Viðskipti innlent

DHL flytur dýr í útrýmingarhættu

Samúel Karl Ólason skrifar
DHL hefur flutt fjölda dýra í útrýmingarhættu.
DHL hefur flutt fjölda dýra í útrýmingarhættu. Mynd/DHL
Risapöndurnar Hao Hao og Xing Hui voru um síðustu helgi fluttar um 8.000 kílómetra leið með DHL frá Chengdu í Kína til Brussel í Belgíu. Ekki er það í fyrsta sinn sem DHL flytur dýr í útrýmingarhættu eins og sést á meðfylgjandi korti.

Fyrirtækið hefur, samkvæmt tilkynningu, meðal annarsséð um flutning á þremur nashyrningum, tveimur tígrisdýrum, níu górillum og fimm sækúm.

Áðurnefndar pöndur, sem heita á Íslensku, Blikandi stjarna og Sú sæta, eru tvær af 1.600 pöndum sem eftir eru í heiminum og munu þær vera í Belga í 15 ár. Þá bæði til sýnis og æxlunarrannsókna. Risapöndur verða allt að einn og hálfur metri að stærð og vega um 136 kíló.

„Hjá DHL fengu þær höfðinglegar móttökur og voru svokallaðir VIP farþegar – eða Very Important Pandas eins og það útleggst á ensku,“ segir í tilkynningunni frá DHL.

Elio Di Rupo, forsætisráðherra Belgíu, virðir fyrir sér risapönduna Blikandi stjörnu á flugvellinum í Brussel.Mynd/DHL





Fleiri fréttir

Sjá meira


×