Mínar síður hjá Vodafone teljast til almennrar fjarskiptaþjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2014 16:26 Höfuðstöðvar Vodafone á Íslandi. Vísir/Pjetur Póst- og fjarskiptastofnun kemst að þeirri niðurstöðu að þjónustu sem fjarskiptafyrirtækið Fjarskipta hf. (Vodafone) veitti með „Mínum síðum“ félagsins á heimasíðu sinni teljist til almennrar fjarskiptaþjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef PFS í dag. Þar segir jafnframt að það fjarskiptanet sem notað hafi verið fyrir veitingu þjónustunnar teljist almennt vera fjarskiptanet. Tölvuárás tyrknesks tölvuhakkara á vefsíðu Vodafone í nóvember varð til þess að persónuleg skilaboð tugþúsunda Íslendinga voru öllum aðgengileg á netinu. Í febrúar var stofnað málsóknarfélag sem ætlar að sækja sameiginlega skaðabætur á hendur Vodafone vegna lekans. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort Fjarskipti hf. hafi brotið fjarskiptalög. Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun er það enn til skoðunar. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone, áréttar í bréfi til Vísis að ekkert í ákvörðun PFS frá í dag segi að fyrirtækið hafi brotið lög. Ekki sé tekin afstaða til gagnanna sem stolið var í nóvember. Ákvörðunin PFS staðfesti aðeins að sú þjónusta að senda skilaboð af vef Vodafone sé í eðli sínu fjarskiptaþjónusta. Bendir Hrannar á að sambærileg þjónusta af öðrum vefjum, t.d. sms-sendingar úr heimabankaþjónustu, sé ekki fjarskiptaþjónusta. Velta megi fyrir sér hvort í þessu felist ósamræmi. Hrannar segir ákvörðun PFS fyrst og fremst tæknilega og ekki taka í raun á því sem hafi verið í umræðunni, þ.e. gögnunum sem stolið var í nóvember. Hér að neðan má sjá tilkynninguna af heimasíðu PFS og í viðhengi að neðan má finna ákvörðunina í heild sinni.Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 1/2014 um afmörkun gildissviðs fjarskiptalaga, nr. 81/2003, vegna vefsvæðis Fjarskipta hf. (Vodafone). Í ákvörðuninni kemst PFS að þeirri niðurstöðu að sú þjónusta sem veitt var á „Mínum síðum“ félagsins telst vera almenn fjarskiptaþjónusta í skilningi laganna og það fjarskiptanet sem notað var fyrir veitingu þjónustunnar telst vera almennt fjarskiptanet.Þann 30. nóvember 2013 var brotist inn vefkerfi Vodafone sem leiddi til þess að að persónuupplýsingar um þúsundir viðskiptavina félagsins, sem þar höfðu verið varðveitt komust í hendur óviðkomandi aðila og voru síðar birtar á internetinu.Til samræmis við eftirlitshlutverk PFS hóf stofnunin athugun á umræddu öryggisatviki og óskaði upplýsinga frá Vodafone varðandi framangreint öryggisatvik. Í svari félagsins var gerður sá fyrirvari af hálfu félagsins að gildissvið fjarskiptalaga, og þar með valdsvið PFS, næði ekki yfir tilgreint vefkerfi félagsins og þar með umrætt öryggisatvik. Í ljósi þessa var nauðsynlegt að skera úr um þann vafa sem Vodafone taldi vera á gildissviði fjarskiptalaga og valdsviði stofnunarinnar hvað þetta varðar áður en áfram væri haldið með rannsókn á umræddu öryggisatviki. Boðaði PFS því að stofnunin hygðist taka ákvörðun þess efnis að vefkerfi Vodafone, og sú þjónusta sem þar var boðið uppá, félli undir gildissvið fjarskiptalaga og var félaginu veitt tækifæri á að koma að athugasemdum sínum við boðaða ákvörðun. Vodafone andmælti þessari afstöðu PFS og var því ekki hjá því komist en að stofnunin tæki ákvörðun um þetta atriði.