Óbreyttir stýrivextir Haraldur Guðmundsson skrifar 19. mars 2014 08:49 Minni verðbólga en spáð var í febrúar, auk sterkari krónu og minni launahækkana, valda því að verðbólguhorfur til næstu missera hafa batnað frá því sem áður var talið. Vísir/GVA Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í sex prósentum. Í tilkynningu nefndarinnar um ákvörðunina segir að verðbólga hafi mælst 2,1 prósent í febrúar og hefur hún hjaðnað nokkuð hratt. Þá bendi nýir þjóðhagsreikningar til þess að launakostnaður á ársverk hafi hækkað töluvert minna á síðustu tveimur árum en fyrri tölur höfðu bent til. Einnig séu horfur á að niðurstöður kjarasamninga sem gerðir voru fyrir áramót muni gilda fyrir meginhluta vinnumarkaðarins. „Minni verðbólga en spáð var í febrúar, auk sterkari krónu og minni launahækkana, valda því að verðbólguhorfur til næstu missera hafa batnað frá því sem áður var talið. Verðbólguvæntingar til skamms tíma hafa einnig lækkað í takt við hjöðnun verðbólgu en verðbólguvæntingar til langs tíma eru enn töluvert yfir verðbólgumarkmiði. Horfur á auknum vexti innlendrar eftirspurnar á komandi misserum munu að öðru óbreyttu krefjast þess að raunvextir Seðlabankans hækki. Á móti gætu komið aðgerðir sem leggjast á sveif með peningastefnunni, þ.á m. stefnan í ríkisfjármálum sem fylgt verður á komandi árum. Einnig gætu endurbætur sem styrkja framboðshlið þjóðarbúsins dregið úr framleiðsluspennu og þar með úr verðbólguáhrifum aukinnar eftirspurnar. Taumhald peningastefnunnar á hverjum tíma ræðst af verðbólguhorfum. Til skemmri tíma hafa þær batnað, en eins og áður var spáð eru horfur á að verðbólga aukist á ný samfara auknum vexti innlendrar eftirspurnar á sama tíma og slaki snýst í spennu. Það fer eftir þróun verðbólgu og verðbólguvæntinga næstu mánuði hvort skapast gæti tilefni til lækkunar nafnvaxta. Litið lengra fram á veginn munu raunvextir miðað við ofangreindar horfur þurfa að hækka frekar. Í hve miklu mæli það gerist með hækkun nafnvaxta mun eins og áður ráðast af þróun verðbólgunnar," segir í tilkynningu nefndarinnar. Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í sex prósentum. Í tilkynningu nefndarinnar um ákvörðunina segir að verðbólga hafi mælst 2,1 prósent í febrúar og hefur hún hjaðnað nokkuð hratt. Þá bendi nýir þjóðhagsreikningar til þess að launakostnaður á ársverk hafi hækkað töluvert minna á síðustu tveimur árum en fyrri tölur höfðu bent til. Einnig séu horfur á að niðurstöður kjarasamninga sem gerðir voru fyrir áramót muni gilda fyrir meginhluta vinnumarkaðarins. „Minni verðbólga en spáð var í febrúar, auk sterkari krónu og minni launahækkana, valda því að verðbólguhorfur til næstu missera hafa batnað frá því sem áður var talið. Verðbólguvæntingar til skamms tíma hafa einnig lækkað í takt við hjöðnun verðbólgu en verðbólguvæntingar til langs tíma eru enn töluvert yfir verðbólgumarkmiði. Horfur á auknum vexti innlendrar eftirspurnar á komandi misserum munu að öðru óbreyttu krefjast þess að raunvextir Seðlabankans hækki. Á móti gætu komið aðgerðir sem leggjast á sveif með peningastefnunni, þ.á m. stefnan í ríkisfjármálum sem fylgt verður á komandi árum. Einnig gætu endurbætur sem styrkja framboðshlið þjóðarbúsins dregið úr framleiðsluspennu og þar með úr verðbólguáhrifum aukinnar eftirspurnar. Taumhald peningastefnunnar á hverjum tíma ræðst af verðbólguhorfum. Til skemmri tíma hafa þær batnað, en eins og áður var spáð eru horfur á að verðbólga aukist á ný samfara auknum vexti innlendrar eftirspurnar á sama tíma og slaki snýst í spennu. Það fer eftir þróun verðbólgu og verðbólguvæntinga næstu mánuði hvort skapast gæti tilefni til lækkunar nafnvaxta. Litið lengra fram á veginn munu raunvextir miðað við ofangreindar horfur þurfa að hækka frekar. Í hve miklu mæli það gerist með hækkun nafnvaxta mun eins og áður ráðast af þróun verðbólgunnar," segir í tilkynningu nefndarinnar.
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira