Viðskipti innlent

6,8 prósent atvinnuleysi í janúar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Atvinnuleysi í janúar var 6,8 prósent samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Þá voru að jafnaði 181.700 manns á vinnumarkaði. 169.300 þeirra voru starfandi og 12.300 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka var 79,3 prósent og hlutfall starfandi 73,9 prósent.

Sé janúar 2014 borinn saman við janúar 2013 kemur í ljós að atvinnuþátttaka jókst um 0,7 prósentustig og hlutfall starfandi minnkaði um 0,2 prósentustig. Hlutfall atvinnulausra jókst um eitt prósentustig á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×