Bregðast við einum af stærstu veikleikum fjármálakerfisins Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2014 12:08 Vísir/GVA Nýtt stjórnarfrumvarp til laga segir til um stofnun fjármálastöðugleikaráðs. Frumvarpið var lagt fram í gær af Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og markmið þeirra er að efla og varðveita fjármálastöðugleika í almannaþágu, auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins og sporna við uppsöfnun kerfisáhættu. Í fjármálastöðugleikaráði munu sitja fjármálaráðherra, sem einnig verður formaður ráðsins, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Helstu verkefni ráðsins verða samkvæmt frumvarpinu að móta opinbera stefnu um fjármálastöðugleika. Að meta efnahagslegt ójafnvægi, áhættu í fjármálakerfinu, óæskilega hvata og aðrar aðstæður sem eru líklegar til að ógna fjármálastöðugleika. Frumvarpið felur einnig í sér skipan fimm manna kerfisáhættunefndar sem ætlað er að starfa fyrir ráðið. Í henni eiga að sitja seðlabankastjóri, forstjóri fjármálaeftirlitsins, sá stjórnenda Seðlabanka Íslands sem fer með málefni fjármálastöðugleika, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins og einn sérfræðingur í málefnum fjármálamarkaðar eða hagfræði sem ráðherra skipar án tilnefningar til fimm ára í senn. Nefndinni er ætlað að leggja mat á aðstæður og horfur í fjármálakerfinu, kerfishættu og fjármálastöðugleika. Í athugasemdahlut frumvarpsins segir að með þessu sé verið að bregðast við einum af stærstu veikleikum fjármálakerfisins sem í ljós komu í kjölfar fjármálakreppunnar.Þrenns konar gallar á regluverki og eftirliti Í athugasemdum við frumvarpið er farið yfir forsögu málsins og þar segir að fjármálakreppan sem skall á hér á landi haustið 2008 hafi leitt í ljós þrenns konar veilur í regluverki og eftirliti með fjármálastarfsemi. Þrjú atriði eru nefnd. Í fyrsta lagi hafi ekki verið nægilegt eftirlit með fjármálakerfinu sem heild. Skort hafi heildar- eða kerfiseftirlit, þjóðhagvarúðareftirlit, sem sagt eftirlit sem ekki einskorðast við hverja einstaka fjármálastofnun heldur lítur eftir kerfinu sem heild. Einnig hafi verið skortur á tengingu einda- og heildareftirlit með ásættanlegum hætti. Í öðru lagi hafi útbreiddum og viðvarandi hagsmunaárekstri ekki verið gefinn nægur gaumur og óæskilegum hvötum í fjármálageiranum sem stafi annars vegar af ósamhverfum aðgangi að upplýsingum og hins vegar af ágalla í meðferð á hagnaði og tapi. Hagnaður af fjármálaviðskiptum hafi fallið í hlut eigenda og stjórnenda fjármálafyrirtækja þegar vel gekk, en tap, þegar á móti blés hafi verið borið af hinu opinbera, það er almenningi. Þá segir að í þriðja lagi hafi viðbúnaður við fjármálaóföllum verið ónógur. Hvorki hafi verið til staðar almennar reglur né stjórnskipulag til að auðvelda skila- og slitameðferða fjármálafyrirtækja, reglur til að girða fyrir þá viðskiptahegðun sem vandanum olli eða þá reglur sem tryggðu órofið framhald bráðnauðsynlegrar fjármálaþjónustu þegar fjármálafyrirtæki riða til falls. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Nýtt stjórnarfrumvarp til laga segir til um stofnun fjármálastöðugleikaráðs. Frumvarpið var lagt fram í gær af Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og markmið þeirra er að efla og varðveita fjármálastöðugleika í almannaþágu, auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins og sporna við uppsöfnun kerfisáhættu. Í fjármálastöðugleikaráði munu sitja fjármálaráðherra, sem einnig verður formaður ráðsins, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Helstu verkefni ráðsins verða samkvæmt frumvarpinu að móta opinbera stefnu um fjármálastöðugleika. Að meta efnahagslegt ójafnvægi, áhættu í fjármálakerfinu, óæskilega hvata og aðrar aðstæður sem eru líklegar til að ógna fjármálastöðugleika. Frumvarpið felur einnig í sér skipan fimm manna kerfisáhættunefndar sem ætlað er að starfa fyrir ráðið. Í henni eiga að sitja seðlabankastjóri, forstjóri fjármálaeftirlitsins, sá stjórnenda Seðlabanka Íslands sem fer með málefni fjármálastöðugleika, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins og einn sérfræðingur í málefnum fjármálamarkaðar eða hagfræði sem ráðherra skipar án tilnefningar til fimm ára í senn. Nefndinni er ætlað að leggja mat á aðstæður og horfur í fjármálakerfinu, kerfishættu og fjármálastöðugleika. Í athugasemdahlut frumvarpsins segir að með þessu sé verið að bregðast við einum af stærstu veikleikum fjármálakerfisins sem í ljós komu í kjölfar fjármálakreppunnar.Þrenns konar gallar á regluverki og eftirliti Í athugasemdum við frumvarpið er farið yfir forsögu málsins og þar segir að fjármálakreppan sem skall á hér á landi haustið 2008 hafi leitt í ljós þrenns konar veilur í regluverki og eftirliti með fjármálastarfsemi. Þrjú atriði eru nefnd. Í fyrsta lagi hafi ekki verið nægilegt eftirlit með fjármálakerfinu sem heild. Skort hafi heildar- eða kerfiseftirlit, þjóðhagvarúðareftirlit, sem sagt eftirlit sem ekki einskorðast við hverja einstaka fjármálastofnun heldur lítur eftir kerfinu sem heild. Einnig hafi verið skortur á tengingu einda- og heildareftirlit með ásættanlegum hætti. Í öðru lagi hafi útbreiddum og viðvarandi hagsmunaárekstri ekki verið gefinn nægur gaumur og óæskilegum hvötum í fjármálageiranum sem stafi annars vegar af ósamhverfum aðgangi að upplýsingum og hins vegar af ágalla í meðferð á hagnaði og tapi. Hagnaður af fjármálaviðskiptum hafi fallið í hlut eigenda og stjórnenda fjármálafyrirtækja þegar vel gekk, en tap, þegar á móti blés hafi verið borið af hinu opinbera, það er almenningi. Þá segir að í þriðja lagi hafi viðbúnaður við fjármálaóföllum verið ónógur. Hvorki hafi verið til staðar almennar reglur né stjórnskipulag til að auðvelda skila- og slitameðferða fjármálafyrirtækja, reglur til að girða fyrir þá viðskiptahegðun sem vandanum olli eða þá reglur sem tryggðu órofið framhald bráðnauðsynlegrar fjármálaþjónustu þegar fjármálafyrirtæki riða til falls.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira