Seðlabankinn varar við sýndarfé Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2014 16:36 Vísir/Pjetur Seðlabanki Íslands varar við notkun sýndarfés, eða stafrænum skiptimiðli. Segir bankinn að Bitcoin sé þekkt dæmi um sýndarfé og nú berist fréttir af sérstöku sýndarfé fyrir Íslandi, Auroracoin. Í tilkynningu á vef Seðlabankans segir að hvorki Auroracoin né Bitcoin sé viðurkenndur lögeyrir eða gjaldmiðill í skilningi íslenskra laga. „Vert er að minna á að hér á landi hefur Seðlabanki Íslands einkarétt til að gefa út peningaseðla og láta slá og gefa út mynt eða annan gjaldmiðil sem getur gengið manna á milli í stað peningaseðla og löglegrar myntar.“ Þá segir einnig að sýndarfé sé ekki heldur skilgreint sem rafeyrir. Ennfremur segir að notkun sýndarfjár falli utan gildissviðs laga um greiðsluþjónustu. „Að baki útgáfu Auroracoin stendur ekki starfsleyfisskyldur aðili háður eftirliti fjármálaeftirlitsstofnunar, frekar en að baki Bitcoin og sambærilegs sýndarfjár, eftir því sem næst verður komist.“ „Stjórnvöld og löggjafarþing hvarvetna standa nú frammi fyrir því krefjandi viðfangsefni að eyða lagalegu tómarúmi sem að sýndarfé snýr. Á vettvangi ESB er unnið að lausn sem væntanlega mun felast í breytingum á samevrópsku regluverki.“ Mat bankans er að notkun og/eða viðskipti með sýndarfé hér á landi hafi ekki áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Seðlabankinn metur einnig að ekki sé til staðar heimild til að kaupa erlendan gjaldeyri af fjármálafyrirtæki hér á landi eða til flutnings erlends gjaldeyris á milli landa, grundvelli viðskipta með sýndarfé. „Þegar af þeirri ástæðu eru viðskipti með sýndarfé takmörkunum háð á Íslandi.“ Þá segir í tilkynningunni að notkun sýndarfjár geti fylgt mikil áhætta því reynslan sýni að virði sýndarfjár í viðurkenndum gjaldeyrum sveiflist mikið. Tengdar fréttir Auroracoin dreift til allra Íslendinga Allir 330.000 Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. 6. febrúar 2014 16:35 Bitcoin viðskiptajöfrar handteknir Bandaríkjamenn hafa handtekið tvo stjórnendur gjaldeyrisskipta með sýndargjaldeyririnn Bitcoin. 27. janúar 2014 17:09 Höfundur Bitcoin fundinn Hinn eftirsótti Satoshi Nakamoto er kominn í leitirnar. 6. mars 2014 19:45 Íslensk rafmynt hækkar hratt í verði Virði hinnar nýju rafmyntar, Auroracoin, hefur rokið upp á síðustu dögum og hefur hækkað um tæp 120 prósent síðasta sólarhring. 3. mars 2014 15:48 Gengi Bitcoin fellur vegna lokunar MtGox Vefmiðlunin hrundi í kjölfar tæknilegra örðugleika. 25. febrúar 2014 12:01 Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Seðlabanki Íslands varar við notkun sýndarfés, eða stafrænum skiptimiðli. Segir bankinn að Bitcoin sé þekkt dæmi um sýndarfé og nú berist fréttir af sérstöku sýndarfé fyrir Íslandi, Auroracoin. Í tilkynningu á vef Seðlabankans segir að hvorki Auroracoin né Bitcoin sé viðurkenndur lögeyrir eða gjaldmiðill í skilningi íslenskra laga. „Vert er að minna á að hér á landi hefur Seðlabanki Íslands einkarétt til að gefa út peningaseðla og láta slá og gefa út mynt eða annan gjaldmiðil sem getur gengið manna á milli í stað peningaseðla og löglegrar myntar.“ Þá segir einnig að sýndarfé sé ekki heldur skilgreint sem rafeyrir. Ennfremur segir að notkun sýndarfjár falli utan gildissviðs laga um greiðsluþjónustu. „Að baki útgáfu Auroracoin stendur ekki starfsleyfisskyldur aðili háður eftirliti fjármálaeftirlitsstofnunar, frekar en að baki Bitcoin og sambærilegs sýndarfjár, eftir því sem næst verður komist.“ „Stjórnvöld og löggjafarþing hvarvetna standa nú frammi fyrir því krefjandi viðfangsefni að eyða lagalegu tómarúmi sem að sýndarfé snýr. Á vettvangi ESB er unnið að lausn sem væntanlega mun felast í breytingum á samevrópsku regluverki.“ Mat bankans er að notkun og/eða viðskipti með sýndarfé hér á landi hafi ekki áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Seðlabankinn metur einnig að ekki sé til staðar heimild til að kaupa erlendan gjaldeyri af fjármálafyrirtæki hér á landi eða til flutnings erlends gjaldeyris á milli landa, grundvelli viðskipta með sýndarfé. „Þegar af þeirri ástæðu eru viðskipti með sýndarfé takmörkunum háð á Íslandi.“ Þá segir í tilkynningunni að notkun sýndarfjár geti fylgt mikil áhætta því reynslan sýni að virði sýndarfjár í viðurkenndum gjaldeyrum sveiflist mikið.
Tengdar fréttir Auroracoin dreift til allra Íslendinga Allir 330.000 Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. 6. febrúar 2014 16:35 Bitcoin viðskiptajöfrar handteknir Bandaríkjamenn hafa handtekið tvo stjórnendur gjaldeyrisskipta með sýndargjaldeyririnn Bitcoin. 27. janúar 2014 17:09 Höfundur Bitcoin fundinn Hinn eftirsótti Satoshi Nakamoto er kominn í leitirnar. 6. mars 2014 19:45 Íslensk rafmynt hækkar hratt í verði Virði hinnar nýju rafmyntar, Auroracoin, hefur rokið upp á síðustu dögum og hefur hækkað um tæp 120 prósent síðasta sólarhring. 3. mars 2014 15:48 Gengi Bitcoin fellur vegna lokunar MtGox Vefmiðlunin hrundi í kjölfar tæknilegra örðugleika. 25. febrúar 2014 12:01 Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Auroracoin dreift til allra Íslendinga Allir 330.000 Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. 6. febrúar 2014 16:35
Bitcoin viðskiptajöfrar handteknir Bandaríkjamenn hafa handtekið tvo stjórnendur gjaldeyrisskipta með sýndargjaldeyririnn Bitcoin. 27. janúar 2014 17:09
Íslensk rafmynt hækkar hratt í verði Virði hinnar nýju rafmyntar, Auroracoin, hefur rokið upp á síðustu dögum og hefur hækkað um tæp 120 prósent síðasta sólarhring. 3. mars 2014 15:48
Gengi Bitcoin fellur vegna lokunar MtGox Vefmiðlunin hrundi í kjölfar tæknilegra örðugleika. 25. febrúar 2014 12:01
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun