Viðskipti innlent

Hagnaður VÍS dregst saman

Sigrún Ragna Ólafsdóttir segir reksturinn hafa gengið vel á árinu 2013.
Sigrún Ragna Ólafsdóttir segir reksturinn hafa gengið vel á árinu 2013. Vísir/Vilhelm
Rekstur tryggingafélagsins VÍS skilaði 2.154 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 3.025 milljóna hagnað árið 2012. Þar af hagnaðist félagið um 111 milljónir króna á fjórða ársfjórðungi 2013, sem var samdráttur um 1.168 milljónir frá sama tíma 2012.

Í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær um afkomuna segir að stjórn þess hafi lagt til að 85 prósent af hagnaði ársins 2013, eða 1.831 milljónir króna, verði greidd í arð til hluthafa.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, segir í tilkynningunni að meginskýringin á minni hagnaði á fjórða ársfjórðungi tengist annars vegar stóru tjóni sem tilkynnt var til félagsins á tímabilinu.

„Og hins vegar neikvæð þróun á markaðsverði ríkistryggðra skuldabréfa og neikvæð áhrif styrkingar krónunnar á eignasafn félagsins. Á móti kemur að innlent hlutabréfasafn félagsins skilaði ágætri ávöxtun,“ segir Sigrún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×