Peningamálin eitt af erfiðustu verkefnunum 21. febrúar 2014 19:41 Þorsteinn Pálsson. Vísir/Anton Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var í dag í viðtalið í þættinum Reykjavík síðdegis. Þorsteinn telur nauðsynlegt að halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og loka þeim. „Ég lít svo á að skýrsla Hagfræðistofnunar sem ríkisstjórnin bað um, sýni að skynsamlegt sé að halda áfram. Það verður þraut að ná sumum af markmiðum Íslands í þessum samningum og þá einkum á sjávarútvegssviði og sviði peningamála.“ Hann segir að á hinn boginn komi það fram í skýrslunni að samið hafi verið um sérlausnir við einstök aðildarríki. Forystumenn sambandsins hafi ítrekað lagt áherslu á að þeir séu reiðubúnir til að ræða íslenska þjóðarhagsmuni í þessum viðræðum. Þá segir hann að helstu rökin sem andstæðingar hafa beitt séu þau að Ísland glati fullveldi sínu. „Í skýrslu Hagfræðistofnunar eru rökin alveg blásin út af borðinu þannig að þegar búið er að blása aðalröksemdina út af borðinu þá skil ég ekki hvernig menn túlka niðurstöðuna á þann veg að allt í einu eigi að slíta viðræðunum.“ Þá segist hann sjá sterka möguleika fyrir Ísland gangi það í Evrópusambandið, en viðundandi samningur þurfi fyrst að nást áður en lengra sé haldið. Hann segir það eðlileg vinnubrögð í lýðræðislegu þjóðfélagi að menn taki ekki ákvarðanir í stórum málum fyrr en sjónarmið úr öllum áttum liggi fyrir og hafi það verið eitt helsta gagnrýniefnið á síðustu ríkisstjórn. „Nú hótar þessi ríkisstjórn að byrja sama leikinn uppá nýtt og veldur það mér miklum og sárum vonbrigðum að heyra það.“ Hann segir skrefið gríðarlega stórt af hálfu þingflokksins að hafna þeirri sátt sem þar var boðið uppá. „Það var ekki verið að biðja einn einasta mann í þingflokknum að skipta um skoðun eða beygja sig fyrir skoðun minnihlutans. Það var bara verið að biðja um það að þjóðin fengi að taka þessa ákvörðun. Því var hafnað og það er stórt skref. “ Aðspurður hvort þetta muni klífa flokkinn segist hann ekki geta svarað því og segist hann ekki vita nein dæmi til þess að jafn stór kosningaloforð hafi verið svikin án afleiðinga. „Ég tel að formaður flokksins hafi gert það af mikilli skynsemi og hyggindum þegar hann lofaði fyrir síðustu kosningar að leysa þetta með því að láta þjóðina taka þessa ákvörðun og taka málið þannig út úr hinu hefðbundna ákvörðunarferli. Það var mjög hyggilegt. Þetta var stórt og mikið loforð í stóru máli en að sama skapi ef ekki verður staðið við það þá eru svikin jafn stór. “ Hann segir peningamálin eitt af erfiðustu verkefnunum. „Það er engan veginn svo að við getum gengið út frá því vísu að við eigum þess kost að ganga inn í evrópska myndsamstarfið. Það náðist sá árangur sem ég tel hafa verið mjög mikilvægur þó það hafi ekki verið neinar skuldbindingar á bakvið. “ Hann talar um að vegna gjaldeyrishaftanna búi Íslendingar við minna viðskiptafrelsi en aðrar þjóðir og það þýði það að möguleikar til aukinna lífskjara séu minni og mikilvægt sé að skapa íslensku atvinnulífi sömu skilyrði og fyrirtækin í samkeppnislöndunum. „Við getum ekki veitt meiri fisk en við getum skapað meiri verðmæti úr því sem við höfum. En það eru hindranir í vegi af því að við höfum ekki tollfrjálsan aðgang fyrir þær afurðir. Við sjáum að um leið og sprotafyrirtækin eignast viðskiptavini þá þurfa þau að selja hugmyndir sínar úr landi eða flytja.“ „Þeir sem ekki horfa á þessar alvarlegu staðreyndir í okkar þjóðarbúskap, ég veit ekki hvað þeir eru að hugsa.“ Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var í dag í viðtalið í þættinum Reykjavík síðdegis. Þorsteinn telur nauðsynlegt að halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og loka þeim. „Ég lít svo á að skýrsla Hagfræðistofnunar sem ríkisstjórnin bað um, sýni að skynsamlegt sé að halda áfram. Það verður þraut að ná sumum af markmiðum Íslands í þessum samningum og þá einkum á sjávarútvegssviði og sviði peningamála.“ Hann segir að á hinn boginn komi það fram í skýrslunni að samið hafi verið um sérlausnir við einstök aðildarríki. Forystumenn sambandsins hafi ítrekað lagt áherslu á að þeir séu reiðubúnir til að ræða íslenska þjóðarhagsmuni í þessum viðræðum. Þá segir hann að helstu rökin sem andstæðingar hafa beitt séu þau að Ísland glati fullveldi sínu. „Í skýrslu Hagfræðistofnunar eru rökin alveg blásin út af borðinu þannig að þegar búið er að blása aðalröksemdina út af borðinu þá skil ég ekki hvernig menn túlka niðurstöðuna á þann veg að allt í einu eigi að slíta viðræðunum.“ Þá segist hann sjá sterka möguleika fyrir Ísland gangi það í Evrópusambandið, en viðundandi samningur þurfi fyrst að nást áður en lengra sé haldið. Hann segir það eðlileg vinnubrögð í lýðræðislegu þjóðfélagi að menn taki ekki ákvarðanir í stórum málum fyrr en sjónarmið úr öllum áttum liggi fyrir og hafi það verið eitt helsta gagnrýniefnið á síðustu ríkisstjórn. „Nú hótar þessi ríkisstjórn að byrja sama leikinn uppá nýtt og veldur það mér miklum og sárum vonbrigðum að heyra það.“ Hann segir skrefið gríðarlega stórt af hálfu þingflokksins að hafna þeirri sátt sem þar var boðið uppá. „Það var ekki verið að biðja einn einasta mann í þingflokknum að skipta um skoðun eða beygja sig fyrir skoðun minnihlutans. Það var bara verið að biðja um það að þjóðin fengi að taka þessa ákvörðun. Því var hafnað og það er stórt skref. “ Aðspurður hvort þetta muni klífa flokkinn segist hann ekki geta svarað því og segist hann ekki vita nein dæmi til þess að jafn stór kosningaloforð hafi verið svikin án afleiðinga. „Ég tel að formaður flokksins hafi gert það af mikilli skynsemi og hyggindum þegar hann lofaði fyrir síðustu kosningar að leysa þetta með því að láta þjóðina taka þessa ákvörðun og taka málið þannig út úr hinu hefðbundna ákvörðunarferli. Það var mjög hyggilegt. Þetta var stórt og mikið loforð í stóru máli en að sama skapi ef ekki verður staðið við það þá eru svikin jafn stór. “ Hann segir peningamálin eitt af erfiðustu verkefnunum. „Það er engan veginn svo að við getum gengið út frá því vísu að við eigum þess kost að ganga inn í evrópska myndsamstarfið. Það náðist sá árangur sem ég tel hafa verið mjög mikilvægur þó það hafi ekki verið neinar skuldbindingar á bakvið. “ Hann talar um að vegna gjaldeyrishaftanna búi Íslendingar við minna viðskiptafrelsi en aðrar þjóðir og það þýði það að möguleikar til aukinna lífskjara séu minni og mikilvægt sé að skapa íslensku atvinnulífi sömu skilyrði og fyrirtækin í samkeppnislöndunum. „Við getum ekki veitt meiri fisk en við getum skapað meiri verðmæti úr því sem við höfum. En það eru hindranir í vegi af því að við höfum ekki tollfrjálsan aðgang fyrir þær afurðir. Við sjáum að um leið og sprotafyrirtækin eignast viðskiptavini þá þurfa þau að selja hugmyndir sínar úr landi eða flytja.“ „Þeir sem ekki horfa á þessar alvarlegu staðreyndir í okkar þjóðarbúskap, ég veit ekki hvað þeir eru að hugsa.“
Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent