Sér fram á að ýsan klárist Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. febrúar 2014 12:16 Ýsuflak VISIR/ANTON Fiskídag, landsátak sem Matís stendur fyrir og er ætlað að gera neytendur meðvitaðri um mikilvægi fiskneyslu, var til umræðu í Bítinu í morgun. Rætt var við Steingrím Ólason, fisksala á Sundlaugavegi um núverandi neyslu landans á sjávarfangi sem Steingrímur telur að sé smám saman að breytast. Neytendur séu að yngjast og að fleiri fisktegundir séu að rata á borð landsmanna. Aðspurður um þráfelldar vinsældir ýsunnar sagði Steingrímur að þær ættu sér sögulegar rætur. Lengi vel hafi Íslendingar neyðst til að gæða sér á ýsunni vegna þess að hún seldist ekki erlendis en þær neysluvenjur væru óðum að umturnast. „Fólk er bæði að taka við sér og fara í aðrar tegundir og kvótinn á ýsu er orðinn það lítill. Núna er búið um 70-80% af kvótanum, nýtt kvótaár hefst í september og ég sé ekki að til verða ýsa út árið,“ sagði Steingrímur. Einnig er eftirspurnin eftir ýsu erlendis, til að mynda í Bretland og Bandaríkjunum, orðin mikil og því þurfi landinn líklega að færa sig yfir í annað sjávarfang. Þorsteinn Sigurðsson hjá Hafrannsóknarstofnun segir í viðtali við Vísi að vandamálið snúi öðruvísi að vísindamönnum stofnunarinnar en fisksölum og sjómönnum landsins. Að mati Þorsteins liggur vandinn ekki í því að heildaraflamark ýsu, 38.000 tonn á fiskveiðiárinu, sé of lítið heldur að yngri árgangar ýsunnar séu of litlir. Smáýsan sjáist því varla þó að nóg sé til af fullorðinni ýsu. Einnig slysast mikið af ýsu með öðrum afla og hefur Bárður Guðmundsson, formaður Samtaka smærri útgerða, lýst áhyggjum sínum af þróuninni.„Ef við veiðum meira í dag þá neyðumst við einfaldlega til að veiða minna í framtíðinni,“ segir Þorsteinn og bætir við að rannsakendur þurfi að hugsa langt fram í tímann í áætlunum sínum. „En ýsan á markaði í dag er stór og alveg rosalega falleg,“ bætir Þorsteinn við kíminn og hvetur hann alla til að næla sér í flak. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Fiskídag, landsátak sem Matís stendur fyrir og er ætlað að gera neytendur meðvitaðri um mikilvægi fiskneyslu, var til umræðu í Bítinu í morgun. Rætt var við Steingrím Ólason, fisksala á Sundlaugavegi um núverandi neyslu landans á sjávarfangi sem Steingrímur telur að sé smám saman að breytast. Neytendur séu að yngjast og að fleiri fisktegundir séu að rata á borð landsmanna. Aðspurður um þráfelldar vinsældir ýsunnar sagði Steingrímur að þær ættu sér sögulegar rætur. Lengi vel hafi Íslendingar neyðst til að gæða sér á ýsunni vegna þess að hún seldist ekki erlendis en þær neysluvenjur væru óðum að umturnast. „Fólk er bæði að taka við sér og fara í aðrar tegundir og kvótinn á ýsu er orðinn það lítill. Núna er búið um 70-80% af kvótanum, nýtt kvótaár hefst í september og ég sé ekki að til verða ýsa út árið,“ sagði Steingrímur. Einnig er eftirspurnin eftir ýsu erlendis, til að mynda í Bretland og Bandaríkjunum, orðin mikil og því þurfi landinn líklega að færa sig yfir í annað sjávarfang. Þorsteinn Sigurðsson hjá Hafrannsóknarstofnun segir í viðtali við Vísi að vandamálið snúi öðruvísi að vísindamönnum stofnunarinnar en fisksölum og sjómönnum landsins. Að mati Þorsteins liggur vandinn ekki í því að heildaraflamark ýsu, 38.000 tonn á fiskveiðiárinu, sé of lítið heldur að yngri árgangar ýsunnar séu of litlir. Smáýsan sjáist því varla þó að nóg sé til af fullorðinni ýsu. Einnig slysast mikið af ýsu með öðrum afla og hefur Bárður Guðmundsson, formaður Samtaka smærri útgerða, lýst áhyggjum sínum af þróuninni.„Ef við veiðum meira í dag þá neyðumst við einfaldlega til að veiða minna í framtíðinni,“ segir Þorsteinn og bætir við að rannsakendur þurfi að hugsa langt fram í tímann í áætlunum sínum. „En ýsan á markaði í dag er stór og alveg rosalega falleg,“ bætir Þorsteinn við kíminn og hvetur hann alla til að næla sér í flak.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira