FME áfrýjaði ekki dómi Héraðsdóms Reykjavíkur Haraldur Guðmundsson skrifar 6. mars 2014 13:29 Ingólfur Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga. Vísir/HAG Fjármálaeftirlitið (FME) kaus að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í byrjun desember um að stofnuninni bæri að greiða Ingólfi Guðmundssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga, sjö milljónir króna vegna fjártjóns, eina milljón í miskabætur og níu hundruð þúsund í málskostnað. „Ákvörðun um það var byggð á hagsmunamati varðandi málið í heild sinni, þar á meðal varðandi fjárhagslega hagsmuni stofnunarinnar,“ segir í svari FME við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að stjórn FME hafi fjallað um málið á fundi sínum 22. janúar síðastliðinn, en áfrýjunarfrestur rann út 4. mars. Forsaga málsins er sú að eftir að Ingólfur var ráðinn framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga í byrjun árs 2010 tók stjórn FME þá ákvörðun í ágúst sama ár að hann uppfyllti ekki hæfisskilyrði laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Eftir það fór FME fram á að stjórn lífeyrissjóðsins sæi til þess að hann gegndi ekki stöðunni áfram. Nokkrum dögum síðar var tilkynnt um að Ingólfur hefði látið af störfum sökum ákvörðunar FME. Ingólfur fór þá í mál við stofnunina og dómur í því máli féll í janúar 2012 þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ákvörðun stofnunarinnar ógilda. Þá fór Ingólfur í skaðabótamál og dómur í því máli féll þann 4. desember síðastliðinn og eins og áður segir ákvað FME að áfrýja ekki þeirri niðurstöðu Héraðsdóms. „Eftir um fjögurra ára slag þar sem bæði dómstólar og Umboðsmaður Alþingis hafa í tvígang dæmt ákvarðanir FME ólögmætar og gert alvarlegar athugasemdir við framgöngu starfsmanna embættisins, þá kemur mér ekki á óvart að núverandi stjórn FME hafi ákveðið að áfrýja ekki skýrri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur i skaðabótamálinu sem ég vann þann 4. desember síðastliðinn,“ segir Ingólfur í samtali við fréttastofu. „Það er ekki skemmtileg lífsreynsla að upplifa misnotkun opinbers valds og að embættismenn fari fram með ósannindi. Enginn hefur beðið mig afsökunar og enn er að finna á heimasíðu FME meiðyrði í minn garð. Eftir stendur að vita hver ætlar að axla ábyrgð á lögbrotum FME í minn garð,“ segir Ingólfur. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) kaus að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í byrjun desember um að stofnuninni bæri að greiða Ingólfi Guðmundssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga, sjö milljónir króna vegna fjártjóns, eina milljón í miskabætur og níu hundruð þúsund í málskostnað. „Ákvörðun um það var byggð á hagsmunamati varðandi málið í heild sinni, þar á meðal varðandi fjárhagslega hagsmuni stofnunarinnar,“ segir í svari FME við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að stjórn FME hafi fjallað um málið á fundi sínum 22. janúar síðastliðinn, en áfrýjunarfrestur rann út 4. mars. Forsaga málsins er sú að eftir að Ingólfur var ráðinn framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga í byrjun árs 2010 tók stjórn FME þá ákvörðun í ágúst sama ár að hann uppfyllti ekki hæfisskilyrði laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Eftir það fór FME fram á að stjórn lífeyrissjóðsins sæi til þess að hann gegndi ekki stöðunni áfram. Nokkrum dögum síðar var tilkynnt um að Ingólfur hefði látið af störfum sökum ákvörðunar FME. Ingólfur fór þá í mál við stofnunina og dómur í því máli féll í janúar 2012 þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ákvörðun stofnunarinnar ógilda. Þá fór Ingólfur í skaðabótamál og dómur í því máli féll þann 4. desember síðastliðinn og eins og áður segir ákvað FME að áfrýja ekki þeirri niðurstöðu Héraðsdóms. „Eftir um fjögurra ára slag þar sem bæði dómstólar og Umboðsmaður Alþingis hafa í tvígang dæmt ákvarðanir FME ólögmætar og gert alvarlegar athugasemdir við framgöngu starfsmanna embættisins, þá kemur mér ekki á óvart að núverandi stjórn FME hafi ákveðið að áfrýja ekki skýrri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur i skaðabótamálinu sem ég vann þann 4. desember síðastliðinn,“ segir Ingólfur í samtali við fréttastofu. „Það er ekki skemmtileg lífsreynsla að upplifa misnotkun opinbers valds og að embættismenn fari fram með ósannindi. Enginn hefur beðið mig afsökunar og enn er að finna á heimasíðu FME meiðyrði í minn garð. Eftir stendur að vita hver ætlar að axla ábyrgð á lögbrotum FME í minn garð,“ segir Ingólfur.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira