Viðskipti innlent

Svipaður fjöldi nýskráninga og gjaldþrota

Samúel Karl Ólason skrifar
Flestar nýrskráningar og einnig flest gjaldþrot voru í flokknum Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum.
Flestar nýrskráningar og einnig flest gjaldþrot voru í flokknum Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum. Vísir/Daníel
172 einkahlutafélög voru nýskráð í janúar síðastliðnum samkvæmt Hagstofu Íslands. Í janúar í fyrra voru 178 félög nýskráð. Flestar nýskráningar voru í flokknum Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum, alls 23.

Í mánuðinum voru 67 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta, en í fyrra voru þau 62. Flest gjaldþrot voru einnig í flokknum Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum, eða 14.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×