Viðskipti innlent

Tap Skipta hf. fimmfaldast milli ára

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Orri Hauksson forstjóri Skipta segir tap félagsins ekki hafa áhrif á fjárhagslegan styrk félagsins né getu þess til að standa við allar sínar skuldbindingar.
Orri Hauksson forstjóri Skipta segir tap félagsins ekki hafa áhrif á fjárhagslegan styrk félagsins né getu þess til að standa við allar sínar skuldbindingar. Vísir/Pjetur

Rekstrarhagnaður Skipta hf. á árinu 2013 fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 8,3 milljörðum króna samanborið við 7,4 milljarða árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem birtur var í dag.

Eiginfjárhlutfall Skipta hf. er 45,0 prósent og eigið fé er 26,4 milljarðar króna. Eigið fé var 7,9 milljarðar í lok árs 2012 og eiginfjárhlutfall 10,2 prósent.

Sala nam 29,9 milljörðum króna samanborið við 28,9 milljarða árið áður og er aukningin 3,6%. Kostnaðarverð sölu var 15,7 milljarðar og stendur í stað milli ára. Rekstrarkostnaður lækkar um 79 milljónir króna milli ára, var 9.467 milljónir króna samanborið við 9.546 milljónir króna árið 2012.

Bókfært tap á árinu 2013 nam tæpum 17 milljörðum króna samanborið við 3,4 milljarða tap árið áður. Tapið skýrist af alls 19,6 milljarða gjaldfærslu eftirtalinna liða: Rúmlega 14 milljarða virðisrýrnun viðskiptavildar, ríflega 3 milljarða niðurfærslu á kröfu á hendur Glitni hf. og 2,6 milljarða gjaldfærslu í varúðarskyni vegna endurákvörðunar skatta. Þessir liðir hafa ekki áhrif á fjárstreymi.

Orri Hauksson forstjóri Símans hf. segir uppgjörið einkennast af mikilli virðisrýrnun óefnislegra eigna sem valdi verulegu tapi hjá samstæðunni.

„Slíkt tap hefur ekki áhrif á fjárhagslegan styrk félagsins né getu þess til að standa við allar sínar skuldbindingar. Efnahagsreikningurinn endurspeglar nú betur markaðsvirði félagsins við fjárhagslega endurskipulagningu á seinasta ári. Við teljum rétt að beita ítrustu varúð við mat á óefnislegum eignum og á einskiptiskostnaði. Alls eru gjaldfærðir 19,6 milljarðar króna vegna þessara liða í uppgjöri ársins og munar um minna,“ er haft eftir Orra í tilkynningunni.

Hann tekur ennfremur fram að EBITDA félagsins hækki milli ára og starfsfólk og stjórnendur hafi unnið gott starf á undanförnum árum.

„Það er ljóst að góður grunnur hefur verið lagður fyrir framtíðina og fyrirtækið stendur mjög sterkt eftir fjárhagslega endurskipulagningu seinasta árs,“ segir Orri.

Heildarlaun og þóknanir til stjórnenda félagsins á árinu 2013 námu 548 milljónum króna, samanborið við 501 milljón árið 2012.

Hinn 12. febrúar síðastliðinn var tilkynnt að stjórnir Skipta og Símans hefðu ákveðið að sameina rekstur félaganna undir nafninu Síminn hf. Sameiningin var gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins sem ekki hefur lokið málsmeðferð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.