Viðskipti innlent

Pósturinn tapaði 119 milljónum króna

Haraldur Guðmundsson skrifar
Á árinu 2013 fækkaði bréfasendingum enn sem fyrr, þótt hlutfallslega hafi lítillega dregið úr árlegri fækkun.
Á árinu 2013 fækkaði bréfasendingum enn sem fyrr, þótt hlutfallslega hafi lítillega dregið úr árlegri fækkun. Vísir/Arnþór
Rekstur Íslandspósts skilaði 119 milljóna króna tapi á síðasta ári á meðan EBITDA var um 350 milljónir króna. Heildartekjur félagsins námu um 6,8 milljörðum króna, og uxu lítillega frá fyrra ári, og heildareignir voru 4,8 milljarðar króna í árslok 2013. Eigið fé nam um 2,4 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu Íslandspósts. 

Þar segir að ekki verði greiddur arður af rekstri Íslandspósts vegna ársins en að almennt megi segja að forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013, sem eru á forræði stjórnenda félagsins, hafi gengið eftir í öllum meginatriðum.

„Á hinn bóginn hafa ekki náðst fram breytingar á verðlagningu einkaréttarbréfa og fjölda dreifingardaga í sveitum, sem áætlunin gerði ráð fyrir. Skýrir sá forsendubrestur 235 mkr. lægri tekjur og 100 mkr. minni kostnaðarlækkun á árinu 2013 en áætlað var," segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×