Reykjaneshöfn hefur tapað 2,8 milljörðum á fimm árum Haraldur Guðmundsson skrifar 27. mars 2014 08:34 Lóðaúthlutun Reykjaneshafnar í Helguvík hefur nánast stöðvast frá árinu 2008. Vísir/GVA Reykjaneshöfn tapaði 650 milljónum króna á síðasta ári. Fyrirtækið hefur tapað rúmum 2,8 milljörðum króna á síðustu fimm árum og skuldar nú 7,3 milljarða ,„Skuldirnar hafa sjöfaldast frá árinu 2002 en á meðan hafa tekjurnar verið oftaldar og tapið margfalt meira en áætlanir meirihlutans gerðu ráð fyrir,“ segir Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Reykjaneshöfn er í eigu bæjarfélagsins og starfsemin fjármögnuð með tekjum af rekstri fimm hafna. Uppbygging svæðisins við Helguvíkurhöfn hefur síðustu ár verið stærsti kostnaðarliðurinn í framkvæmdum fyrirtækisins. Áform um iðnaðaruppbyggingu á svæðinu hafa ekki orðið að veruleika og Reykjanesbær því þurft að endurfjármagna reksturinn með lántökum. Kostnaður vegna þeirra ræður nú úrslitum um afkomu fyrirtækisins. „Það er augljóst að tekjur hafa staðið á sér og fjárfestingin hefur ekki enn borgað sig og menn hafa farið í endurfjármögnun og bera uppi mjög þungan kostnað af þessu. Von okkar og vissa er að um leið og þessi verkefni í Helguvík sem eru á borðinu fara af stað, og ég get nefnt fimm verkefni, muni þetta snúast fljótt við,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann nefnir tvær kísilmálmverksmiðjur, álver, vatnsverksmiðju og glýkólverksmiðju. Í frétt um síðasta ársreikning Reykjaneshafnar á vef fyrirtækisins segir að vonir séu bundnar við að framleiðsla 270 þúsund tonna álvers Norðuráls í Helguvík hefjist á næsta ári. „Meirihlutinn er búinn að lofa álveri síðan 2006 og þessi framtíðarsýn er búin að vera í ársreikningum fyrirtækisins síðan þá. Þetta álver er eins og allir vita eitt stórt spurningamerki,“ segir Friðjón. „Áætlanagerðin öll þessi ár hefur byggst á draumsýn og aldrei staðist og við höfum eytt langt um efni fram og nú stöndum við ekki undir skuldunum. Menn hafa talið gullpeningana í kassann áður en þeir koma og því höfum við þurft að taka yfirdrátt og selja eignir til að bjarga okkur,“ segir Friðjón og nefnir meðal annars fyrirhugaða sölu bæjarins á fimmtán prósenta hlut í HS Veitum. Árni segist skilja gagnrýni á rekstur Reykjaneshafnar. „Þessi gagnrýni hefur verið í tíu, tólf ár en við teljum að það þurfi að fjárfesta til að afla fjár. Þeir sem þekkja til framkvæmda í Helguvík vita að þarna er búið að undirbúa hafnarmannvirki, lóðir og annan aðbúnað svo það verði hægt að taka við stórum fyrirtækjum. Við væntum þess að endurgjöldin kæmu mun fyrr og það hefur verið mjög miður að þurfa að sitja uppi með fjárfestingu í þetta mörg ár án þess að hún sé að skila sér og það hefur verið erfitt fyrir sveitarfélagið að standa undir því.“ Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Reykjaneshöfn tapaði 650 milljónum króna á síðasta ári. Fyrirtækið hefur tapað rúmum 2,8 milljörðum króna á síðustu fimm árum og skuldar nú 7,3 milljarða ,„Skuldirnar hafa sjöfaldast frá árinu 2002 en á meðan hafa tekjurnar verið oftaldar og tapið margfalt meira en áætlanir meirihlutans gerðu ráð fyrir,“ segir Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Reykjaneshöfn er í eigu bæjarfélagsins og starfsemin fjármögnuð með tekjum af rekstri fimm hafna. Uppbygging svæðisins við Helguvíkurhöfn hefur síðustu ár verið stærsti kostnaðarliðurinn í framkvæmdum fyrirtækisins. Áform um iðnaðaruppbyggingu á svæðinu hafa ekki orðið að veruleika og Reykjanesbær því þurft að endurfjármagna reksturinn með lántökum. Kostnaður vegna þeirra ræður nú úrslitum um afkomu fyrirtækisins. „Það er augljóst að tekjur hafa staðið á sér og fjárfestingin hefur ekki enn borgað sig og menn hafa farið í endurfjármögnun og bera uppi mjög þungan kostnað af þessu. Von okkar og vissa er að um leið og þessi verkefni í Helguvík sem eru á borðinu fara af stað, og ég get nefnt fimm verkefni, muni þetta snúast fljótt við,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann nefnir tvær kísilmálmverksmiðjur, álver, vatnsverksmiðju og glýkólverksmiðju. Í frétt um síðasta ársreikning Reykjaneshafnar á vef fyrirtækisins segir að vonir séu bundnar við að framleiðsla 270 þúsund tonna álvers Norðuráls í Helguvík hefjist á næsta ári. „Meirihlutinn er búinn að lofa álveri síðan 2006 og þessi framtíðarsýn er búin að vera í ársreikningum fyrirtækisins síðan þá. Þetta álver er eins og allir vita eitt stórt spurningamerki,“ segir Friðjón. „Áætlanagerðin öll þessi ár hefur byggst á draumsýn og aldrei staðist og við höfum eytt langt um efni fram og nú stöndum við ekki undir skuldunum. Menn hafa talið gullpeningana í kassann áður en þeir koma og því höfum við þurft að taka yfirdrátt og selja eignir til að bjarga okkur,“ segir Friðjón og nefnir meðal annars fyrirhugaða sölu bæjarins á fimmtán prósenta hlut í HS Veitum. Árni segist skilja gagnrýni á rekstur Reykjaneshafnar. „Þessi gagnrýni hefur verið í tíu, tólf ár en við teljum að það þurfi að fjárfesta til að afla fjár. Þeir sem þekkja til framkvæmda í Helguvík vita að þarna er búið að undirbúa hafnarmannvirki, lóðir og annan aðbúnað svo það verði hægt að taka við stórum fyrirtækjum. Við væntum þess að endurgjöldin kæmu mun fyrr og það hefur verið mjög miður að þurfa að sitja uppi með fjárfestingu í þetta mörg ár án þess að hún sé að skila sér og það hefur verið erfitt fyrir sveitarfélagið að standa undir því.“
Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira