Óvíst hvort Vodafone áfrýi ákvörðun PFS Haraldur Guðmundsson skrifar 26. mars 2014 08:32 Viðskiptavinir Vodafone fengu í síðustu viku bréf þar sem Ómar Svavarsson forstjóri félagsins fór yfir þær aðgerðir sem félagið hefur ráðist í til að efla öryggismál. Vísir/GVA Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjarskiptalög gilda um þann atburð sem átti sér stað 30. nóvember síðastliðinn þegar tölvuþrjótur braust inn í vefkerfi Vodafone og stal þaðan sms-skilaboðum og persónuupplýsingum um þúsundir viðskiptavina félagsins og birti þær á netinu. Vodafone hefur haldið því fram að það sé vafamál hvort vefkerfið, „Mínar síður“, falli undir fjarskiptalög eða ekki og þar með valdssvið PFS. Stofnunin hefur nú birt ákvörðun sína en rannsókn PFS á umræddu innbroti, og þá hvort Vodafone hafi brotið lög með því að geyma gögn lengur en í sex mánuði, er enn í gangi. „Þetta er eitt af uppgjörunum sem við erum að fara í gegnum og við erum að meta stöðuna og skoða þetta,“ segir Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone á Íslandi (Fjarskipta hf.). „Þetta í sjálfu sér breytir ekki afstöðu okkar en við vorum að útskýra með hvaða hætti við horfðum á Mínar síður. Við horfðum ekki á þær sem hluta af fjarskiptakerfum en sannarlega að sá búnaður sem notaður var til að senda upplýsingarnar væri hluti af kerfunum. En þetta er úrskurður PFS og við munum í framhaldinu meta hvort við munum áfrýja en engin slík ákvörðun hefur verið tekin,“ segir Ómar.Minnti á það sem máli skiptir Árásin á vefkerfi Vodafone kom í kjölfarið á viðburðaríku tólf mánaða tímabili sem hófst með skráningu félagsins á markað í desember 2012. Á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru hefur hlutabréfaverð Vodafone hækkað um sautján prósent eftir mikið fall daginn eftir árásina og félagið skilaði í síðasta mánuði ársuppgjöri sem sýndi hagnað upp á 847 milljónir króna. „Þetta er eitthvað sem maður vill alls ekki upplifa aftur,“ segir Ómar, um persónulega upplifun sína af árásinni í lok nóvember og afleiðingum hennar. „Þetta er búið að reyna alveg svakalega á og minnti mann á hvað það er sem skiptir máli og að hafa vakandi auga með því. En auðvitað er þetta eitt af þeim málum þar sem þú lendir í ákveðnum atburði eða stöðu þar sem skiptir öllu máli að taka réttu ákvarðanirnar, styðja við starfsfólkið og upplýsa út á við. En þetta voru virkilega erfiðir tímar sem reyndu á.“ Ómar sendi viðskiptavinum Vodafone bréf í síðustu viku þar sem hann fór yfir þær aðgerðir sem félagið hefur ráðist í til að efla öryggismál. Þar segir að fyrirtækið hafi meðal annars breytt kerfislegri uppbyggingu heimasíðunnar vodafone.is, eflt innbrotavarnir með nýjum eldveggjum og aukið samstarf við Vodafone Group. „Það er gríðarlega gott bakland. Starfsmenn Vodafone Group hafa aðstoðað okkur við ýmis tæknileg atriði og þá miðað við alþjóðlega staðla enda er ógnin alþjóðleg í sjálfu sér. Allt er þetta gert til að upplýsa heiðarlega hvernig málin fóru og hvað gerðist í raun og veru.“ Vodafone hefur ekki gefið upp hversu margir viðskiptavinir sögðu skilið við fyrirtækið í kjölfar árásarinnar. Fyrstu dagana á eftir var talað um að fjöldinn væri innan við eitt prósent af viðskiptavinum og að sögn Ómars var desember ekki stærsti brottfallsmánuðurinn í sögu félagsins. Síðan þá hafa fjölmiðlar fjallað um að hópmálssókn gegn félaginu sé í undirbúningi. „Í stóra samhenginu eru þetta ekki þannig tölur að þær hafi einhver veruleg áhrif. En þetta reyndi á alla þræði rekstursins og auðvitað hættu viðskiptavinir og það eru okkur gríðarleg vonbrigði. Stærstu viðskiptavinirnir sýndu okkur mikla tryggð og traust og það má segja að okkar ljós í gegnum þessar áskoranir hafi verið það traust sem viðskiptavinir hafa sýnt okkur.“Fyrsti fjórðungurinn oft erfiður Hagnaður Vodafone á síðasta ári hækkaði um 112 prósent miðað við árið á undan. „Flestir okkar lykilmælikvarðar líta vel út og við erum mjög stolt af árinu og það endar á mjög viðburðaríkan hátt. Auðvitað er áskorun varðandi tekjurnar þar sem við erum að lækka um eitt prósent. Frumframlegðin er hins vegar að aukast og við erum að ná að halda rekstrarkostnaðinum í skefjum.“ Ómar vill lítið segja um hverju fjárfestar og aðrir megi búast við þegar uppgjör fyrsta fjórðungs þessa árs verður kynnt. „Fyrsti fjórðungur hefur oft verið erfiðasti fjórðungurinn og hann er óútreiknanlegur. En við sjáum til hvort við getum ekki fylgt eftir góðum ársfjórðungum.“Stefnt að arðgreiðslum Aðalfundur Vodafone verður haldinn á Hilton Nordica hóteli í dag. Núverandi stjórnarmenn sækjast þar eftir endurkjöri og Vilmundur Jósefsson, fyrrverandi formaður Samtaka atvinnulífsins, hefur einnig boðið sig fram til stjórnarsetu, en Vilmundur sat áður í stjórninni. „Þetta sýnir að það er áhugi fyrir fyrirtækinu. Við höfum notið stuðnings og hvatningar og eðlilega krafna frá stjórninni í þeim verkefnum sem við höfum tekist á við,“ segir Ómar. Á aðalfundinum verða einnig lagðar fram tillögur stjórnar um að 20-40 prósent af hagnaði ársins verði greidd út í arð. „Það er eitthvað sem ekki hefur verið gert áður. Stjórnin lofaði á síðasta aðalfundi að leggja til stefnu varðandi arðgreiðslur en við munum ekki greiða út arð vegna ársins 2013 heldur er verið að samþykkja stefnuna fyrir næsta ársuppgjör,“ segir Ómar.Gagnabyltingin rétt að hefjast„Áskoranirnar núna tengjast því hvernig við getum vaxið og þá ætlum við að horfa til þeirra tækifæra sem eru til að auka tekjur,“ segir Ómar og bætir því við að fyrirtækið hafi unnið að stefnumörkun þar sem horft sé til næstu þriggja ára. „Við höfum séð að tekjur af þessum hefðbundnu fjarskiptavörum, mínútur og sms og allt það, þær eru í besta falli að haldast eða eitthvað að minnka. Ég tala þá ekki um samkeppnina sem kemur alls staðar frá, hvort sem það er Facebook, Google, Whatsapp, Viber eða Skype,“ segir Ómar. Tækifæri fyrirtækisins liggja að hans mati í auknum gagnaflutningi og öðrum tekjustraumum eins og sjónvarpsþjónustu Vodafone. „Við höfum sagt að þessi gagnabylting sé rétt að hefjast.“ Annað framtíðarverkefni er sameining farsímadreifikerfa Vodafone og Nova í eitt alhliða kerfi. „Það mál er inni á borði samkeppnisyfirvalda en það hefur engin niðurstaða komið í það en mínar væntingar standa til þess niðurstaða fáist í apríl. Og svo er spurning með Emerald-sæstrenginn sem við höfum samið um afnot af en nú er útlit fyrir að hann verði tekin í notkun snemma árs 2015. Við erum því bjartsýn varðandi þessi verkefni sem koma til með að móta framtíð Vodafone.“ Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjarskiptalög gilda um þann atburð sem átti sér stað 30. nóvember síðastliðinn þegar tölvuþrjótur braust inn í vefkerfi Vodafone og stal þaðan sms-skilaboðum og persónuupplýsingum um þúsundir viðskiptavina félagsins og birti þær á netinu. Vodafone hefur haldið því fram að það sé vafamál hvort vefkerfið, „Mínar síður“, falli undir fjarskiptalög eða ekki og þar með valdssvið PFS. Stofnunin hefur nú birt ákvörðun sína en rannsókn PFS á umræddu innbroti, og þá hvort Vodafone hafi brotið lög með því að geyma gögn lengur en í sex mánuði, er enn í gangi. „Þetta er eitt af uppgjörunum sem við erum að fara í gegnum og við erum að meta stöðuna og skoða þetta,“ segir Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone á Íslandi (Fjarskipta hf.). „Þetta í sjálfu sér breytir ekki afstöðu okkar en við vorum að útskýra með hvaða hætti við horfðum á Mínar síður. Við horfðum ekki á þær sem hluta af fjarskiptakerfum en sannarlega að sá búnaður sem notaður var til að senda upplýsingarnar væri hluti af kerfunum. En þetta er úrskurður PFS og við munum í framhaldinu meta hvort við munum áfrýja en engin slík ákvörðun hefur verið tekin,“ segir Ómar.Minnti á það sem máli skiptir Árásin á vefkerfi Vodafone kom í kjölfarið á viðburðaríku tólf mánaða tímabili sem hófst með skráningu félagsins á markað í desember 2012. Á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru hefur hlutabréfaverð Vodafone hækkað um sautján prósent eftir mikið fall daginn eftir árásina og félagið skilaði í síðasta mánuði ársuppgjöri sem sýndi hagnað upp á 847 milljónir króna. „Þetta er eitthvað sem maður vill alls ekki upplifa aftur,“ segir Ómar, um persónulega upplifun sína af árásinni í lok nóvember og afleiðingum hennar. „Þetta er búið að reyna alveg svakalega á og minnti mann á hvað það er sem skiptir máli og að hafa vakandi auga með því. En auðvitað er þetta eitt af þeim málum þar sem þú lendir í ákveðnum atburði eða stöðu þar sem skiptir öllu máli að taka réttu ákvarðanirnar, styðja við starfsfólkið og upplýsa út á við. En þetta voru virkilega erfiðir tímar sem reyndu á.“ Ómar sendi viðskiptavinum Vodafone bréf í síðustu viku þar sem hann fór yfir þær aðgerðir sem félagið hefur ráðist í til að efla öryggismál. Þar segir að fyrirtækið hafi meðal annars breytt kerfislegri uppbyggingu heimasíðunnar vodafone.is, eflt innbrotavarnir með nýjum eldveggjum og aukið samstarf við Vodafone Group. „Það er gríðarlega gott bakland. Starfsmenn Vodafone Group hafa aðstoðað okkur við ýmis tæknileg atriði og þá miðað við alþjóðlega staðla enda er ógnin alþjóðleg í sjálfu sér. Allt er þetta gert til að upplýsa heiðarlega hvernig málin fóru og hvað gerðist í raun og veru.“ Vodafone hefur ekki gefið upp hversu margir viðskiptavinir sögðu skilið við fyrirtækið í kjölfar árásarinnar. Fyrstu dagana á eftir var talað um að fjöldinn væri innan við eitt prósent af viðskiptavinum og að sögn Ómars var desember ekki stærsti brottfallsmánuðurinn í sögu félagsins. Síðan þá hafa fjölmiðlar fjallað um að hópmálssókn gegn félaginu sé í undirbúningi. „Í stóra samhenginu eru þetta ekki þannig tölur að þær hafi einhver veruleg áhrif. En þetta reyndi á alla þræði rekstursins og auðvitað hættu viðskiptavinir og það eru okkur gríðarleg vonbrigði. Stærstu viðskiptavinirnir sýndu okkur mikla tryggð og traust og það má segja að okkar ljós í gegnum þessar áskoranir hafi verið það traust sem viðskiptavinir hafa sýnt okkur.“Fyrsti fjórðungurinn oft erfiður Hagnaður Vodafone á síðasta ári hækkaði um 112 prósent miðað við árið á undan. „Flestir okkar lykilmælikvarðar líta vel út og við erum mjög stolt af árinu og það endar á mjög viðburðaríkan hátt. Auðvitað er áskorun varðandi tekjurnar þar sem við erum að lækka um eitt prósent. Frumframlegðin er hins vegar að aukast og við erum að ná að halda rekstrarkostnaðinum í skefjum.“ Ómar vill lítið segja um hverju fjárfestar og aðrir megi búast við þegar uppgjör fyrsta fjórðungs þessa árs verður kynnt. „Fyrsti fjórðungur hefur oft verið erfiðasti fjórðungurinn og hann er óútreiknanlegur. En við sjáum til hvort við getum ekki fylgt eftir góðum ársfjórðungum.“Stefnt að arðgreiðslum Aðalfundur Vodafone verður haldinn á Hilton Nordica hóteli í dag. Núverandi stjórnarmenn sækjast þar eftir endurkjöri og Vilmundur Jósefsson, fyrrverandi formaður Samtaka atvinnulífsins, hefur einnig boðið sig fram til stjórnarsetu, en Vilmundur sat áður í stjórninni. „Þetta sýnir að það er áhugi fyrir fyrirtækinu. Við höfum notið stuðnings og hvatningar og eðlilega krafna frá stjórninni í þeim verkefnum sem við höfum tekist á við,“ segir Ómar. Á aðalfundinum verða einnig lagðar fram tillögur stjórnar um að 20-40 prósent af hagnaði ársins verði greidd út í arð. „Það er eitthvað sem ekki hefur verið gert áður. Stjórnin lofaði á síðasta aðalfundi að leggja til stefnu varðandi arðgreiðslur en við munum ekki greiða út arð vegna ársins 2013 heldur er verið að samþykkja stefnuna fyrir næsta ársuppgjör,“ segir Ómar.Gagnabyltingin rétt að hefjast„Áskoranirnar núna tengjast því hvernig við getum vaxið og þá ætlum við að horfa til þeirra tækifæra sem eru til að auka tekjur,“ segir Ómar og bætir því við að fyrirtækið hafi unnið að stefnumörkun þar sem horft sé til næstu þriggja ára. „Við höfum séð að tekjur af þessum hefðbundnu fjarskiptavörum, mínútur og sms og allt það, þær eru í besta falli að haldast eða eitthvað að minnka. Ég tala þá ekki um samkeppnina sem kemur alls staðar frá, hvort sem það er Facebook, Google, Whatsapp, Viber eða Skype,“ segir Ómar. Tækifæri fyrirtækisins liggja að hans mati í auknum gagnaflutningi og öðrum tekjustraumum eins og sjónvarpsþjónustu Vodafone. „Við höfum sagt að þessi gagnabylting sé rétt að hefjast.“ Annað framtíðarverkefni er sameining farsímadreifikerfa Vodafone og Nova í eitt alhliða kerfi. „Það mál er inni á borði samkeppnisyfirvalda en það hefur engin niðurstaða komið í það en mínar væntingar standa til þess niðurstaða fáist í apríl. Og svo er spurning með Emerald-sæstrenginn sem við höfum samið um afnot af en nú er útlit fyrir að hann verði tekin í notkun snemma árs 2015. Við erum því bjartsýn varðandi þessi verkefni sem koma til með að móta framtíð Vodafone.“
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira