Viðskipti innlent

Borgar Þór til Cato lögmanna

Haraldur Guðmundsson skrifar
Borgar Þór Einarsson héraðsdómslögmaður hefur hafið störf hjá Cato lögmönnum.
Borgar Þór Einarsson héraðsdómslögmaður hefur hafið störf hjá Cato lögmönnum. Vísir/Aðsend
Borgar Þór Einarsson héraðsdómslögmaður hefur hafið störf hjá Cato lögmönnum í Katrínartúni 2. Hann var áður einn eigenda OPUS lögmanna og starfsmaður lögfræðiráðgjafar Landsbanka Íslands frá 2005 til 2008.

„Ég er mjög ánægður með þetta skref. Cato lögmenn er öflug stofa með verkefni sem ég tel vera við mitt hæfi,“ segir Borgar Þór í samtali við Vísi.

Frá október 2008 starfaði hann í lögfræðiráðgjöf NBI hf. og sá meðal annars um málflutning fyrir hönd bankans, innleiðingu verklags vegna gjaldeyrishafta og innleiðingu nýrra skilmála og verklagsreglna vegna verðbréfaviðskipta. 

Borgar Þór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1995 og dvaldi í Montpellier í Frakklandi veturinn á eftir við nám í frönsku. Hann útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 2004 og starfaði þá sem fulltrúi á Lex lögmannsstofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×