Viðskipti innlent

Vöruskiptaafgangur ekki lakari síðan 2009

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Afgangur Íslands af vöruskiptum var fjórir milljarðar króna í febrúar, sem er töluvert minna en í febrúar í fyrra, sem þá var 6,1 milljarður króna. Samkvæmt Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka var svipuð saga upp á teningnum í janúar og því dragi verulega úr vöruskiptaafgangi á milli ára.

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins nemur afgangur af vöruskiptum alls 11,1 milljarði króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Í fyrra var afgangurinn 17,3 milljarðar. Vöruskiptaafgangurinn hefur ekki verið jafn lakur frá árinu 2009.

Verðmæti vöruútflutnings í mánuðunum tveimur er 89,3 milljarðar króna, en var 106,1 á sama tíma í fyrra og það hefur ekki verið minna síðan 2011. Mestu munar um verðmæti sjávarafurða sem dróst saman um 9,7 milljarða króna og var 35,1 milljarður.

Innflutningur dróst þó einnig saman um 10,6 milljarða og var 78,2 milljarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×