Í málinu er ekki deilt um með hvaða hætti veiting þjónustu félagsins hafi farið fram, þ.e. að um hafi verið að ræða hugbúnað á vefsvæði félagsins sem veitti áskrifendum þess möguleika á að senda smáskilaboð af vefsvæðinu yfir í farsíma. Aftur á móti er ágreiningur um hvort að í þeirri þjónustu felist fjarskiptaþjónusta í skilningi fjarskiptalaga og hvort vefkerfið teljist til fjarskiptanets í skilningi laganna. Að mati PFS telst það sendikerfi sem flytur merki, þ.e. skilaboð af vefsvæði yfir í miðlara í farsímakerfi félagsins, vera fjarskiptanet í skilningi 13. tl. 3. gr. fjarskiptalaga. Þá er það afstaða stofnunarinnar að sú þjónusta sem veitt var í gegnum hugbúnaðinn á vefsíðunni teljist vera fjarskiptaþjónusta í skilningi 15. tl. 3. gr. fjarskiptalaga. Um er að ræða þjónustu sem felst í því að beina merkjum um fjarskiptanet, þ.e. að beina smáskilaboðum um sendikerfi sem flytur þau yfir í SMS miðlara í farsímakerfi félagsins. Þessi þjónusta telst jafnframt almenn fjarskiptaþjónusta í þeim skilningi að allir viðskiptavinir Vodafone gátu skráð sig inn á símanúmeri sínu og lykilorði og sent skilaboð, að ákveðinni lengd, í hvaða farsíma sem er og að fullu ráðið efnisinnihaldi skilaboðanna. Það er því niðurstaða PFS að ekki leiki vafi á því að það fjarskiptanet og sú þjónusta sem boðið var uppá teljist vera almennt fjarskiptanet í skilningi 5. tl. 3. gr. fjarskiptalaga. Af þessu leiðir að ákvæði fjarskiptalaga og afleiddra réttarheimilda, svo sem reglur 1221/2007, um vernd upplýsinga í almennum fjarskiptanetum, ná yfir þá þjónustu sem Vodafone veitti á „Mínum síðum“ á vefsvæði félagsins og fólst í sendingu vefskilaboða í farsíma.PFS áréttar að ákvörðun þessi lýtur eingöngu að gildissviði fjarskiptalaga og reglna settra með stoð í þeim, þ.e. hvort vefkerfi félagsins, sem bauð upp á sendingu smáskilaboða, teljist hluti af fjarskiptaneti og sú þjónusta sem þar var veitt teljist vera fjarskiptaþjónusta. Ákvörðunin lýtur ekki að því hvaða gögnum var stolið, varðveislu þeirra eða hvernig öryggi kerfisins var háttað. PFS mun í framhaldinu halda áfram með rannsókn á öryggisatvikinu sjálfu og varðveislu gagna í sérstöku máli. Tengdar fréttir Eftirlit lítið sem ekkert Eftirlit með fyrirtækjum sem safna persónuuplýsingum almennings er lítið sem ekkert. Persónuvernd hefur ekki mannafla til að taka upp mál af eigin frumkvæði. 1. desember 2013 20:00 Leki sem snertir tugþúsundir einstaklinga Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina. 2. desember 2013 21:27 Mörg fyrirtæki með ódulkóðuð lykilorð Á síðu Pírata er bent á fimm íslenskar vefsíður sem ekki verja notendur sína með því að dulkóða lykilorð þeirra. Útbreitt vandamál, segir þingmaður Pírata. Rannsókn lögreglu á innbroti á vef Vodafone aðfaranótt laugardags á frumstigi. 4. desember 2013 07:56 Kreditkortanúmer ráðherra hluti af lekanum Kreditkortanúmer ráðherra er á meðal þeirra persónupplýsinga sem hafa lekið á netið, eftir að tyrkneskur hakkari réðst á heimasíðu Vodafone í nótt. 30. nóvember 2013 14:26 Ráðist hefur verið á vef Vodafone í þrígang Ráðist hefur verið í þrígang á vefsíðu Vodafone á Íslandi síðastliðin tvö ár en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 3. desember 2013 19:42 Síminn og Nova hafa eytt gögnum Fjarskiptafyrirtæki hafa farið vandlega yfir kerfi sín og öryggisáætlanir eftir að tölvuhakkari réðst á vefsíðu Vodafone. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að talið sé að Vodafone, og fleiri fjarskiptafyrirtæki, hafi brotið fjarskiptalög. 2. desember 2013 07:00 80 þúsund SMS Íslendinga lekið á netið Svo virðist sem Vodafone geymi SMS-skilaboð sem viðskiptavinir þeirra senda úr símum sínum. 30. nóvember 2013 13:43 Allir hafa eitthvað að fela Það vöknuðu margir af værum blundi þegar hakkari braust inn á heimasíðu Vodafone og opinberaði viðkvæmar persónuupplýsingar. Um 80 þúsund smáskilaboð, lykilorð og kennitölur voru meðal þess sem almenningur fékk aðgang að. Vodafone málið vekur upp spurningar um netöryggi en það er fáir sem kjósa að nýta sér þær dulkóðunarvarnir sem í boði eru og eru tiltölulega einfaldar í notkun. 7. desember 2013 13:00 Tyrkneskur hakkari birtir persónuupplýsingar Vodafone biðst afsökunar á að sent út ranga fréttatilkynningu í morgun. 30. nóvember 2013 10:42 Breytið lykilorðum ykkar Vodafone beinir því til allra sem stofnað hafa aðgang að Vodafone.is að breyta lykilorðum sínum að tölvupósti og samfélagsmiðlum. 30. nóvember 2013 13:09 Undirbúa hópmálssókn á hendur Vodafone Málsóknarfélag vegna leka af vef Vodafone þann 30. nóvember 2013 birtir í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kemur fram tilkynning um undirbúning á hópmálssókn á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka af vef félagsins. 17. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun kemst að þeirri niðurstöðu að þjónustu sem fjarskiptafyrirtækið Fjarskipta hf. (Vodafone) veitti með „Mínum síðum“ félagsins á heimasíðu sinni teljist til almennrar fjarskiptaþjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef PFS í dag. Þar segir jafnframt að það fjarskiptanet sem notað hafi verið fyrir veitingu þjónustunnar teljist almennt vera fjarskiptanet. Tölvuárás tyrknesks tölvuhakkara á vefsíðu Vodafone í nóvember varð til þess að persónuleg skilaboð tugþúsunda Íslendinga voru öllum aðgengileg á netinu. Í febrúar var stofnað málsóknarfélag sem ætlar að sækja sameiginlega skaðabætur á hendur Vodafone vegna lekans. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort Fjarskipti hf. hafi brotið fjarskiptalög. Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun er það enn til skoðunar. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone, áréttar í bréfi til Vísis að ekkert í ákvörðun PFS frá í dag segi að fyrirtækið hafi brotið lög. Ekki sé tekin afstaða til gagnanna sem stolið var í nóvember. Ákvörðunin PFS staðfesti aðeins að sú þjónusta að senda skilaboð af vef Vodafone sé í eðli sínu fjarskiptaþjónusta. Bendir Hrannar á að sambærileg þjónusta af öðrum vefjum, t.d. sms-sendingar úr heimabankaþjónustu, sé ekki fjarskiptaþjónusta. Velta megi fyrir sér hvort í þessu felist ósamræmi. Hrannar segir ákvörðun PFS fyrst og fremst tæknilega og ekki taka í raun á því sem hafi verið í umræðunni, þ.e. gögnunum sem stolið var í nóvember. Hér að neðan má sjá tilkynninguna af heimasíðu PFS og í viðhengi að neðan má finna ákvörðunina í heild sinni.Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 1/2014 um afmörkun gildissviðs fjarskiptalaga, nr. 81/2003, vegna vefsvæðis Fjarskipta hf. (Vodafone). Í ákvörðuninni kemst PFS að þeirri niðurstöðu að sú þjónusta sem veitt var á „Mínum síðum“ félagsins telst vera almenn fjarskiptaþjónusta í skilningi laganna og það fjarskiptanet sem notað var fyrir veitingu þjónustunnar telst vera almennt fjarskiptanet.Þann 30. nóvember 2013 var brotist inn vefkerfi Vodafone sem leiddi til þess að að persónuupplýsingar um þúsundir viðskiptavina félagsins, sem þar höfðu verið varðveitt komust í hendur óviðkomandi aðila og voru síðar birtar á internetinu.Til samræmis við eftirlitshlutverk PFS hóf stofnunin athugun á umræddu öryggisatviki og óskaði upplýsinga frá Vodafone varðandi framangreint öryggisatvik. Í svari félagsins var gerður sá fyrirvari af hálfu félagsins að gildissvið fjarskiptalaga, og þar með valdsvið PFS, næði ekki yfir tilgreint vefkerfi félagsins og þar með umrætt öryggisatvik. Í ljósi þessa var nauðsynlegt að skera úr um þann vafa sem Vodafone taldi vera á gildissviði fjarskiptalaga og valdsviði stofnunarinnar hvað þetta varðar áður en áfram væri haldið með rannsókn á umræddu öryggisatviki. Boðaði PFS því að stofnunin hygðist taka ákvörðun þess efnis að vefkerfi Vodafone, og sú þjónusta sem þar var boðið uppá, félli undir gildissvið fjarskiptalaga og var félaginu veitt tækifæri á að koma að athugasemdum sínum við boðaða ákvörðun. Vodafone andmælti þessari afstöðu PFS og var því ekki hjá því komist en að stofnunin tæki ákvörðun um þetta atriði.