„Greiningin á stöðunni fól í sér mikið vanmat“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2014 17:00 Sigmundur segir að það sé full ástæða til þess að menn geti farið að komast að niðurstöðu í afnámi haftanna. visir/stefán „Það er búið að eiga sér stað mjög mikil vinna í því að greina stöðuna varðandi afnám gjaldeyrishafta,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sem var gestur í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. „Menn rekur kannski minni til þess að það kom í ljós árið 2012 að greiningin á stöðunni fól í sér mikið vanmat. Nú er búið að leiðrétta það og búið að greina stöðuna. Það er komin til starfa ráðgjafahópur fyrir ríkisstjórnina sem hefur unnið mjög gott starf og því er þetta allt saman vel kortlagt.“ Sigmundur sagði að væntingar vogunarsjóða ættu því að vera raunhæfari fyrir vikið. „Við höfum meðal annars séð lækkun á verðmati krafnanna. Ef maður skoðar verðmæti þessara krafna og leggur það saman þá kemur ljós að það er töluvert lægra en verðmæti eigna þrotabúanna. Það segir okkur að menn verði að gera sér grein fyrir því að það þurfi að vera til staðar einhverskonar svigrúm þegar þetta er gert upp.“ Sigmundur segir að það sé full ástæða til þess að menn geti farið að komast að niðurstöðu í málinu. „Niðurstaða ætti því að leyfa afléttingu haftanna samhliða myndun þessara svigrúms og það skiptir mjög miklu máli. Varðandi Evrópusambandið má í raun segja að það var alveg ljóst að menn voru árum saman að bíða eftir því að Ísland færi inn í sambandið og því næst yrðu tekin lán í evrum frá evrópska seðlabankanum og þannig yrði skuldirnar borgaðar út. Með því hefðum við verið að færa vanda þessara föllnu banka yfir á skattgreiðendur.“ Sigmundur sagði að það væri hreinlega ekki valkostur núna og við gætum fyrir vikið farið að einbeita okkur að sókn á öðrum sviðum.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
„Það er búið að eiga sér stað mjög mikil vinna í því að greina stöðuna varðandi afnám gjaldeyrishafta,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sem var gestur í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. „Menn rekur kannski minni til þess að það kom í ljós árið 2012 að greiningin á stöðunni fól í sér mikið vanmat. Nú er búið að leiðrétta það og búið að greina stöðuna. Það er komin til starfa ráðgjafahópur fyrir ríkisstjórnina sem hefur unnið mjög gott starf og því er þetta allt saman vel kortlagt.“ Sigmundur sagði að væntingar vogunarsjóða ættu því að vera raunhæfari fyrir vikið. „Við höfum meðal annars séð lækkun á verðmati krafnanna. Ef maður skoðar verðmæti þessara krafna og leggur það saman þá kemur ljós að það er töluvert lægra en verðmæti eigna þrotabúanna. Það segir okkur að menn verði að gera sér grein fyrir því að það þurfi að vera til staðar einhverskonar svigrúm þegar þetta er gert upp.“ Sigmundur segir að það sé full ástæða til þess að menn geti farið að komast að niðurstöðu í málinu. „Niðurstaða ætti því að leyfa afléttingu haftanna samhliða myndun þessara svigrúms og það skiptir mjög miklu máli. Varðandi Evrópusambandið má í raun segja að það var alveg ljóst að menn voru árum saman að bíða eftir því að Ísland færi inn í sambandið og því næst yrðu tekin lán í evrum frá evrópska seðlabankanum og þannig yrði skuldirnar borgaðar út. Með því hefðum við verið að færa vanda þessara föllnu banka yfir á skattgreiðendur.“ Sigmundur sagði að það væri hreinlega ekki valkostur núna og við gætum fyrir vikið farið að einbeita okkur að sókn á öðrum sviðum.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira