Frumvörp um skuldaniðurfellinguna verða lögð fram á næstunni Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2014 16:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í viðtali á Bylgjunni í dag. visir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi hann meðal annars um skuldaniðurfellingu heimilanna sem var eitt aðal kosningaloforð Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninganna í vor. „Á meðan að menn hafa verið að einbeita sér að umræðunni um Evrópumálin þá hefur vinnan við skuldamálin gengið mjög vel og er hún í gangi í fjármálaráðuneytinu eins og er,“ sagði Sigmundur Davíð á Bylgjunni í dag. „Eftir mikla undirbúningsvinnu er verið að semja frumvörp og skilst mér að það sé langt komið. Það ætti því að vera hægt að leggja þau inn í þingið á næstunni.“ Sigmundur sagði að mikil vinna hefði verið lögð í tæknilega framkvæmd skuldaniðurfellingarinnar.Gríðarlega umfangsmikið tölvukerfi „Það hafa verið sett upp tölvukerfi og notendavæn viðmót fyrir neytendur. Einn af þeim sem hefur verið að vinna í þessu máli fullyrti við mig að þætta væri stærsta kerfið af þessum toga sem hefur nokkur tímann verið sett upp á Íslandi og gríðarlega umfangsmikið. Fólk á að geta farið inn á ákveðna heimasíðu, skráð sig þar og þá fari allt saman af stað.“ Forsætisráðherrann sagði ennfremur að í framhaldinu ætti fólk að fá sent nýja og endurútreiknaða greiðsluseðla. „Ég er farinn að hlakka mikið til að ræða þetta betur í þinginu og sjá þetta síðan í framhaldinu birtast. Vonandi ganga frumvörpin nokkuð hratt í gegn,“ segir Sigmundur sem býst við umræðu frá stjórnarandstöðunni varðandi málið. „Ég á ekki von á málþófi frá stjórnarandstöðunni til að stoppa málið. Fari málið hratt í gegn er gott að vera búin að vinna þessa tæknilegu undirbúningsvinnu svo hægt sé að hefjast strax handa.“Afnám verðtryggingarinnar Verðtryggingin var einnig til umræðu í þættinum og var talað um hver staðan væri á afnámi verðtryggingarinnar. „Nú er verið að skoða þau tvö álit sem sérfræðihóparnir skiluðu af sér og gengur það mjög vel. Þetta tengist vinnunni í sambandi við húsnæðismálið sem er einnig í þann mund að klárast. Verðtryggingarhópurinn vísaði ýmsum álitamálum inn í vinnu húsnæðishópsins og það er auðvitað óhjákvæmilegt að tengja þetta saman. Þegar menn eru að hanna nýtt húsnæðiskerfi fyrir Ísland þá tengist það augljóslega hvernig við vinnum að afnámi verðtryggingarinnar.“ Sigmundur talaði því næst um mögulegar mótvægisaðgerðir sem ættu að draga úr hugsanlegum neikvæðum skammtímaáhrifum sem gætu hugsanleg fylgt afnámi verðtryggingar. „Til þess að ná vöxtum niður á Íslandi þurfa fjármálin að vera í lagi, það þarf að helda verðbólgunni í skefjum og ríkisfjármálin þurfa að vera í jafnvægi. Þess vegna var lögð svona mikil áhersla á það að ná strax að stemma af ríkisreksturinn því ef menn hefðu frestað því í eitt eða tvö ár hefði það aukið enn meira á vandann.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi hann meðal annars um skuldaniðurfellingu heimilanna sem var eitt aðal kosningaloforð Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninganna í vor. „Á meðan að menn hafa verið að einbeita sér að umræðunni um Evrópumálin þá hefur vinnan við skuldamálin gengið mjög vel og er hún í gangi í fjármálaráðuneytinu eins og er,“ sagði Sigmundur Davíð á Bylgjunni í dag. „Eftir mikla undirbúningsvinnu er verið að semja frumvörp og skilst mér að það sé langt komið. Það ætti því að vera hægt að leggja þau inn í þingið á næstunni.“ Sigmundur sagði að mikil vinna hefði verið lögð í tæknilega framkvæmd skuldaniðurfellingarinnar.Gríðarlega umfangsmikið tölvukerfi „Það hafa verið sett upp tölvukerfi og notendavæn viðmót fyrir neytendur. Einn af þeim sem hefur verið að vinna í þessu máli fullyrti við mig að þætta væri stærsta kerfið af þessum toga sem hefur nokkur tímann verið sett upp á Íslandi og gríðarlega umfangsmikið. Fólk á að geta farið inn á ákveðna heimasíðu, skráð sig þar og þá fari allt saman af stað.“ Forsætisráðherrann sagði ennfremur að í framhaldinu ætti fólk að fá sent nýja og endurútreiknaða greiðsluseðla. „Ég er farinn að hlakka mikið til að ræða þetta betur í þinginu og sjá þetta síðan í framhaldinu birtast. Vonandi ganga frumvörpin nokkuð hratt í gegn,“ segir Sigmundur sem býst við umræðu frá stjórnarandstöðunni varðandi málið. „Ég á ekki von á málþófi frá stjórnarandstöðunni til að stoppa málið. Fari málið hratt í gegn er gott að vera búin að vinna þessa tæknilegu undirbúningsvinnu svo hægt sé að hefjast strax handa.“Afnám verðtryggingarinnar Verðtryggingin var einnig til umræðu í þættinum og var talað um hver staðan væri á afnámi verðtryggingarinnar. „Nú er verið að skoða þau tvö álit sem sérfræðihóparnir skiluðu af sér og gengur það mjög vel. Þetta tengist vinnunni í sambandi við húsnæðismálið sem er einnig í þann mund að klárast. Verðtryggingarhópurinn vísaði ýmsum álitamálum inn í vinnu húsnæðishópsins og það er auðvitað óhjákvæmilegt að tengja þetta saman. Þegar menn eru að hanna nýtt húsnæðiskerfi fyrir Ísland þá tengist það augljóslega hvernig við vinnum að afnámi verðtryggingarinnar.“ Sigmundur talaði því næst um mögulegar mótvægisaðgerðir sem ættu að draga úr hugsanlegum neikvæðum skammtímaáhrifum sem gætu hugsanleg fylgt afnámi verðtryggingar. „Til þess að ná vöxtum niður á Íslandi þurfa fjármálin að vera í lagi, það þarf að helda verðbólgunni í skefjum og ríkisfjármálin þurfa að vera í jafnvægi. Þess vegna var lögð svona mikil áhersla á það að ná strax að stemma af ríkisreksturinn því ef menn hefðu frestað því í eitt eða tvö ár hefði það aukið enn meira á vandann.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira