Veitti styrk til óþekkts áhugamannafélags Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2014 11:03 Tæplega helmingur fjárins, eða 97 milljónir, fer til verkefna í kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. visir/pjetur/vilhelm Forsætisráðuneytið hefur á tæpu ári ráðstafað 205 milljónum króna í verkefni tengd húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja. Athygli hefur verið vakin á því að óþekkt áhugamannafélag á Norðfirði hafi fengið tvær milljónir í styrk til endurbyggingar á steinsteyptri fjárrétt í Norðfirði. Tæplega helmingur fjárins, eða 101 milljón, fer til verkefna í kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, Norðausturkjördæmi. Styrkirnir voru ekki auglýstir og ekki kemur fram að í öllum tilvikum hafi verið úthlutað á grundvelli skriflegrar umsóknar.Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í NA-kjördæmi spurði forsætisráðherra um styrkveitingar á Alþingi. Fram kemur í svari forsætisráðherra að þrjú verkefni í Fjarðabyggð fá styrk. 10 milljónum króna er úthlutað til endurbyggingar ytra byrðis Lúðvíkshúss í Neskaupstað. Húsið er timburhús frá árinu 1881 sem var flutt að Nesgötu 20 árið 1885. Húsið er á skrá samkvæmt þjóðskrá frá árinu 1885 og síðara byggingarár skráð 1886. Sex milljónum króna er úthlutað til Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði til viðgerða á bragga/bröggum safnsins. Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði var stofnað árið 1995. Það hefur að meginmarkmiði að skrá og miðla sögu stríðsáranna 1939–1945 og er stefnan að miðla ekki einungis upplýsingum um stríðsárin á Reyðarfirði heldur á landinu öllu. Tveimur milljónum króna var síðan veitt til áhugamannafélags í tengslum við endurbyggingu á steinsteyptri fjárrétt í Norðfirði. Fram kemur í svari forsætisráðherra að Norðfjarðarrétt hafi minjagildi fyrir landbúnaðarsögu héraðsins og er enn í notkun sem auki gildi hennar í því samhengi. Viðgerð á réttinni hófst fyrir þremur árum en þá var hún verulega illa farin af veðrun og steypa í veggjum farin að molna.Akureyri vikublað hefur vakið athygli á því að ekki komi fram í svari forsætisráðherra hvert áhugamannafélagið er og finnst ekkert um félagið í gögnum bæjarfélagsins. Auk þess finnast afar takmarkaðar upplýsingar um Norðfjarðarrétt á heimasíðu Fjarðabyggðar. Fram kemur í frétt Akureyrar vikublaðs að þegar leitað er að Norðfjarðarrétt á heimasíðu Fjarðabyggðar kemur í ljós að um hana hefur verið rætt fjórum sinnum í fundargerðum á árunum 2011 og 2012. Á árinu 2012 var þremur milljónum varið til uppbyggingar réttarinnar. Miðillinn hefur undir höndum bréf sem forsætisráðherrann skrifar undir til Jóns Björns Hákonarsonar, forseta bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, og þar segir:„Hér með tilkynnist að ákveðið hefur verið að veita áhugamannafélagi í yðar umsjón tveggja milljóna kr. styrk til endurbyggingar steinsteyptrar fjárréttar í Norðfjarðarsveit. Vinsamlegast snúið yður til Minjastofnunnar sem mun annast um samningsgerð og útgreiðslu styrksins í samræmi við verklagsreglur stofnunarinnar.“ Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur á tæpu ári ráðstafað 205 milljónum króna í verkefni tengd húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja. Athygli hefur verið vakin á því að óþekkt áhugamannafélag á Norðfirði hafi fengið tvær milljónir í styrk til endurbyggingar á steinsteyptri fjárrétt í Norðfirði. Tæplega helmingur fjárins, eða 101 milljón, fer til verkefna í kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, Norðausturkjördæmi. Styrkirnir voru ekki auglýstir og ekki kemur fram að í öllum tilvikum hafi verið úthlutað á grundvelli skriflegrar umsóknar.Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í NA-kjördæmi spurði forsætisráðherra um styrkveitingar á Alþingi. Fram kemur í svari forsætisráðherra að þrjú verkefni í Fjarðabyggð fá styrk. 10 milljónum króna er úthlutað til endurbyggingar ytra byrðis Lúðvíkshúss í Neskaupstað. Húsið er timburhús frá árinu 1881 sem var flutt að Nesgötu 20 árið 1885. Húsið er á skrá samkvæmt þjóðskrá frá árinu 1885 og síðara byggingarár skráð 1886. Sex milljónum króna er úthlutað til Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði til viðgerða á bragga/bröggum safnsins. Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði var stofnað árið 1995. Það hefur að meginmarkmiði að skrá og miðla sögu stríðsáranna 1939–1945 og er stefnan að miðla ekki einungis upplýsingum um stríðsárin á Reyðarfirði heldur á landinu öllu. Tveimur milljónum króna var síðan veitt til áhugamannafélags í tengslum við endurbyggingu á steinsteyptri fjárrétt í Norðfirði. Fram kemur í svari forsætisráðherra að Norðfjarðarrétt hafi minjagildi fyrir landbúnaðarsögu héraðsins og er enn í notkun sem auki gildi hennar í því samhengi. Viðgerð á réttinni hófst fyrir þremur árum en þá var hún verulega illa farin af veðrun og steypa í veggjum farin að molna.Akureyri vikublað hefur vakið athygli á því að ekki komi fram í svari forsætisráðherra hvert áhugamannafélagið er og finnst ekkert um félagið í gögnum bæjarfélagsins. Auk þess finnast afar takmarkaðar upplýsingar um Norðfjarðarrétt á heimasíðu Fjarðabyggðar. Fram kemur í frétt Akureyrar vikublaðs að þegar leitað er að Norðfjarðarrétt á heimasíðu Fjarðabyggðar kemur í ljós að um hana hefur verið rætt fjórum sinnum í fundargerðum á árunum 2011 og 2012. Á árinu 2012 var þremur milljónum varið til uppbyggingar réttarinnar. Miðillinn hefur undir höndum bréf sem forsætisráðherrann skrifar undir til Jóns Björns Hákonarsonar, forseta bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, og þar segir:„Hér með tilkynnist að ákveðið hefur verið að veita áhugamannafélagi í yðar umsjón tveggja milljóna kr. styrk til endurbyggingar steinsteyptrar fjárréttar í Norðfjarðarsveit. Vinsamlegast snúið yður til Minjastofnunnar sem mun annast um samningsgerð og útgreiðslu styrksins í samræmi við verklagsreglur stofnunarinnar.“
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira