Svipmynd Markaðarins: Vann fyrir launum fimm ára gömul Haraldur Guðmundsson skrifar 15. mars 2014 09:00 Guðrún ákvað að bjóða sig fram til formanns í janúar síðastliðnum. Vísir/Daníel Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Samtaka iðnaðarins (SI) og markaðsstjóri Kjöríss, hefur setið í stjórn samtakanna frá árinu 2011 og starfað hjá fjölskyldufyrirtækinu frá blautu barnsbeini. „Í desember fóru aðilar að tala við mig um hvort ég myndi vilja bjóða mig fram í formanninn. Ég gaf það alveg frá mér en síðan jókst sá þungi í janúar og ég ákvað að slá til,“ segir Guðrún. Formannskjörið í síðustu viku var sögulegt, því enginn sitjandi formaður í tuttugu ára sögu SI hafði fengið mótframboð og tvær konur höfðu aldrei barist um embættið. „Svo var þetta í fyrsta sinn sem formaður SI kemur frá póstnúmeri sem byrjar ekki á tölustafnum 1,“ segir Guðrún. Hún segist vilja auka sýnileika SI og leggja sitt af mörkum til að auka veg iðnmenntunar á Íslandi. „Ég vil sjá aðeins meira líf í samtökunum. Ég er markaðsdrifin manneskja og held að þessi samtök hafi kannski ekki markaðssett sig nóg. Ég held að samtökin þurfi að selja sig betur og ég vil að þau verði öflugasti málsvari iðnaðar á Íslandi.“ Guðrún lærði mannfræði í Háskóla Íslands og hún hefur starfað sem markaðsstjóri Kjöríss frá 2008. Faðir hennar, Hafsteinn Kristinsson, var einn af stofnendum fyrirtækisins og Guðrún var farin að vinna á verksmiðjugólfinu fimm ára gömul og fékk þá sín fyrstu laun. „Faðir minn lagði áherslu á að við systkinin myndum læra að vinna hjá öðru fólki en ekki bara hjá honum. Við fórum öll í sumarvinnu hjá öðrum fyrirtækjum í Hveragerði og ég vann í nokkur sumur hjá Búnaðarbankanum þar og í Kringlunni. Svo vann ég í Eden eins og allir Hvergerðingar af minni kynslóð gerðu.“ Guðrún er gift Davíð Davíðssyni, sölustjóra hjá HB Granda, og þau eiga þrjú börn á aldrinum níu til 20 ára. Spurð um áhugamál segir Guðrún að hún hafi áhuga á nánast öllu. „Ég hef áhuga á að borða góðan mat og mér finnst gaman að elda. Ég les og hef rosalega mikinn áhuga á leikhúsi. Svo finnst mér alltaf skemmtilegra og skemmtilegra að vinna í garðinum enda grær allt og dafnar í Hveragerði, eiginlega allt sem þú potar niður. Svo hef ég mikinn áhuga á fólki, það er gaman að hitta allt fólk og allar manneskjur hafa frá einhverju skemmtilegu að segja.“Ragnar GuðmundssonRagnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls „Við Guðrún höfum setið saman í stjórn Samtaka iðnaðarins í eitt ár en við þekktumst ekki fyrir þann tíma. Hún hefur langa reynslu af rekstri iðnfyrirtækis, í gegnum bæði góða tíma og slæma og hún ber gott skynbragð á hvað hefur áhrif á rekstur iðnfyrirtækja. Mér finnst hún kynna sér málin vel og þegar hún hefur gert það virðist hún vera óhrædd við að fylgja eftir sinni eigin sannfæringu. Hún er drífandi manneskja sem ég held að eigi eftir að gera góða hluti fyrir samtökin.“Aldís HafsteinsdóttirAldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar „Guðrún er þriðja í röðinni af okkur fjórum systkinunum og sú eldri af litlu systrum mínum. Við höfum alltaf verið afskaplega náinn hópur og hittumst oft. Guðrún er hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kemur en hún hefur alltaf átt afar auðvelt með að kynnast fólki. Nú orðið er varla slegið upp veislu í nánasta hópi öðru vísi en að hún sé veislustjóri. Eitt af hennar aðaleinkennum er reyndar alveg furðuleg óheppni oft á tíðum. Það er lyginni líkast hverju hún getur ekki lent í. Það hafa til dæmis ekki margir snúið sig á báðum fótum í einu! En Guðrún er afar ósérhlífin og bóngóð með afbrigðum. Hún er líka klár og þegar við bætist vænn skammtur af heilbrigðri skynsemi er ekki von á öðru en góðu úr hennar herbúðum.” Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Samtaka iðnaðarins (SI) og markaðsstjóri Kjöríss, hefur setið í stjórn samtakanna frá árinu 2011 og starfað hjá fjölskyldufyrirtækinu frá blautu barnsbeini. „Í desember fóru aðilar að tala við mig um hvort ég myndi vilja bjóða mig fram í formanninn. Ég gaf það alveg frá mér en síðan jókst sá þungi í janúar og ég ákvað að slá til,“ segir Guðrún. Formannskjörið í síðustu viku var sögulegt, því enginn sitjandi formaður í tuttugu ára sögu SI hafði fengið mótframboð og tvær konur höfðu aldrei barist um embættið. „Svo var þetta í fyrsta sinn sem formaður SI kemur frá póstnúmeri sem byrjar ekki á tölustafnum 1,“ segir Guðrún. Hún segist vilja auka sýnileika SI og leggja sitt af mörkum til að auka veg iðnmenntunar á Íslandi. „Ég vil sjá aðeins meira líf í samtökunum. Ég er markaðsdrifin manneskja og held að þessi samtök hafi kannski ekki markaðssett sig nóg. Ég held að samtökin þurfi að selja sig betur og ég vil að þau verði öflugasti málsvari iðnaðar á Íslandi.“ Guðrún lærði mannfræði í Háskóla Íslands og hún hefur starfað sem markaðsstjóri Kjöríss frá 2008. Faðir hennar, Hafsteinn Kristinsson, var einn af stofnendum fyrirtækisins og Guðrún var farin að vinna á verksmiðjugólfinu fimm ára gömul og fékk þá sín fyrstu laun. „Faðir minn lagði áherslu á að við systkinin myndum læra að vinna hjá öðru fólki en ekki bara hjá honum. Við fórum öll í sumarvinnu hjá öðrum fyrirtækjum í Hveragerði og ég vann í nokkur sumur hjá Búnaðarbankanum þar og í Kringlunni. Svo vann ég í Eden eins og allir Hvergerðingar af minni kynslóð gerðu.“ Guðrún er gift Davíð Davíðssyni, sölustjóra hjá HB Granda, og þau eiga þrjú börn á aldrinum níu til 20 ára. Spurð um áhugamál segir Guðrún að hún hafi áhuga á nánast öllu. „Ég hef áhuga á að borða góðan mat og mér finnst gaman að elda. Ég les og hef rosalega mikinn áhuga á leikhúsi. Svo finnst mér alltaf skemmtilegra og skemmtilegra að vinna í garðinum enda grær allt og dafnar í Hveragerði, eiginlega allt sem þú potar niður. Svo hef ég mikinn áhuga á fólki, það er gaman að hitta allt fólk og allar manneskjur hafa frá einhverju skemmtilegu að segja.“Ragnar GuðmundssonRagnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls „Við Guðrún höfum setið saman í stjórn Samtaka iðnaðarins í eitt ár en við þekktumst ekki fyrir þann tíma. Hún hefur langa reynslu af rekstri iðnfyrirtækis, í gegnum bæði góða tíma og slæma og hún ber gott skynbragð á hvað hefur áhrif á rekstur iðnfyrirtækja. Mér finnst hún kynna sér málin vel og þegar hún hefur gert það virðist hún vera óhrædd við að fylgja eftir sinni eigin sannfæringu. Hún er drífandi manneskja sem ég held að eigi eftir að gera góða hluti fyrir samtökin.“Aldís HafsteinsdóttirAldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar „Guðrún er þriðja í röðinni af okkur fjórum systkinunum og sú eldri af litlu systrum mínum. Við höfum alltaf verið afskaplega náinn hópur og hittumst oft. Guðrún er hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kemur en hún hefur alltaf átt afar auðvelt með að kynnast fólki. Nú orðið er varla slegið upp veislu í nánasta hópi öðru vísi en að hún sé veislustjóri. Eitt af hennar aðaleinkennum er reyndar alveg furðuleg óheppni oft á tíðum. Það er lyginni líkast hverju hún getur ekki lent í. Það hafa til dæmis ekki margir snúið sig á báðum fótum í einu! En Guðrún er afar ósérhlífin og bóngóð með afbrigðum. Hún er líka klár og þegar við bætist vænn skammtur af heilbrigðri skynsemi er ekki von á öðru en góðu úr hennar herbúðum.”
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira