Seðlabankinn varar við sýndarfé Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2014 16:36 Vísir/Pjetur Seðlabanki Íslands varar við notkun sýndarfés, eða stafrænum skiptimiðli. Segir bankinn að Bitcoin sé þekkt dæmi um sýndarfé og nú berist fréttir af sérstöku sýndarfé fyrir Íslandi, Auroracoin. Í tilkynningu á vef Seðlabankans segir að hvorki Auroracoin né Bitcoin sé viðurkenndur lögeyrir eða gjaldmiðill í skilningi íslenskra laga. „Vert er að minna á að hér á landi hefur Seðlabanki Íslands einkarétt til að gefa út peningaseðla og láta slá og gefa út mynt eða annan gjaldmiðil sem getur gengið manna á milli í stað peningaseðla og löglegrar myntar.“ Þá segir einnig að sýndarfé sé ekki heldur skilgreint sem rafeyrir. Ennfremur segir að notkun sýndarfjár falli utan gildissviðs laga um greiðsluþjónustu. „Að baki útgáfu Auroracoin stendur ekki starfsleyfisskyldur aðili háður eftirliti fjármálaeftirlitsstofnunar, frekar en að baki Bitcoin og sambærilegs sýndarfjár, eftir því sem næst verður komist.“ „Stjórnvöld og löggjafarþing hvarvetna standa nú frammi fyrir því krefjandi viðfangsefni að eyða lagalegu tómarúmi sem að sýndarfé snýr. Á vettvangi ESB er unnið að lausn sem væntanlega mun felast í breytingum á samevrópsku regluverki.“ Mat bankans er að notkun og/eða viðskipti með sýndarfé hér á landi hafi ekki áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Seðlabankinn metur einnig að ekki sé til staðar heimild til að kaupa erlendan gjaldeyri af fjármálafyrirtæki hér á landi eða til flutnings erlends gjaldeyris á milli landa, grundvelli viðskipta með sýndarfé. „Þegar af þeirri ástæðu eru viðskipti með sýndarfé takmörkunum háð á Íslandi.“ Þá segir í tilkynningunni að notkun sýndarfjár geti fylgt mikil áhætta því reynslan sýni að virði sýndarfjár í viðurkenndum gjaldeyrum sveiflist mikið. Tengdar fréttir Auroracoin dreift til allra Íslendinga Allir 330.000 Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. 6. febrúar 2014 16:35 Bitcoin viðskiptajöfrar handteknir Bandaríkjamenn hafa handtekið tvo stjórnendur gjaldeyrisskipta með sýndargjaldeyririnn Bitcoin. 27. janúar 2014 17:09 Höfundur Bitcoin fundinn Hinn eftirsótti Satoshi Nakamoto er kominn í leitirnar. 6. mars 2014 19:45 Íslensk rafmynt hækkar hratt í verði Virði hinnar nýju rafmyntar, Auroracoin, hefur rokið upp á síðustu dögum og hefur hækkað um tæp 120 prósent síðasta sólarhring. 3. mars 2014 15:48 Gengi Bitcoin fellur vegna lokunar MtGox Vefmiðlunin hrundi í kjölfar tæknilegra örðugleika. 25. febrúar 2014 12:01 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Seðlabanki Íslands varar við notkun sýndarfés, eða stafrænum skiptimiðli. Segir bankinn að Bitcoin sé þekkt dæmi um sýndarfé og nú berist fréttir af sérstöku sýndarfé fyrir Íslandi, Auroracoin. Í tilkynningu á vef Seðlabankans segir að hvorki Auroracoin né Bitcoin sé viðurkenndur lögeyrir eða gjaldmiðill í skilningi íslenskra laga. „Vert er að minna á að hér á landi hefur Seðlabanki Íslands einkarétt til að gefa út peningaseðla og láta slá og gefa út mynt eða annan gjaldmiðil sem getur gengið manna á milli í stað peningaseðla og löglegrar myntar.“ Þá segir einnig að sýndarfé sé ekki heldur skilgreint sem rafeyrir. Ennfremur segir að notkun sýndarfjár falli utan gildissviðs laga um greiðsluþjónustu. „Að baki útgáfu Auroracoin stendur ekki starfsleyfisskyldur aðili háður eftirliti fjármálaeftirlitsstofnunar, frekar en að baki Bitcoin og sambærilegs sýndarfjár, eftir því sem næst verður komist.“ „Stjórnvöld og löggjafarþing hvarvetna standa nú frammi fyrir því krefjandi viðfangsefni að eyða lagalegu tómarúmi sem að sýndarfé snýr. Á vettvangi ESB er unnið að lausn sem væntanlega mun felast í breytingum á samevrópsku regluverki.“ Mat bankans er að notkun og/eða viðskipti með sýndarfé hér á landi hafi ekki áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Seðlabankinn metur einnig að ekki sé til staðar heimild til að kaupa erlendan gjaldeyri af fjármálafyrirtæki hér á landi eða til flutnings erlends gjaldeyris á milli landa, grundvelli viðskipta með sýndarfé. „Þegar af þeirri ástæðu eru viðskipti með sýndarfé takmörkunum háð á Íslandi.“ Þá segir í tilkynningunni að notkun sýndarfjár geti fylgt mikil áhætta því reynslan sýni að virði sýndarfjár í viðurkenndum gjaldeyrum sveiflist mikið.
Tengdar fréttir Auroracoin dreift til allra Íslendinga Allir 330.000 Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. 6. febrúar 2014 16:35 Bitcoin viðskiptajöfrar handteknir Bandaríkjamenn hafa handtekið tvo stjórnendur gjaldeyrisskipta með sýndargjaldeyririnn Bitcoin. 27. janúar 2014 17:09 Höfundur Bitcoin fundinn Hinn eftirsótti Satoshi Nakamoto er kominn í leitirnar. 6. mars 2014 19:45 Íslensk rafmynt hækkar hratt í verði Virði hinnar nýju rafmyntar, Auroracoin, hefur rokið upp á síðustu dögum og hefur hækkað um tæp 120 prósent síðasta sólarhring. 3. mars 2014 15:48 Gengi Bitcoin fellur vegna lokunar MtGox Vefmiðlunin hrundi í kjölfar tæknilegra örðugleika. 25. febrúar 2014 12:01 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Auroracoin dreift til allra Íslendinga Allir 330.000 Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. 6. febrúar 2014 16:35
Bitcoin viðskiptajöfrar handteknir Bandaríkjamenn hafa handtekið tvo stjórnendur gjaldeyrisskipta með sýndargjaldeyririnn Bitcoin. 27. janúar 2014 17:09
Íslensk rafmynt hækkar hratt í verði Virði hinnar nýju rafmyntar, Auroracoin, hefur rokið upp á síðustu dögum og hefur hækkað um tæp 120 prósent síðasta sólarhring. 3. mars 2014 15:48
Gengi Bitcoin fellur vegna lokunar MtGox Vefmiðlunin hrundi í kjölfar tæknilegra örðugleika. 25. febrúar 2014 12:01