Í málinu er ekki deilt um með hvaða hætti veiting þjónustu félagsins hafi farið fram, þ.e. að um hafi verið að ræða hugbúnað á vefsvæði félagsins sem veitti áskrifendum þess möguleika á að senda smáskilaboð af vefsvæðinu yfir í farsíma. Aftur á móti er ágreiningur um hvort að í þeirri þjónustu felist fjarskiptaþjónusta í skilningi fjarskiptalaga og hvort vefkerfið teljist til fjarskiptanets í skilningi laganna. Að mati PFS telst það sendikerfi sem flytur merki, þ.e. skilaboð af vefsvæði yfir í miðlara í farsímakerfi félagsins, vera fjarskiptanet í skilningi 13. tl. 3. gr. fjarskiptalaga. Þá er það afstaða stofnunarinnar að sú þjónusta sem veitt var í gegnum hugbúnaðinn á vefsíðunni teljist vera fjarskiptaþjónusta í skilningi 15. tl. 3. gr. fjarskiptalaga. Um er að ræða þjónustu sem felst í því að beina merkjum um fjarskiptanet, þ.e. að beina smáskilaboðum um sendikerfi sem flytur þau yfir í SMS miðlara í farsímakerfi félagsins. Þessi þjónusta telst jafnframt almenn fjarskiptaþjónusta í þeim skilningi að allir viðskiptavinir Vodafone gátu skráð sig inn á símanúmeri sínu og lykilorði og sent skilaboð, að ákveðinni lengd, í hvaða farsíma sem er og að fullu ráðið efnisinnihaldi skilaboðanna. Það er því niðurstaða PFS að ekki leiki vafi á því að það fjarskiptanet og sú þjónusta sem boðið var uppá teljist vera almennt fjarskiptanet í skilningi 5. tl. 3. gr. fjarskiptalaga. Af þessu leiðir að ákvæði fjarskiptalaga og afleiddra réttarheimilda, svo sem reglur 1221/2007, um vernd upplýsinga í almennum fjarskiptanetum, ná yfir þá þjónustu sem Vodafone veitti á „Mínum síðum“ á vefsvæði félagsins og fólst í sendingu vefskilaboða í farsíma.PFS áréttar að ákvörðun þessi lýtur eingöngu að gildissviði fjarskiptalaga og reglna settra með stoð í þeim, þ.e. hvort vefkerfi félagsins, sem bauð upp á sendingu smáskilaboða, teljist hluti af fjarskiptaneti og sú þjónusta sem þar var veitt teljist vera fjarskiptaþjónusta. Ákvörðunin lýtur ekki að því hvaða gögnum var stolið, varðveislu þeirra eða hvernig öryggi kerfisins var háttað. PFS mun í framhaldinu halda áfram með rannsókn á öryggisatvikinu sjálfu og varðveislu gagna í sérstöku máli.
Tengdar fréttir Eftirlit lítið sem ekkert Eftirlit með fyrirtækjum sem safna persónuuplýsingum almennings er lítið sem ekkert. Persónuvernd hefur ekki mannafla til að taka upp mál af eigin frumkvæði. 1. desember 2013 20:00 Leki sem snertir tugþúsundir einstaklinga Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina. 2. desember 2013 21:27 Mörg fyrirtæki með ódulkóðuð lykilorð Á síðu Pírata er bent á fimm íslenskar vefsíður sem ekki verja notendur sína með því að dulkóða lykilorð þeirra. Útbreitt vandamál, segir þingmaður Pírata. Rannsókn lögreglu á innbroti á vef Vodafone aðfaranótt laugardags á frumstigi. 4. desember 2013 07:56 Kreditkortanúmer ráðherra hluti af lekanum Kreditkortanúmer ráðherra er á meðal þeirra persónupplýsinga sem hafa lekið á netið, eftir að tyrkneskur hakkari réðst á heimasíðu Vodafone í nótt. 30. nóvember 2013 14:26 Ráðist hefur verið á vef Vodafone í þrígang Ráðist hefur verið í þrígang á vefsíðu Vodafone á Íslandi síðastliðin tvö ár en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 3. desember 2013 19:42 Síminn og Nova hafa eytt gögnum Fjarskiptafyrirtæki hafa farið vandlega yfir kerfi sín og öryggisáætlanir eftir að tölvuhakkari réðst á vefsíðu Vodafone. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að talið sé að Vodafone, og fleiri fjarskiptafyrirtæki, hafi brotið fjarskiptalög. 2. desember 2013 07:00 80 þúsund SMS Íslendinga lekið á netið Svo virðist sem Vodafone geymi SMS-skilaboð sem viðskiptavinir þeirra senda úr símum sínum. 30. nóvember 2013 13:43 Allir hafa eitthvað að fela Það vöknuðu margir af værum blundi þegar hakkari braust inn á heimasíðu Vodafone og opinberaði viðkvæmar persónuupplýsingar. Um 80 þúsund smáskilaboð, lykilorð og kennitölur voru meðal þess sem almenningur fékk aðgang að. Vodafone málið vekur upp spurningar um netöryggi en það er fáir sem kjósa að nýta sér þær dulkóðunarvarnir sem í boði eru og eru tiltölulega einfaldar í notkun. 7. desember 2013 13:00 Tyrkneskur hakkari birtir persónuupplýsingar Vodafone biðst afsökunar á að sent út ranga fréttatilkynningu í morgun. 30. nóvember 2013 10:42 Breytið lykilorðum ykkar Vodafone beinir því til allra sem stofnað hafa aðgang að Vodafone.is að breyta lykilorðum sínum að tölvupósti og samfélagsmiðlum. 30. nóvember 2013 13:09 Undirbúa hópmálssókn á hendur Vodafone Málsóknarfélag vegna leka af vef Vodafone þann 30. nóvember 2013 birtir í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kemur fram tilkynning um undirbúning á hópmálssókn á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka af vef félagsins. 17. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Eftirlit lítið sem ekkert Eftirlit með fyrirtækjum sem safna persónuuplýsingum almennings er lítið sem ekkert. Persónuvernd hefur ekki mannafla til að taka upp mál af eigin frumkvæði. 1. desember 2013 20:00
Leki sem snertir tugþúsundir einstaklinga Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina. 2. desember 2013 21:27
Mörg fyrirtæki með ódulkóðuð lykilorð Á síðu Pírata er bent á fimm íslenskar vefsíður sem ekki verja notendur sína með því að dulkóða lykilorð þeirra. Útbreitt vandamál, segir þingmaður Pírata. Rannsókn lögreglu á innbroti á vef Vodafone aðfaranótt laugardags á frumstigi. 4. desember 2013 07:56
Kreditkortanúmer ráðherra hluti af lekanum Kreditkortanúmer ráðherra er á meðal þeirra persónupplýsinga sem hafa lekið á netið, eftir að tyrkneskur hakkari réðst á heimasíðu Vodafone í nótt. 30. nóvember 2013 14:26
Ráðist hefur verið á vef Vodafone í þrígang Ráðist hefur verið í þrígang á vefsíðu Vodafone á Íslandi síðastliðin tvö ár en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 3. desember 2013 19:42
Síminn og Nova hafa eytt gögnum Fjarskiptafyrirtæki hafa farið vandlega yfir kerfi sín og öryggisáætlanir eftir að tölvuhakkari réðst á vefsíðu Vodafone. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að talið sé að Vodafone, og fleiri fjarskiptafyrirtæki, hafi brotið fjarskiptalög. 2. desember 2013 07:00
80 þúsund SMS Íslendinga lekið á netið Svo virðist sem Vodafone geymi SMS-skilaboð sem viðskiptavinir þeirra senda úr símum sínum. 30. nóvember 2013 13:43
Allir hafa eitthvað að fela Það vöknuðu margir af værum blundi þegar hakkari braust inn á heimasíðu Vodafone og opinberaði viðkvæmar persónuupplýsingar. Um 80 þúsund smáskilaboð, lykilorð og kennitölur voru meðal þess sem almenningur fékk aðgang að. Vodafone málið vekur upp spurningar um netöryggi en það er fáir sem kjósa að nýta sér þær dulkóðunarvarnir sem í boði eru og eru tiltölulega einfaldar í notkun. 7. desember 2013 13:00
Tyrkneskur hakkari birtir persónuupplýsingar Vodafone biðst afsökunar á að sent út ranga fréttatilkynningu í morgun. 30. nóvember 2013 10:42
Breytið lykilorðum ykkar Vodafone beinir því til allra sem stofnað hafa aðgang að Vodafone.is að breyta lykilorðum sínum að tölvupósti og samfélagsmiðlum. 30. nóvember 2013 13:09
Undirbúa hópmálssókn á hendur Vodafone Málsóknarfélag vegna leka af vef Vodafone þann 30. nóvember 2013 birtir í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kemur fram tilkynning um undirbúning á hópmálssókn á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka af vef félagsins. 17. febrúar 2014 07:00