áðurnefnt Milwaukee, 106-98, í nótt. Blake Griffin var með 27 stig og fjórtán fráköst fyrir Clippers. Það dró svo til tíðinda í toppbaráttu austurdeildarinnar. Meistarar Miami Heat færðu sér tap Indiana gegn Chicago í nyt með því að vinna Portland, 93-91,LeBron James var með 32 stig, þar af sigurkörfuna þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir. Chris Bosh varði svo skot frá Damien Lillard á lokasekúndunum og tryggði þar með sigurinn endanlega. Bosh, sem var með fimmtán stig, hélt upp á 30 ára afmælið sitt í gær. Lillard var stigahæstur í liði Portland með nítján stig en nýtti aðeins þrjú af fimmtán skotum sínum í leiknum. Mo Williams var með sautján stig.Indiana tapaði fyrir Chicago, 89-77, þar sem Taj Gibson fór fyrir Bulls-mönnum með 23 stig. Chicago kom með sigrinum í veg fyrir að Indiana næði að tryggja sér sigurinn í sínum riðli. Indiana er þó enn í efsta sæti austurdeildarinnar, þremur sigurleikjum á undan Miami en þessi tvö lið eru með afgerandi forystu á önnur lið í deildinni. Toronto og Chicago koma svo næst.Memphis og Phoenix unnu svo mikilvæga sigra í sínum leikjum í nótt og eru í 7. og 8. sæti vesturdeildarinnar. Dallas fylgir þó fast á hæla þeirra og er útlit fyrir spennandi baráttu þeirra um síðustu sætin í úrslitakeppninni á lokaspretti tímabilsins.Úrslit næturinnar: Charlotte - Houston 89-100 Atlanta - Phoenix 95-102 Miami - Portland 93-91 Chicago - Indiana 89-77 Memphis - Minnesota 109-92 New Orleans - Brooklyn 109-104 Oklahoma City - Denver 117-96 San Antonio - Philadelphia 113-91 Utah - Detroit 94-114 LA Clippers - Milwaukee 106-98
NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira